EFLA fékk verðlaun fyrir Stráið og Spíruna í Noregi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2017 11:14 Háspennumastrið "Stráið“ sem bar sigur úr býtum. EFLA Verkfræðistofan EFLA kom, sá og sigraði í samkeppni Statnett í Noregi um nýja 420 kV háspennulínu sem liggur í gegnum norsku höfuðborgina Ósló og aðliggjandi sveitarfélög. Línan kemur fyrir augu íbúa á hverjum degi og því mikilvægt að háspennumöstrin falli sem best að þéttbýlu umhverfinu. EFLA skilaði inn þremur tillögum í keppnina og lentu tillögur EFLU í tveimur efstu sætunum. Vinningstillagan heitir „Stráið“ en „Spíran“ hafnaði í öðru sæti. EFLA vann sínar tillögur í samstarfi með Evu Widenoju, iðnhönnuð frá Widenoja Design AS. Að tillögunni komu bæði starfsmenn EFLU á Íslandi og starfsmenn EFLU í Noregi, segir í tilkynningu frá EFLU.Steinþór Gíslason, fagstjóri hjá EFLU, er mörgum knattspyrnuunnendum að góðu kunnur í bakvarðarstöðunni á árum áður hjá Víkingi og Val.„EFLA er að ná frábærum árangri í línuverkefnum erlendis og sigur í þessari samkeppni er enn ein staðfestingin á því,“ segir Steinþór Gíslason fagstjóri hjá EFLU. Á undanförnum árum hafa flutningsfyrirtæki raforku víða um heim skoðað ýmsar leiðir til að fá nýjar háspennulínur til að falla sem best inn í umhverfið. „EFLA hefur síðastliðið ár fengið nýja rammasamninga á sviði háspennulínuhönnunar hjá Statnett í Noregi, Svenska Kraftnät í Svíþjóð og Energinet í Danmörku og hlotið hæstu faglegu einkunn í öllum samningunum. Þetta eru allt raforkuflutningsfyrirtæki sambærileg Landsneti á Íslandi. EFLA býr yfir 40 ára reynslu af háspennulínuhönnun og þar af um 25 ára alþjóðlegri reynslu sem hefur komið EFLU í fremstu röð á þessu sviði í Skandinavíu. Einnig hefur EFLA komið að stórum loftlínuverkefnum í Póllandi, Frakklandi og Grænlandi auk minni verkefna í nokkrum löndum Afríku og Kanada,“ segir í tilkynningunni. Hjá EFLU starfa yfir 300 starfsmenn en þar ef eru yfir 40 starfsmenn í ráðgjöf á sviði háspennulína sem bæði starfa á Íslandi, hjá EFLU AS í Noregi og EFLU AB í Svíþjóð auk 20 manna dótturfyrirtækis í Frakklandi. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Verkfræðistofan EFLA kom, sá og sigraði í samkeppni Statnett í Noregi um nýja 420 kV háspennulínu sem liggur í gegnum norsku höfuðborgina Ósló og aðliggjandi sveitarfélög. Línan kemur fyrir augu íbúa á hverjum degi og því mikilvægt að háspennumöstrin falli sem best að þéttbýlu umhverfinu. EFLA skilaði inn þremur tillögum í keppnina og lentu tillögur EFLU í tveimur efstu sætunum. Vinningstillagan heitir „Stráið“ en „Spíran“ hafnaði í öðru sæti. EFLA vann sínar tillögur í samstarfi með Evu Widenoju, iðnhönnuð frá Widenoja Design AS. Að tillögunni komu bæði starfsmenn EFLU á Íslandi og starfsmenn EFLU í Noregi, segir í tilkynningu frá EFLU.Steinþór Gíslason, fagstjóri hjá EFLU, er mörgum knattspyrnuunnendum að góðu kunnur í bakvarðarstöðunni á árum áður hjá Víkingi og Val.„EFLA er að ná frábærum árangri í línuverkefnum erlendis og sigur í þessari samkeppni er enn ein staðfestingin á því,“ segir Steinþór Gíslason fagstjóri hjá EFLU. Á undanförnum árum hafa flutningsfyrirtæki raforku víða um heim skoðað ýmsar leiðir til að fá nýjar háspennulínur til að falla sem best inn í umhverfið. „EFLA hefur síðastliðið ár fengið nýja rammasamninga á sviði háspennulínuhönnunar hjá Statnett í Noregi, Svenska Kraftnät í Svíþjóð og Energinet í Danmörku og hlotið hæstu faglegu einkunn í öllum samningunum. Þetta eru allt raforkuflutningsfyrirtæki sambærileg Landsneti á Íslandi. EFLA býr yfir 40 ára reynslu af háspennulínuhönnun og þar af um 25 ára alþjóðlegri reynslu sem hefur komið EFLU í fremstu röð á þessu sviði í Skandinavíu. Einnig hefur EFLA komið að stórum loftlínuverkefnum í Póllandi, Frakklandi og Grænlandi auk minni verkefna í nokkrum löndum Afríku og Kanada,“ segir í tilkynningunni. Hjá EFLU starfa yfir 300 starfsmenn en þar ef eru yfir 40 starfsmenn í ráðgjöf á sviði háspennulína sem bæði starfa á Íslandi, hjá EFLU AS í Noregi og EFLU AB í Svíþjóð auk 20 manna dótturfyrirtækis í Frakklandi.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira