Farþegum WOW air fjölgaði um 207% Haraldur Guðmundsson skrifar 9. janúar 2017 11:43 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. „Árið 2016 flutti WOW air um 1.668.773 farþega en það er 130% fjölgun farþega frá árinu áður. Sætanýting WOW air árið 2016 var 88% en sætanýting árið 2015 var 86%. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 160% milli ára,“ segir í tilkynningunni og þar bent á að flugfloti WOW air mun telja 17 þotur frá og með næstkomandi sumri; þrjár Airbus A330, ellefu Airbus A321 og þrjár Airbus A320. „Félagið mun bæta við sig þremur Airbus A321ceo, einni Airbus A321neo og einni Airbus A320neo í flotann á þessu ári sem eru með um 35-45% lægri eldsneytiskostnað per sæti miðað við algengustu flugvélar sem er notaðar eru í flugi til og frá landinu í dag. Þessar fimm vélar eru allar glænýjar, módel 2017 og koma beint frá verksmiðjum Airbus í Evrópu. Árið 2016 fjölgaði ferðum Íslendinga erlendis um 86.200 ferðir miðað við 2015 samkæmt tölum frá Ferðamálastofu. Á sama tíma fjölgaði íslendingum sem flugu með WOW air um 53.000 sem er um 60% hlutdeild af aukningunni milli ára,“ segir í tilkynningunni. „WOW air á mikla hlutdeild í þeirri aukningu á ferðamönnum sem koma til landsins og sama má segja um þá Íslendinga sem ferðast út fyrir landsteinana. Ég vil þakka kærlega fyrir það traust sem farþegar hafa sýnt okkur á liðnu ári. Það verður ánægjulegt að taka á móti þessum fimm nýju vélum á árinu en þær eru mun sparneytari en áður hefur þekkst og þar með getum við haldið áfram að lækka verðið enn frekar,“ segir Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. „Árið 2016 flutti WOW air um 1.668.773 farþega en það er 130% fjölgun farþega frá árinu áður. Sætanýting WOW air árið 2016 var 88% en sætanýting árið 2015 var 86%. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 160% milli ára,“ segir í tilkynningunni og þar bent á að flugfloti WOW air mun telja 17 þotur frá og með næstkomandi sumri; þrjár Airbus A330, ellefu Airbus A321 og þrjár Airbus A320. „Félagið mun bæta við sig þremur Airbus A321ceo, einni Airbus A321neo og einni Airbus A320neo í flotann á þessu ári sem eru með um 35-45% lægri eldsneytiskostnað per sæti miðað við algengustu flugvélar sem er notaðar eru í flugi til og frá landinu í dag. Þessar fimm vélar eru allar glænýjar, módel 2017 og koma beint frá verksmiðjum Airbus í Evrópu. Árið 2016 fjölgaði ferðum Íslendinga erlendis um 86.200 ferðir miðað við 2015 samkæmt tölum frá Ferðamálastofu. Á sama tíma fjölgaði íslendingum sem flugu með WOW air um 53.000 sem er um 60% hlutdeild af aukningunni milli ára,“ segir í tilkynningunni. „WOW air á mikla hlutdeild í þeirri aukningu á ferðamönnum sem koma til landsins og sama má segja um þá Íslendinga sem ferðast út fyrir landsteinana. Ég vil þakka kærlega fyrir það traust sem farþegar hafa sýnt okkur á liðnu ári. Það verður ánægjulegt að taka á móti þessum fimm nýju vélum á árinu en þær eru mun sparneytari en áður hefur þekkst og þar með getum við haldið áfram að lækka verðið enn frekar,“ segir Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira