Glamour

Glitrandi gleði í eftirpartýi Golden Globe

Ritstjórn skrifar
Diane Kruger og Christina Ricci.
Diane Kruger og Christina Ricci. Glamour/Getty
Það er óhætt að segja að gleðin hafi staðið frameftir nóttu hjá stjörnunum í Hollywood sem skemmtu sér vel eftir verðlaunaafhendingu Golden Globe. Margir skiptu um föt fyrir eftirpartýin - og var áberandi að sjá marga velja pallíettuklæði í tilefni dagsins. 

Pallíettur eru ekki bara bundnar við gamlárskvöld og gaman að sjá að litadýrðin réði ríkjum að þessu sinni. Skoðum falleg glitrandi kjóla hjá stjörnunum. 

Sofia Vergara og Priyanka Chopra voru hressar í gullkjólum.
Millie Bobby Brown í silfurkjól.
Leah Michelle í fjólubláum síðkjól.
Petra Collins í litríkum pallíettukjól.
Nikki Reed í tvílitum pallíettukjól.
Claire Foy, úr The Crown þáttunum, sleppti ekki Golden Globe styttunni en hún klæddist fallegum bleikum pallíettukjól.

Tengdar fréttir


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.