Glamour

„Læknum brotið hjarta með því að breyta því í list"

Ritstjórn skrifar
Meryl Streep var beitt er hún tók á móti heiðurverðlaunum á Golden Globe í gær.
Meryl Streep var beitt er hún tók á móti heiðurverðlaunum á Golden Globe í gær. Glamour/Getty
Leikkonan Meryl Streep hlaut heiðursverðlaun Cecil B. DeMille á Golden Globe hátíðinni í gærkvöldi. 

Streep var beitt í þakkarræðu sinni þar sem hún tók nýkjörinn forseta Bandaríkjanna í gegn, án þess þó að nefna hann einu sinni á nafn. Áhorfendur í sal tóku vel undir þegar Streep benti á að ef ætti að henda útlendingum úr landi, eins og Trump talaði í kosningabaráttunni, þá væri fáir eftir í Hollywood og Bandaríkjamenn mundu einungis geta horft á fótbolta og bardagaíþróttir. 

Þá lauk hún ræðu sinni á orðum vinkonu sinnar, Carrie Fisher sem lést á dögunum „Læknum brotið hjarta með því að breyta því í list“. 

Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni hér fyrir neðan - við mælum með. Þvílíkur töffari sem þessi kona er!


Tengdar fréttir






×