Frábær endurkoma Warriors, Celtics óstöðvandi │ Myndbönd Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 09:45 Stephen Curry og félagar notuðu reynsluna gegn ungu liði 76ers vísir/getty Þrátt fyrir að Ben Simmons hafi spilað besta leik ferils síns fyrir Philadelphia 76ers í gærkvöld dugði það ekki til að sigra meistarana í Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta. 76ers byrjuðu leikinn frábærlega og voru með 22 stiga forskot í hálfleik og virtust hafa pálmann í höndum sér. En það má aldrei afskrifa Warriors. Heimamenn unnu þriðja leikhlutann 47-15 og fóru að lokum með átta stiga sigur, 124-116. Simmons skoraði 23 stig, tók átta fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Hjá Warriors var Stephen Curry hins vegar með 35 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar og Kevin Durant setti einnig niður 27 stig. Durant hrósaði Simmons mikið í leikslok. „Ég hef aldrei séð neitt honum líkt áður. Hann virkilega spilar leikstjórnandann. Hæð hans og hraði, og þessi styrkur. Það sést að hann er Ástrali, því hann berst vel og fer í hvaða baráttu sem er.“ Boston Celtics vann 15 leikinn í röð þegar Atlanta Hawks kom í heimsókn. Fyrstu tveir leikir tímabilsins töpuðust hjá Celtics, en síðan þá hefur liðið ekki tapað. Þetta er fimmta lengsta sigurganga Celtics í sögu félagsins, fjórum leikjum frá metinu sem liðið setti tímabilið 2008/09. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir Celtics, en liðið komst fyrst í forystu í þriðja leikhluta eftir að hafa verið 16 stigum undir. Kyrie Irving var stigahæstur í liði Celtics, skoraði 30 stig, tók 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hann var með frábæra nýtingu í leiknum, hitti 10 af 12 skotum sínum, þar af fimm þriggja stiga körfur, og var með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni. Chris Paul er kominn aftur í lið Houston Rockets og liðið er sjóðandi heitt þessa dagana. Paul skoraði 17 stig og gaf sex stoðsendingar í sínum öðrum leik eftir hnémeiðsli þegar Rockets bar sigurðorð af Memphis Grizzlies 105-83. James Harden var stigahæstur í liðið Rockets með 29 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Clippers - Hornets 87-102 Jazz - Magic 125-85 Warriors - 76ers 124-116 Celtics - Hawks 110-99 Rockets - Grizzlies 105-83 Bucks - Mavericks 79-111 Kings - Trail Blazers 90-102 NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Þrátt fyrir að Ben Simmons hafi spilað besta leik ferils síns fyrir Philadelphia 76ers í gærkvöld dugði það ekki til að sigra meistarana í Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta. 76ers byrjuðu leikinn frábærlega og voru með 22 stiga forskot í hálfleik og virtust hafa pálmann í höndum sér. En það má aldrei afskrifa Warriors. Heimamenn unnu þriðja leikhlutann 47-15 og fóru að lokum með átta stiga sigur, 124-116. Simmons skoraði 23 stig, tók átta fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Hjá Warriors var Stephen Curry hins vegar með 35 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar og Kevin Durant setti einnig niður 27 stig. Durant hrósaði Simmons mikið í leikslok. „Ég hef aldrei séð neitt honum líkt áður. Hann virkilega spilar leikstjórnandann. Hæð hans og hraði, og þessi styrkur. Það sést að hann er Ástrali, því hann berst vel og fer í hvaða baráttu sem er.“ Boston Celtics vann 15 leikinn í röð þegar Atlanta Hawks kom í heimsókn. Fyrstu tveir leikir tímabilsins töpuðust hjá Celtics, en síðan þá hefur liðið ekki tapað. Þetta er fimmta lengsta sigurganga Celtics í sögu félagsins, fjórum leikjum frá metinu sem liðið setti tímabilið 2008/09. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir Celtics, en liðið komst fyrst í forystu í þriðja leikhluta eftir að hafa verið 16 stigum undir. Kyrie Irving var stigahæstur í liði Celtics, skoraði 30 stig, tók 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hann var með frábæra nýtingu í leiknum, hitti 10 af 12 skotum sínum, þar af fimm þriggja stiga körfur, og var með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni. Chris Paul er kominn aftur í lið Houston Rockets og liðið er sjóðandi heitt þessa dagana. Paul skoraði 17 stig og gaf sex stoðsendingar í sínum öðrum leik eftir hnémeiðsli þegar Rockets bar sigurðorð af Memphis Grizzlies 105-83. James Harden var stigahæstur í liðið Rockets með 29 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Clippers - Hornets 87-102 Jazz - Magic 125-85 Warriors - 76ers 124-116 Celtics - Hawks 110-99 Rockets - Grizzlies 105-83 Bucks - Mavericks 79-111 Kings - Trail Blazers 90-102
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira