Forstjóri 66° Norður um verðmun: „Mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2017 10:33 Frá verslun 66° Norður í Leifstöð. vísir/andri marinó Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður, segir að það sé eðlilegt að fólk spyrji sig hvers vegna sé svo mikill verðmunur á vörum fyrirtækisins út úr búð hér á landi og svo ef verslað er á evrópskri netverslun. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um mikinn verðmun á úlpu, jakka og vesti frá 66° Norður eftir því hvort vörurnar eru keyptar hér á landi eða í gegnum þýsku vefverslunina Bike24. Helgi segir að ástæðan liggi í því að vefverslunin sé nú að rýma fyrir sumarvörunum og hafi því lækkað verð sín. Það sé því verið að bera saman útsöluverð hjá vefversluninni en venjulegt verð í búð 66° Norður. „Ef þið skoðið síðuna þá stendur „recommended retail price“ og ef við tökum Heklu úlpuna sem dæmi þá er hún á 325 evrur sem eru tæpar 40 þúsund krónur og hún er á 39 þúsund krónur hjá okkur,“ sagði Helgi Rúnar þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu í morgun en á gengi dagsins eru 325 evrur um 36 þúsund krónur. Helgi bendir á að það sé ekki löglegt fyrir 66° Norður að stýra verðum annarra aðila þannig að ef einhver verslun úti í heimi ákveður að selja vörurnar á lægra verði þá er þeim það frjálst. „Þessir aðilar sem eru að selja vörurnar okkar taka sinn hagnað þegar þeir byrja að selja vörurnar. Þetta er þannig í allri fataverslun og svo þegar birgðir sitja eftir þá þarf að losa þær út,“ segir Helgi. Hann viðurkennir þó að þetta sé rosalega mikill munur en samkvæmt úttekt Fréttablaðsins getur verðmunurinn numið allt að 106 prósentum ef vestið Vatnajökull er tekið sem dæmi. „En það sem ber að hafa í huga líka er að við erum að að selja nákvæmlega sama vestið á útsölumarkaðnum hjá okkur í tveimur öðrum litum á 13.500 krónur. Það er þó ekkert óeðlilegt heldur bara mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu og spyrji „hvað er eiginlega í gangi hérna?“ en staðreynd málsins er hins vegar sú að þetta er ekkert öðruvísi hjá okkur,“ segir Helgi. Hlusta má á viðtalið við Helga úr Bítinu í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í verslunum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður, segir að það sé eðlilegt að fólk spyrji sig hvers vegna sé svo mikill verðmunur á vörum fyrirtækisins út úr búð hér á landi og svo ef verslað er á evrópskri netverslun. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um mikinn verðmun á úlpu, jakka og vesti frá 66° Norður eftir því hvort vörurnar eru keyptar hér á landi eða í gegnum þýsku vefverslunina Bike24. Helgi segir að ástæðan liggi í því að vefverslunin sé nú að rýma fyrir sumarvörunum og hafi því lækkað verð sín. Það sé því verið að bera saman útsöluverð hjá vefversluninni en venjulegt verð í búð 66° Norður. „Ef þið skoðið síðuna þá stendur „recommended retail price“ og ef við tökum Heklu úlpuna sem dæmi þá er hún á 325 evrur sem eru tæpar 40 þúsund krónur og hún er á 39 þúsund krónur hjá okkur,“ sagði Helgi Rúnar þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu í morgun en á gengi dagsins eru 325 evrur um 36 þúsund krónur. Helgi bendir á að það sé ekki löglegt fyrir 66° Norður að stýra verðum annarra aðila þannig að ef einhver verslun úti í heimi ákveður að selja vörurnar á lægra verði þá er þeim það frjálst. „Þessir aðilar sem eru að selja vörurnar okkar taka sinn hagnað þegar þeir byrja að selja vörurnar. Þetta er þannig í allri fataverslun og svo þegar birgðir sitja eftir þá þarf að losa þær út,“ segir Helgi. Hann viðurkennir þó að þetta sé rosalega mikill munur en samkvæmt úttekt Fréttablaðsins getur verðmunurinn numið allt að 106 prósentum ef vestið Vatnajökull er tekið sem dæmi. „En það sem ber að hafa í huga líka er að við erum að að selja nákvæmlega sama vestið á útsölumarkaðnum hjá okkur í tveimur öðrum litum á 13.500 krónur. Það er þó ekkert óeðlilegt heldur bara mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu og spyrji „hvað er eiginlega í gangi hérna?“ en staðreynd málsins er hins vegar sú að þetta er ekkert öðruvísi hjá okkur,“ segir Helgi. Hlusta má á viðtalið við Helga úr Bítinu í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í verslunum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í verslunum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. 3. mars 2017 07:00