Forstjóri 66° Norður um verðmun: „Mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2017 10:33 Frá verslun 66° Norður í Leifstöð. vísir/andri marinó Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður, segir að það sé eðlilegt að fólk spyrji sig hvers vegna sé svo mikill verðmunur á vörum fyrirtækisins út úr búð hér á landi og svo ef verslað er á evrópskri netverslun. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um mikinn verðmun á úlpu, jakka og vesti frá 66° Norður eftir því hvort vörurnar eru keyptar hér á landi eða í gegnum þýsku vefverslunina Bike24. Helgi segir að ástæðan liggi í því að vefverslunin sé nú að rýma fyrir sumarvörunum og hafi því lækkað verð sín. Það sé því verið að bera saman útsöluverð hjá vefversluninni en venjulegt verð í búð 66° Norður. „Ef þið skoðið síðuna þá stendur „recommended retail price“ og ef við tökum Heklu úlpuna sem dæmi þá er hún á 325 evrur sem eru tæpar 40 þúsund krónur og hún er á 39 þúsund krónur hjá okkur,“ sagði Helgi Rúnar þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu í morgun en á gengi dagsins eru 325 evrur um 36 þúsund krónur. Helgi bendir á að það sé ekki löglegt fyrir 66° Norður að stýra verðum annarra aðila þannig að ef einhver verslun úti í heimi ákveður að selja vörurnar á lægra verði þá er þeim það frjálst. „Þessir aðilar sem eru að selja vörurnar okkar taka sinn hagnað þegar þeir byrja að selja vörurnar. Þetta er þannig í allri fataverslun og svo þegar birgðir sitja eftir þá þarf að losa þær út,“ segir Helgi. Hann viðurkennir þó að þetta sé rosalega mikill munur en samkvæmt úttekt Fréttablaðsins getur verðmunurinn numið allt að 106 prósentum ef vestið Vatnajökull er tekið sem dæmi. „En það sem ber að hafa í huga líka er að við erum að að selja nákvæmlega sama vestið á útsölumarkaðnum hjá okkur í tveimur öðrum litum á 13.500 krónur. Það er þó ekkert óeðlilegt heldur bara mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu og spyrji „hvað er eiginlega í gangi hérna?“ en staðreynd málsins er hins vegar sú að þetta er ekkert öðruvísi hjá okkur,“ segir Helgi. Hlusta má á viðtalið við Helga úr Bítinu í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í verslunum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður, segir að það sé eðlilegt að fólk spyrji sig hvers vegna sé svo mikill verðmunur á vörum fyrirtækisins út úr búð hér á landi og svo ef verslað er á evrópskri netverslun. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um mikinn verðmun á úlpu, jakka og vesti frá 66° Norður eftir því hvort vörurnar eru keyptar hér á landi eða í gegnum þýsku vefverslunina Bike24. Helgi segir að ástæðan liggi í því að vefverslunin sé nú að rýma fyrir sumarvörunum og hafi því lækkað verð sín. Það sé því verið að bera saman útsöluverð hjá vefversluninni en venjulegt verð í búð 66° Norður. „Ef þið skoðið síðuna þá stendur „recommended retail price“ og ef við tökum Heklu úlpuna sem dæmi þá er hún á 325 evrur sem eru tæpar 40 þúsund krónur og hún er á 39 þúsund krónur hjá okkur,“ sagði Helgi Rúnar þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu í morgun en á gengi dagsins eru 325 evrur um 36 þúsund krónur. Helgi bendir á að það sé ekki löglegt fyrir 66° Norður að stýra verðum annarra aðila þannig að ef einhver verslun úti í heimi ákveður að selja vörurnar á lægra verði þá er þeim það frjálst. „Þessir aðilar sem eru að selja vörurnar okkar taka sinn hagnað þegar þeir byrja að selja vörurnar. Þetta er þannig í allri fataverslun og svo þegar birgðir sitja eftir þá þarf að losa þær út,“ segir Helgi. Hann viðurkennir þó að þetta sé rosalega mikill munur en samkvæmt úttekt Fréttablaðsins getur verðmunurinn numið allt að 106 prósentum ef vestið Vatnajökull er tekið sem dæmi. „En það sem ber að hafa í huga líka er að við erum að að selja nákvæmlega sama vestið á útsölumarkaðnum hjá okkur í tveimur öðrum litum á 13.500 krónur. Það er þó ekkert óeðlilegt heldur bara mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu og spyrji „hvað er eiginlega í gangi hérna?“ en staðreynd málsins er hins vegar sú að þetta er ekkert öðruvísi hjá okkur,“ segir Helgi. Hlusta má á viðtalið við Helga úr Bítinu í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í verslunum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í verslunum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. 3. mars 2017 07:00