Azazo tekið til gjaldþrotaskipta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. október 2017 06:00 Rekstur Azazo var keyptur út úr þrotabúinu. vísir/ernir Hugbúnaðarfyrirtækið Azazo var tekið til gjaldþrotaskipta í fyrradag. Félag í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA) keypti rekstur fyrirtækisins úr þrotabúinu. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í síðustu viku að eignir fyrirtækisins hefðu verið kyrrsettar og það sett í gjörgæslu. Brynja Guðmundsdóttir, stofnandi Azazo og fyrrverandi forstjóri, lagði fram kyrrsetningarbeiðni um miðjan síðasta mánuð til tryggingar launakröfu sem hún telur sig eiga á félagið. Líkt og áður segir var rekstur fyrirtækisins keyptur úr þrotabúinu af félagi í eigu NSA. Sjóðurinn var stærsti hluthafi hins fallna fyrirtækis. Fasteignir hafi hins vegar orðið eftir í þrotabúinu. „Azazo er mjög óvenjulegt fyrirtæki sem býður upp á hugbúnaðarlausnir sem margar stofnanir og fyrirtæki eru mjög háð. Megintilgangurinn með ákvörðuninni var að forða þeim hagsmunum sem hefðu getað glatast,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Azazo og fulltrúi NSA í stjórninni. Aðilaskipti urðu að rekstrinum í gær og mun ríflega helmingur starfsfólks fyrirtækisins halda starfi sínu. Kaupverð er trúnaðarmál en Friðrik segir að það hafi verið sannvirði. Miðað við aðstæður hafi það verið ásættanlegt fyrir báða aðila. „Með fyrirtæki sem þetta þá þarf að bregðast hratt við. Verðmæti hefðu getað glatast á einum degi. Enginn hefði verið í forsvari fyrir félagið nema slitastjórnin sem hefði aldrei rekið félagið sjálf,“ segir Friðrik. „Aðalatriðið var að koma rekstrinum í skjól.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Azazo fengið 154 milljónir frá ríkinu Áhættufjárfestingarsjóðurinn NSA hefur sett alls 154 milljónir í fjárfestingu sína í hugbúnaðarfyrirtækinu Azazo. Fór inn í hluthafahópinn árið 2009 en stjórnendur fyrirtækisins reyna að forða því frá gjaldþroti. 30. september 2017 06:00 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið Azazo var tekið til gjaldþrotaskipta í fyrradag. Félag í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA) keypti rekstur fyrirtækisins úr þrotabúinu. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í síðustu viku að eignir fyrirtækisins hefðu verið kyrrsettar og það sett í gjörgæslu. Brynja Guðmundsdóttir, stofnandi Azazo og fyrrverandi forstjóri, lagði fram kyrrsetningarbeiðni um miðjan síðasta mánuð til tryggingar launakröfu sem hún telur sig eiga á félagið. Líkt og áður segir var rekstur fyrirtækisins keyptur úr þrotabúinu af félagi í eigu NSA. Sjóðurinn var stærsti hluthafi hins fallna fyrirtækis. Fasteignir hafi hins vegar orðið eftir í þrotabúinu. „Azazo er mjög óvenjulegt fyrirtæki sem býður upp á hugbúnaðarlausnir sem margar stofnanir og fyrirtæki eru mjög háð. Megintilgangurinn með ákvörðuninni var að forða þeim hagsmunum sem hefðu getað glatast,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Azazo og fulltrúi NSA í stjórninni. Aðilaskipti urðu að rekstrinum í gær og mun ríflega helmingur starfsfólks fyrirtækisins halda starfi sínu. Kaupverð er trúnaðarmál en Friðrik segir að það hafi verið sannvirði. Miðað við aðstæður hafi það verið ásættanlegt fyrir báða aðila. „Með fyrirtæki sem þetta þá þarf að bregðast hratt við. Verðmæti hefðu getað glatast á einum degi. Enginn hefði verið í forsvari fyrir félagið nema slitastjórnin sem hefði aldrei rekið félagið sjálf,“ segir Friðrik. „Aðalatriðið var að koma rekstrinum í skjól.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Azazo fengið 154 milljónir frá ríkinu Áhættufjárfestingarsjóðurinn NSA hefur sett alls 154 milljónir í fjárfestingu sína í hugbúnaðarfyrirtækinu Azazo. Fór inn í hluthafahópinn árið 2009 en stjórnendur fyrirtækisins reyna að forða því frá gjaldþroti. 30. september 2017 06:00 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Azazo fengið 154 milljónir frá ríkinu Áhættufjárfestingarsjóðurinn NSA hefur sett alls 154 milljónir í fjárfestingu sína í hugbúnaðarfyrirtækinu Azazo. Fór inn í hluthafahópinn árið 2009 en stjórnendur fyrirtækisins reyna að forða því frá gjaldþroti. 30. september 2017 06:00