Íslenska auglýsingastofan vinnur alþjóðlega samkeppni Sæunn Gísladóttir skrifar 10. apríl 2017 10:21 Íslandsstofa efndi nýverið til alþjóðlegrar samkeppni um áframhaldandi vinnu vegna verkefnisins Ísland allt árið / Inspired by Iceland. Mynd/Íslandsstofa Íslenska auglýsingastofan vann á dögunum alþjóðlega samkeppni um verkefnið Inspired by Iceland. Fram kemur í tilkynningu að Íslandsstofa efndi nýverið til alþjóðlegrar samkeppni um áframhaldandi vinnu vegna verkefnisins Ísland allt árið / Inspired by Iceland sem fól í sér hugmyndir og stefnumörkun vegna kynningar, almannatengsla, hönnunar og framleiðslu markaðsefnis undir merkjum Inspired by Iceland. Íslandsstofa óskaði eftir tillögum að áframhaldandi markaðsstarfi í janúar 2017 og var samkeppnin opin stofum um heim allan í samræmi við útboðsreglur Ríkiskaupa. Þrír aðilar buðu í verkið, þeirra á meðal alþjóðlegu stofurnar MC Group og TBWA London í samstarfi við Pipar Media í Reykjavík. Var niðurstaða dómnefndar afgerandi; Íslensku auglýsingastofunni og The Brooklyn Brothers í vil, sem munu því halda merkjum Íslands á lofti næstu þrjú árin. Íslenska auglýsingastofan og The Brooklyn Brothers í London hafa unnið að verkefninu Inspired by Iceland í samstarfi við Íslandsstofu síðan árið 2010. Herferðirnar hafa unnið til fjölmargra verðlauna, bæði hér heima og erlendis og er Inspired by Iceland nú orðin verðlaunaðasta ferðaþjónustuherferðin í heiminum. Nú síðast vann Ask Guðmundur fern gullverðlaun á Euro Effie hátíðinni auk Grand prix verðlauna og Iceland Academy hlaut íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn, í flokkunum Herferð ársins og Stafrænar auglýsingar. Auk þess hefur Inspired by Iceland hlotnast sá heiður að vinna tvenn gullverðlaun á Cannes Lion hátíðinni, svo eitthvað sé nefnt. Í heildina hefur herferðin því unnið yfir 20 gull og Grand Prix verðlaun á síðustu 5 árum, þá ekki talin önnur verðlaun sem herferðin hefur unnið. Ísland – allt árið er samstarfsverkefni stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um samþætta markaðssetningu fyrir Ísland sem áfangastað undir merkjum Inspired by Iceland. Íslandsstofa annast framkvæmd verkefnisins. Markmið Inspired by Iceland landkynningarátaksins hefur verið að auka vitund um Ísland sem heilsársáfangastaðar. Eins er markmið að draga úr árstíðartengdum sveiflum í greininni, hvetja ferðamenn til þess að ferðast víðar um landið, og ýta um leið undir ábyrga hegðun þeirra ferðamanna sem til landsins koma. Fyrri útfærslur Inspired by Iceland, Honorary Islander, Iceland by another name og Share the Secret, hafa því átt stóran þátt í því að gera Ísland að aðlaðandi áfangastað jafnt um sumar sem vetur. Ímark Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Íslenska auglýsingastofan vann á dögunum alþjóðlega samkeppni um verkefnið Inspired by Iceland. Fram kemur í tilkynningu að Íslandsstofa efndi nýverið til alþjóðlegrar samkeppni um áframhaldandi vinnu vegna verkefnisins Ísland allt árið / Inspired by Iceland sem fól í sér hugmyndir og stefnumörkun vegna kynningar, almannatengsla, hönnunar og framleiðslu markaðsefnis undir merkjum Inspired by Iceland. Íslandsstofa óskaði eftir tillögum að áframhaldandi markaðsstarfi í janúar 2017 og var samkeppnin opin stofum um heim allan í samræmi við útboðsreglur Ríkiskaupa. Þrír aðilar buðu í verkið, þeirra á meðal alþjóðlegu stofurnar MC Group og TBWA London í samstarfi við Pipar Media í Reykjavík. Var niðurstaða dómnefndar afgerandi; Íslensku auglýsingastofunni og The Brooklyn Brothers í vil, sem munu því halda merkjum Íslands á lofti næstu þrjú árin. Íslenska auglýsingastofan og The Brooklyn Brothers í London hafa unnið að verkefninu Inspired by Iceland í samstarfi við Íslandsstofu síðan árið 2010. Herferðirnar hafa unnið til fjölmargra verðlauna, bæði hér heima og erlendis og er Inspired by Iceland nú orðin verðlaunaðasta ferðaþjónustuherferðin í heiminum. Nú síðast vann Ask Guðmundur fern gullverðlaun á Euro Effie hátíðinni auk Grand prix verðlauna og Iceland Academy hlaut íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn, í flokkunum Herferð ársins og Stafrænar auglýsingar. Auk þess hefur Inspired by Iceland hlotnast sá heiður að vinna tvenn gullverðlaun á Cannes Lion hátíðinni, svo eitthvað sé nefnt. Í heildina hefur herferðin því unnið yfir 20 gull og Grand Prix verðlaun á síðustu 5 árum, þá ekki talin önnur verðlaun sem herferðin hefur unnið. Ísland – allt árið er samstarfsverkefni stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um samþætta markaðssetningu fyrir Ísland sem áfangastað undir merkjum Inspired by Iceland. Íslandsstofa annast framkvæmd verkefnisins. Markmið Inspired by Iceland landkynningarátaksins hefur verið að auka vitund um Ísland sem heilsársáfangastaðar. Eins er markmið að draga úr árstíðartengdum sveiflum í greininni, hvetja ferðamenn til þess að ferðast víðar um landið, og ýta um leið undir ábyrga hegðun þeirra ferðamanna sem til landsins koma. Fyrri útfærslur Inspired by Iceland, Honorary Islander, Iceland by another name og Share the Secret, hafa því átt stóran þátt í því að gera Ísland að aðlaðandi áfangastað jafnt um sumar sem vetur.
Ímark Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira