Sérstakir skattar minnka virði bankanna um allt að 280 milljarða Hörður Ægisson skrifar 8. mars 2017 08:00 Landsbankinn er að 98 prósenta hluta í eigu ríkisins og nam eigið fé bankans 251 milljarði í árslok 2016. Þeir sérstöku skattar sem leggjast á íslensk fjármálafyrirtæki munu að óbreyttu rýra heildarvirði bankakerfisins um allt að 280 milljarða króna. Verði hins vegar af áformum stjórnvalda um lækkun svonefnds bankaskatts í þrepum á árunum 2020 til 2023 – skatthlutfallið á skuldir fjármálastofnana lækki þá úr 0,376% í 0,145% – þá nemur virðisrýrnunin tæplega 150 milljörðum króna. Þetta kemur fram í útreikningum sem birtast í Hnotskurn, fyrsta ritinu í nýrri ritröð Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), en á árinu 2016 námu greiðslur íslenskra fjármálafyrirtækja vegna sérstakra skatta samtals um 15 milljörðum. „Ekkert Evrópuríki hefur lagt á bankaskatt, skatt á launagreiðslur og viðbótarskatt á hagnað fjármálafyrirtækja eins og gert hefur verið hér á landi,“ segir í ritinu, en höfundur þess er Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF. Þessir þrír skattar skiluðu um tveimur prósentum af heildartekjum ríkissjóðs í fyrra og samsvara um 0,6 prósentum af landsframleiðslu Íslands. Mestu munar um bankaskattinn en hann er um tíu sinnum hærri hér á landi en almennt tíðkast hjá þeim Evrópulöndum sem á annað borð leggja á slíkan skatt.Íslenska ríkið fer með eignarhald á stærstum hluta fjármálakerfisins en miðað við núverandi eigið fé bankanna nemur samanlagður eiginfjárhlutur ríkisins í stóru bönkunum þremur um 480 milljörðum. Samkvæmt nýbirtum drögum að eigendastefnu fyrir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins stendur til, þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi, að selja 13 prósenta hlut í Arion banka og 100 prósent í Íslandsbanka en halda eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Fyrirséð er að endurheimtur ríkissjóðs verða umtalsvert minni en ella við fyrirhugaða sölu á bönkunum vegna sérstöku skattanna sem þeir greiða enda hafa skattarnir þau áhrif að minnka verulega arðsemi af rekstri.Skatturinn hækkaður 2013 Í riti SFF er bent á að enginn af þeim sérstöku sköttum sem nú gilda um fjármálafyrirtæki er tímabundinn. Bankaskatturinn, sem leggst á skuldir fjármálastofnana, var síðast hækkaður úr 0,041 prósenti í 0,376 prósent árið 2013 til að standa straum af kostnaði við leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána og um leið var undanþága slitabúa gömlu bankanna til að greiða skattinn afnumin. Í ríkisfjármálaáætlun sem var afgreidd á Alþingi á síðasta ári kom fram að hefja ætti lækkun bankaskattsins á árinu 2020 í fjórum áföngum niður í 0,145 prósent. Þessi áform hafa þó ekki verið lögfest. Í greiningu Yngva er með tvennum hætti lagt mat á þau áhrif sem hinir sérstöku skattar hafa á virði bankanna. Annars vegar er gengið út frá því að þessir skattar verði til staðar ótímabundið og hins vegar er miðað við að bankaskatturinn lækki í þrepum frá og með 2020 í samræmi við ríkisfjármálaáætlun. Aðferðin sem er notuð felst í því að núvirða áætlaðar skattgreiðslur bankanna og að greiðslurnar haldist óbreyttar frá því sem þær voru árið 2016. Við núvirðinguna er stuðst við ávöxtunarkröfu á löngum óverðtryggðum ríkisskuldabréfum, sem nú er um 5,1 prósent.Samkvæmt þeim niðurstöðum sem kynntar eru í ritinu gætu áhrif sérstakra skatta á virði bankanna verið á bilinu 148 til 276 milljarðar króna. Til samanburðar nam bókfært eigið fé bankanna um 700 milljörðum í árslok 2016. Yngvi Örn bendir á það í ritinu að ef áform stjórnvalda ganga eftir, að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins í 0,145 prósent, sem neðri mörkin miðast við, þá er það hlutfall nærri því sem gert er ráð fyrir að bankar og önnur fjármálafyrirtæki greiði til skilameðferðarsjóða innan ESB fram til ársins 2023.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Þeir sérstöku skattar sem leggjast á íslensk fjármálafyrirtæki munu að óbreyttu rýra heildarvirði bankakerfisins um allt að 280 milljarða króna. Verði hins vegar af áformum stjórnvalda um lækkun svonefnds bankaskatts í þrepum á árunum 2020 til 2023 – skatthlutfallið á skuldir fjármálastofnana lækki þá úr 0,376% í 0,145% – þá nemur virðisrýrnunin tæplega 150 milljörðum króna. Þetta kemur fram í útreikningum sem birtast í Hnotskurn, fyrsta ritinu í nýrri ritröð Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), en á árinu 2016 námu greiðslur íslenskra fjármálafyrirtækja vegna sérstakra skatta samtals um 15 milljörðum. „Ekkert Evrópuríki hefur lagt á bankaskatt, skatt á launagreiðslur og viðbótarskatt á hagnað fjármálafyrirtækja eins og gert hefur verið hér á landi,“ segir í ritinu, en höfundur þess er Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF. Þessir þrír skattar skiluðu um tveimur prósentum af heildartekjum ríkissjóðs í fyrra og samsvara um 0,6 prósentum af landsframleiðslu Íslands. Mestu munar um bankaskattinn en hann er um tíu sinnum hærri hér á landi en almennt tíðkast hjá þeim Evrópulöndum sem á annað borð leggja á slíkan skatt.Íslenska ríkið fer með eignarhald á stærstum hluta fjármálakerfisins en miðað við núverandi eigið fé bankanna nemur samanlagður eiginfjárhlutur ríkisins í stóru bönkunum þremur um 480 milljörðum. Samkvæmt nýbirtum drögum að eigendastefnu fyrir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins stendur til, þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi, að selja 13 prósenta hlut í Arion banka og 100 prósent í Íslandsbanka en halda eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Fyrirséð er að endurheimtur ríkissjóðs verða umtalsvert minni en ella við fyrirhugaða sölu á bönkunum vegna sérstöku skattanna sem þeir greiða enda hafa skattarnir þau áhrif að minnka verulega arðsemi af rekstri.Skatturinn hækkaður 2013 Í riti SFF er bent á að enginn af þeim sérstöku sköttum sem nú gilda um fjármálafyrirtæki er tímabundinn. Bankaskatturinn, sem leggst á skuldir fjármálastofnana, var síðast hækkaður úr 0,041 prósenti í 0,376 prósent árið 2013 til að standa straum af kostnaði við leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána og um leið var undanþága slitabúa gömlu bankanna til að greiða skattinn afnumin. Í ríkisfjármálaáætlun sem var afgreidd á Alþingi á síðasta ári kom fram að hefja ætti lækkun bankaskattsins á árinu 2020 í fjórum áföngum niður í 0,145 prósent. Þessi áform hafa þó ekki verið lögfest. Í greiningu Yngva er með tvennum hætti lagt mat á þau áhrif sem hinir sérstöku skattar hafa á virði bankanna. Annars vegar er gengið út frá því að þessir skattar verði til staðar ótímabundið og hins vegar er miðað við að bankaskatturinn lækki í þrepum frá og með 2020 í samræmi við ríkisfjármálaáætlun. Aðferðin sem er notuð felst í því að núvirða áætlaðar skattgreiðslur bankanna og að greiðslurnar haldist óbreyttar frá því sem þær voru árið 2016. Við núvirðinguna er stuðst við ávöxtunarkröfu á löngum óverðtryggðum ríkisskuldabréfum, sem nú er um 5,1 prósent.Samkvæmt þeim niðurstöðum sem kynntar eru í ritinu gætu áhrif sérstakra skatta á virði bankanna verið á bilinu 148 til 276 milljarðar króna. Til samanburðar nam bókfært eigið fé bankanna um 700 milljörðum í árslok 2016. Yngvi Örn bendir á það í ritinu að ef áform stjórnvalda ganga eftir, að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins í 0,145 prósent, sem neðri mörkin miðast við, þá er það hlutfall nærri því sem gert er ráð fyrir að bankar og önnur fjármálafyrirtæki greiði til skilameðferðarsjóða innan ESB fram til ársins 2023.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira