Engin lausn að lána fólki meira fé Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. október 2017 06:00 Íbúðaverð hefur hækkað um níutíu prósent á höfuðborgarsvæðinu á síðustu sjö árum. Ástæðan er fyrst og fremst mikill og viðvarandi skortur á framboði íbúðarhúsnæðis í kjölfar hrunsins 2008. Vísir/Anton Brink Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að fasteignaverð sem hlutfall af byggingarkostnaði nálgist nú sögulegar hæðir. Það sé ákall til verktaka um að byggja fleiri íbúðir. „Það mun koma töluvert framboð á fasteignamarkaðinn á næstu árum. Ég hef enga trú á öðru en að verktakar muni svara þessari miklu eftirspurn,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. Hann mun ræða stöðuna á fasteignamarkaði á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á morgun, föstudag. Ásgeir bendir á að á sama tíma og stórir árgangar ungs fólks hafi komið inn á fasteignamarkaðinn hafi framleiðslugeta í byggingariðnaði skroppið saman eftir fall fjármálakerfisins 2008. Vanalega hafi verið byggðar um 1.000 til 1.500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á ári – og fóru þær raunar í hátt í 2.500 á árunum fyrir hrun - en í kjölfar hrunsins hafi orðið nær algert hlé á nýbyggingum. Markaðurinn hafi vart verið með lífsmarki allt fram til ársins 2014.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslandsvísir/GVA„Það gekk mun hægar að blása lífi í byggingariðnaðinn en menn bjuggust við. Mörg verktakafyrirtæki fóru auðvitað illa út úr hruninu og þá hefur athyglin einkum beinst að hótelframkvæmdum, en ekki uppbyggingu íbúða. Það er ástæðan fyrir þessum skorti.“ Erfitt sé fyrir stjórnmálamenn að ætla að bjarga málunum. Vandamálið sé einfaldlega ónógt framboð. „Það er engin lausn að ætla að lána fólki meiri pening til þess að kaupa sér íbúð, eins og gert var á árunum fyrir hrun. Því ef framboðið eykst ekki mun aukið lánsfjármagn aðeins leiða til þess að fleiri peningar elta sama fjölda íbúða og verðið hækkar þá bara meira.“ Ásgeir tekur fram að í ljósi þess að fasteignaverð, á mælikvarða byggingarkostnaðar, stefni nú í sögulegar hæðir sé fyrir hendi mikill hvati fyrir verktaka til þess að byggja fleiri íbúðir. Þær íbúðir muni væntanlega skila sér á markaðinn eftir fáein ár. „Engu að síður er mikilvægt að verktakar geri sér ekki vonir um að fasteignaverð haldi áfram að hækka. Það er ekki endilega víst að það gerist. Það veltur mikið á launaþróuninni og margir eru nú reynslunni ríkari eftir sveiflur síðustu ára og vilja ekki lenda í því að kaupa á toppnum. Um leið og hægir á launahækkunum mun hægja á fasteignaverðshækkunum. Og eins og sakir standa er lítið ef nokkurt svigrúm til launahækkana.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að fasteignaverð sem hlutfall af byggingarkostnaði nálgist nú sögulegar hæðir. Það sé ákall til verktaka um að byggja fleiri íbúðir. „Það mun koma töluvert framboð á fasteignamarkaðinn á næstu árum. Ég hef enga trú á öðru en að verktakar muni svara þessari miklu eftirspurn,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. Hann mun ræða stöðuna á fasteignamarkaði á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á morgun, föstudag. Ásgeir bendir á að á sama tíma og stórir árgangar ungs fólks hafi komið inn á fasteignamarkaðinn hafi framleiðslugeta í byggingariðnaði skroppið saman eftir fall fjármálakerfisins 2008. Vanalega hafi verið byggðar um 1.000 til 1.500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á ári – og fóru þær raunar í hátt í 2.500 á árunum fyrir hrun - en í kjölfar hrunsins hafi orðið nær algert hlé á nýbyggingum. Markaðurinn hafi vart verið með lífsmarki allt fram til ársins 2014.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslandsvísir/GVA„Það gekk mun hægar að blása lífi í byggingariðnaðinn en menn bjuggust við. Mörg verktakafyrirtæki fóru auðvitað illa út úr hruninu og þá hefur athyglin einkum beinst að hótelframkvæmdum, en ekki uppbyggingu íbúða. Það er ástæðan fyrir þessum skorti.“ Erfitt sé fyrir stjórnmálamenn að ætla að bjarga málunum. Vandamálið sé einfaldlega ónógt framboð. „Það er engin lausn að ætla að lána fólki meiri pening til þess að kaupa sér íbúð, eins og gert var á árunum fyrir hrun. Því ef framboðið eykst ekki mun aukið lánsfjármagn aðeins leiða til þess að fleiri peningar elta sama fjölda íbúða og verðið hækkar þá bara meira.“ Ásgeir tekur fram að í ljósi þess að fasteignaverð, á mælikvarða byggingarkostnaðar, stefni nú í sögulegar hæðir sé fyrir hendi mikill hvati fyrir verktaka til þess að byggja fleiri íbúðir. Þær íbúðir muni væntanlega skila sér á markaðinn eftir fáein ár. „Engu að síður er mikilvægt að verktakar geri sér ekki vonir um að fasteignaverð haldi áfram að hækka. Það er ekki endilega víst að það gerist. Það veltur mikið á launaþróuninni og margir eru nú reynslunni ríkari eftir sveiflur síðustu ára og vilja ekki lenda í því að kaupa á toppnum. Um leið og hægir á launahækkunum mun hægja á fasteignaverðshækkunum. Og eins og sakir standa er lítið ef nokkurt svigrúm til launahækkana.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira