Engin lausn að lána fólki meira fé Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. október 2017 06:00 Íbúðaverð hefur hækkað um níutíu prósent á höfuðborgarsvæðinu á síðustu sjö árum. Ástæðan er fyrst og fremst mikill og viðvarandi skortur á framboði íbúðarhúsnæðis í kjölfar hrunsins 2008. Vísir/Anton Brink Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að fasteignaverð sem hlutfall af byggingarkostnaði nálgist nú sögulegar hæðir. Það sé ákall til verktaka um að byggja fleiri íbúðir. „Það mun koma töluvert framboð á fasteignamarkaðinn á næstu árum. Ég hef enga trú á öðru en að verktakar muni svara þessari miklu eftirspurn,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. Hann mun ræða stöðuna á fasteignamarkaði á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á morgun, föstudag. Ásgeir bendir á að á sama tíma og stórir árgangar ungs fólks hafi komið inn á fasteignamarkaðinn hafi framleiðslugeta í byggingariðnaði skroppið saman eftir fall fjármálakerfisins 2008. Vanalega hafi verið byggðar um 1.000 til 1.500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á ári – og fóru þær raunar í hátt í 2.500 á árunum fyrir hrun - en í kjölfar hrunsins hafi orðið nær algert hlé á nýbyggingum. Markaðurinn hafi vart verið með lífsmarki allt fram til ársins 2014.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslandsvísir/GVA„Það gekk mun hægar að blása lífi í byggingariðnaðinn en menn bjuggust við. Mörg verktakafyrirtæki fóru auðvitað illa út úr hruninu og þá hefur athyglin einkum beinst að hótelframkvæmdum, en ekki uppbyggingu íbúða. Það er ástæðan fyrir þessum skorti.“ Erfitt sé fyrir stjórnmálamenn að ætla að bjarga málunum. Vandamálið sé einfaldlega ónógt framboð. „Það er engin lausn að ætla að lána fólki meiri pening til þess að kaupa sér íbúð, eins og gert var á árunum fyrir hrun. Því ef framboðið eykst ekki mun aukið lánsfjármagn aðeins leiða til þess að fleiri peningar elta sama fjölda íbúða og verðið hækkar þá bara meira.“ Ásgeir tekur fram að í ljósi þess að fasteignaverð, á mælikvarða byggingarkostnaðar, stefni nú í sögulegar hæðir sé fyrir hendi mikill hvati fyrir verktaka til þess að byggja fleiri íbúðir. Þær íbúðir muni væntanlega skila sér á markaðinn eftir fáein ár. „Engu að síður er mikilvægt að verktakar geri sér ekki vonir um að fasteignaverð haldi áfram að hækka. Það er ekki endilega víst að það gerist. Það veltur mikið á launaþróuninni og margir eru nú reynslunni ríkari eftir sveiflur síðustu ára og vilja ekki lenda í því að kaupa á toppnum. Um leið og hægir á launahækkunum mun hægja á fasteignaverðshækkunum. Og eins og sakir standa er lítið ef nokkurt svigrúm til launahækkana.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að fasteignaverð sem hlutfall af byggingarkostnaði nálgist nú sögulegar hæðir. Það sé ákall til verktaka um að byggja fleiri íbúðir. „Það mun koma töluvert framboð á fasteignamarkaðinn á næstu árum. Ég hef enga trú á öðru en að verktakar muni svara þessari miklu eftirspurn,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. Hann mun ræða stöðuna á fasteignamarkaði á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á morgun, föstudag. Ásgeir bendir á að á sama tíma og stórir árgangar ungs fólks hafi komið inn á fasteignamarkaðinn hafi framleiðslugeta í byggingariðnaði skroppið saman eftir fall fjármálakerfisins 2008. Vanalega hafi verið byggðar um 1.000 til 1.500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á ári – og fóru þær raunar í hátt í 2.500 á árunum fyrir hrun - en í kjölfar hrunsins hafi orðið nær algert hlé á nýbyggingum. Markaðurinn hafi vart verið með lífsmarki allt fram til ársins 2014.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslandsvísir/GVA„Það gekk mun hægar að blása lífi í byggingariðnaðinn en menn bjuggust við. Mörg verktakafyrirtæki fóru auðvitað illa út úr hruninu og þá hefur athyglin einkum beinst að hótelframkvæmdum, en ekki uppbyggingu íbúða. Það er ástæðan fyrir þessum skorti.“ Erfitt sé fyrir stjórnmálamenn að ætla að bjarga málunum. Vandamálið sé einfaldlega ónógt framboð. „Það er engin lausn að ætla að lána fólki meiri pening til þess að kaupa sér íbúð, eins og gert var á árunum fyrir hrun. Því ef framboðið eykst ekki mun aukið lánsfjármagn aðeins leiða til þess að fleiri peningar elta sama fjölda íbúða og verðið hækkar þá bara meira.“ Ásgeir tekur fram að í ljósi þess að fasteignaverð, á mælikvarða byggingarkostnaðar, stefni nú í sögulegar hæðir sé fyrir hendi mikill hvati fyrir verktaka til þess að byggja fleiri íbúðir. Þær íbúðir muni væntanlega skila sér á markaðinn eftir fáein ár. „Engu að síður er mikilvægt að verktakar geri sér ekki vonir um að fasteignaverð haldi áfram að hækka. Það er ekki endilega víst að það gerist. Það veltur mikið á launaþróuninni og margir eru nú reynslunni ríkari eftir sveiflur síðustu ára og vilja ekki lenda í því að kaupa á toppnum. Um leið og hægir á launahækkunum mun hægja á fasteignaverðshækkunum. Og eins og sakir standa er lítið ef nokkurt svigrúm til launahækkana.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira