Urðum alltaf betri og betri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2017 06:00 Það var mikil gleði hjá leikmönnum Álaborgar er bikarinn fór á loft. fréttablaðið/getty Íslendingaliðið Aalborg varð á sunnudaginn danskur meistari í handbolta eftir öruggan sigur á Skjern, 25-32, í seinni leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Liðin skildu jöfn, 26-26, í fyrri leiknum á heimavelli Aalborg. Aron Kristjánsson er þjálfari Aalborg og með liðinu leika þrír íslenskir landsliðsmenn; Arnór Atlason, Stefán Rafn Sigurmannsson og Janus Daði Smárason. „Þetta er frábært og ég er mjög ánægður að hafa náð að klára titilinn með frekar ungt lið. Við vorum stöðugir á tímabilinu og það var æðislegt að ná að klára þetta í lokin,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. Aalborg var með yfirhöndina í seinni úrslitaleiknum og leiddi allan tímann. Staðan í hálfleik var 10-14 en Skjern minnkaði muninn í eitt mark, 16-17, þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá gaf Aalborg aftur í og vann að lokum öruggan sigur. „Við vorum líka betri aðilinn í fyrri leiknum en þeir komu sér inn í hann með því að spila með sjö menn í sókn. Jafnteflið gerði það að verkum að bæði lið gátu tryggt sér titilinn og seinni leikurinn bar þess merki. Við mættum gríðarlega ákveðnir til leiks og gerðum þetta vel,“ sagði Aron sem fagnaði titlinum á sínum gamla heimavelli. Hafnfirðingurinn lék á sínum tíma með Skjern og var hluti af eina meistaraliði félagsins árið 1999. Hann er ekki óvanur því að vinna titla í Danmörku. Aron gerði Kolding að dönskum meistara 2014 og 2015 og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili hjá Aalborg. Aron hefur því þjálfað þrjú af síðustu fjórum meistaraliðum í Danmörku. Auk þess gerði hann Hauka þrívegis að Íslandsmeisturum og hefur því unnið sex landstitla sem þjálfari. „Fyrir tímabilið var markmið félagsins að vera í toppbaráttunni og vera meðal fjögurra efstu liðanna. En við vissum að ef þetta myndi smella hjá okkur gætum við farið alla leið og það tókst. Við urðum betri og betri eftir því leið á veturinn,“ sagði Aron. Að hans sögn var Aalborg ekki talið sigurstranglegast fyrir tímabilið. „Kolding, Bjerringbro/Silkeborg og Skjern voru talin líklegri. En í Kolding vorum við taldir sigurstranglegastir. Á þann hátt er þetta öðruvísi. Aalborg er með frekar ungt lið og margir að vinna sinn fyrsta titil í stóru hlutverki,“ sagði Aron. Íslendingarnir þrír höfðu þó allir unnið titla áður á sínum ferli. Aron var ánægður með frammistöðu Janusar Daða sem kom til Aalborg eftir HM í Frakklandi. Selfyssingurinn var öflugur í úrslitaleikjunum þar sem hann skoraði samtals sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar. „Mér hefur fundist hann standa sig mjög vel. Við byrjuðum á að nota hann talsvert í hægri skyttustöðunni, bæði í vörn og sókn. Smátt og smátt færðist hann svo meira inn á miðjuna,“ sagði Aron. Arnór og Stefán Rafn spiluðu minna í úrslitaeinvíginu. „Stebbi hefur verið meiddur og nánast ekkert getað æft. Hann var í liðinu til öryggis til að draga úr álaginu á hinn hornamanninn. Arnór spilaði 30-40 mínútur í fyrri leiknum en ekkert í þeim seinni,“ sagði Aron og bætti því við að reynsla Arnórs hefði reynst ungu liði Aalborg mikilvæg í vetur. Handbolti Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira
Íslendingaliðið Aalborg varð á sunnudaginn danskur meistari í handbolta eftir öruggan sigur á Skjern, 25-32, í seinni leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Liðin skildu jöfn, 26-26, í fyrri leiknum á heimavelli Aalborg. Aron Kristjánsson er þjálfari Aalborg og með liðinu leika þrír íslenskir landsliðsmenn; Arnór Atlason, Stefán Rafn Sigurmannsson og Janus Daði Smárason. „Þetta er frábært og ég er mjög ánægður að hafa náð að klára titilinn með frekar ungt lið. Við vorum stöðugir á tímabilinu og það var æðislegt að ná að klára þetta í lokin,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. Aalborg var með yfirhöndina í seinni úrslitaleiknum og leiddi allan tímann. Staðan í hálfleik var 10-14 en Skjern minnkaði muninn í eitt mark, 16-17, þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá gaf Aalborg aftur í og vann að lokum öruggan sigur. „Við vorum líka betri aðilinn í fyrri leiknum en þeir komu sér inn í hann með því að spila með sjö menn í sókn. Jafnteflið gerði það að verkum að bæði lið gátu tryggt sér titilinn og seinni leikurinn bar þess merki. Við mættum gríðarlega ákveðnir til leiks og gerðum þetta vel,“ sagði Aron sem fagnaði titlinum á sínum gamla heimavelli. Hafnfirðingurinn lék á sínum tíma með Skjern og var hluti af eina meistaraliði félagsins árið 1999. Hann er ekki óvanur því að vinna titla í Danmörku. Aron gerði Kolding að dönskum meistara 2014 og 2015 og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili hjá Aalborg. Aron hefur því þjálfað þrjú af síðustu fjórum meistaraliðum í Danmörku. Auk þess gerði hann Hauka þrívegis að Íslandsmeisturum og hefur því unnið sex landstitla sem þjálfari. „Fyrir tímabilið var markmið félagsins að vera í toppbaráttunni og vera meðal fjögurra efstu liðanna. En við vissum að ef þetta myndi smella hjá okkur gætum við farið alla leið og það tókst. Við urðum betri og betri eftir því leið á veturinn,“ sagði Aron. Að hans sögn var Aalborg ekki talið sigurstranglegast fyrir tímabilið. „Kolding, Bjerringbro/Silkeborg og Skjern voru talin líklegri. En í Kolding vorum við taldir sigurstranglegastir. Á þann hátt er þetta öðruvísi. Aalborg er með frekar ungt lið og margir að vinna sinn fyrsta titil í stóru hlutverki,“ sagði Aron. Íslendingarnir þrír höfðu þó allir unnið titla áður á sínum ferli. Aron var ánægður með frammistöðu Janusar Daða sem kom til Aalborg eftir HM í Frakklandi. Selfyssingurinn var öflugur í úrslitaleikjunum þar sem hann skoraði samtals sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar. „Mér hefur fundist hann standa sig mjög vel. Við byrjuðum á að nota hann talsvert í hægri skyttustöðunni, bæði í vörn og sókn. Smátt og smátt færðist hann svo meira inn á miðjuna,“ sagði Aron. Arnór og Stefán Rafn spiluðu minna í úrslitaeinvíginu. „Stebbi hefur verið meiddur og nánast ekkert getað æft. Hann var í liðinu til öryggis til að draga úr álaginu á hinn hornamanninn. Arnór spilaði 30-40 mínútur í fyrri leiknum en ekkert í þeim seinni,“ sagði Aron og bætti því við að reynsla Arnórs hefði reynst ungu liði Aalborg mikilvæg í vetur.
Handbolti Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira