Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter 25. mars 2017 10:00 Ragnar Þór Ingólfsson, nýr formaður VR. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. Ragnar hefur setið í stjórn VR frá árinu 2009 og kom það sama ár að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna. Þá er hann stjórnarmaður í Lauf Forks, einn af stofnendum Reykjavík Bacon Festival og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Án efa það að vera kosinn formaður VR með eins afgerandi hætti og raunin varð og finna fyrir þessum ótrúlega stuðningi úti í samfélaginu. Einnig að hafa samþykkt gæludýr inn á heimilið og horfa á Friends sem ég hafði ekki gert áður.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Facebook- og Messenger-öppin og var að byrja á Twitter. Ég stefni á að byrja á Instagram fyrir áramót og Snapchat fyrir dymbilviku 2018. Tek eitt app í einu.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Fyrir utan að skrifa um þjóðfélagsmálin og vera með fjölskyldu og vinum veit ég fátt skemmtilegra en að hjóla og ferðast innan lands sem utan. Ég reyni að komast á skíði eftir því sem tími og veður leyfir. Ég er trommuleikari og hefur tónlistin átt stóran þátt í lífi mínu og ég veit fátt betra en að telja í með góðum vinum og losna þannig við amstur dagsins. Hvernig heldur þú þér í formi? Á veturna spila ég fótbolta tvisvar í viku og hjóla heima á trainer. Á sumrin og haustin eyði ég mestum tíma á hjólinu. Ég set mér markmið fyrir hvert ár, í fyrra hjólaði ég 300 km í kringum Vättern í Svíþjóð en í ár verða hjólamarkmiðin innanlands eins og Bláalónsþrautin, Gullhringurinn og Vesturgatan.Hvernig tónlist hlustar þú á? Pink Floyd og Bítlarnir eru í uppáhaldi. Þessa dagana er ég að hlusta á Dire Straits plötuna Brothers in Arms sem kemur mér alltaf niður þegar álag er mikið. Depeche Mode líka en búið er að bóka miða á tónleika með góðum vinum í sumar. Tónlistarsmekkurinn spannar frá klassík og djassi yfir í þungarokk og allt þar á milli.Ertu í draumastarfi þínu? Ég lauk 25 ára starfsferli hjá Reiðhjólaversluninni Erninum fyrir skemmstu og starfaði þar með frábæru og hörkuduglegu sómafólki. Starfið sem ég er að taka við er einnig sannkallað draumastarf. Að fá að starfa við áhugamál sín og ástríðu eru algjör forréttindi sem ég hef borið gæfu til að njóta hingað til. Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. Ragnar hefur setið í stjórn VR frá árinu 2009 og kom það sama ár að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna. Þá er hann stjórnarmaður í Lauf Forks, einn af stofnendum Reykjavík Bacon Festival og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Án efa það að vera kosinn formaður VR með eins afgerandi hætti og raunin varð og finna fyrir þessum ótrúlega stuðningi úti í samfélaginu. Einnig að hafa samþykkt gæludýr inn á heimilið og horfa á Friends sem ég hafði ekki gert áður.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Facebook- og Messenger-öppin og var að byrja á Twitter. Ég stefni á að byrja á Instagram fyrir áramót og Snapchat fyrir dymbilviku 2018. Tek eitt app í einu.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Fyrir utan að skrifa um þjóðfélagsmálin og vera með fjölskyldu og vinum veit ég fátt skemmtilegra en að hjóla og ferðast innan lands sem utan. Ég reyni að komast á skíði eftir því sem tími og veður leyfir. Ég er trommuleikari og hefur tónlistin átt stóran þátt í lífi mínu og ég veit fátt betra en að telja í með góðum vinum og losna þannig við amstur dagsins. Hvernig heldur þú þér í formi? Á veturna spila ég fótbolta tvisvar í viku og hjóla heima á trainer. Á sumrin og haustin eyði ég mestum tíma á hjólinu. Ég set mér markmið fyrir hvert ár, í fyrra hjólaði ég 300 km í kringum Vättern í Svíþjóð en í ár verða hjólamarkmiðin innanlands eins og Bláalónsþrautin, Gullhringurinn og Vesturgatan.Hvernig tónlist hlustar þú á? Pink Floyd og Bítlarnir eru í uppáhaldi. Þessa dagana er ég að hlusta á Dire Straits plötuna Brothers in Arms sem kemur mér alltaf niður þegar álag er mikið. Depeche Mode líka en búið er að bóka miða á tónleika með góðum vinum í sumar. Tónlistarsmekkurinn spannar frá klassík og djassi yfir í þungarokk og allt þar á milli.Ertu í draumastarfi þínu? Ég lauk 25 ára starfsferli hjá Reiðhjólaversluninni Erninum fyrir skemmstu og starfaði þar með frábæru og hörkuduglegu sómafólki. Starfið sem ég er að taka við er einnig sannkallað draumastarf. Að fá að starfa við áhugamál sín og ástríðu eru algjör forréttindi sem ég hef borið gæfu til að njóta hingað til.
Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira