Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter 25. mars 2017 10:00 Ragnar Þór Ingólfsson, nýr formaður VR. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. Ragnar hefur setið í stjórn VR frá árinu 2009 og kom það sama ár að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna. Þá er hann stjórnarmaður í Lauf Forks, einn af stofnendum Reykjavík Bacon Festival og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Án efa það að vera kosinn formaður VR með eins afgerandi hætti og raunin varð og finna fyrir þessum ótrúlega stuðningi úti í samfélaginu. Einnig að hafa samþykkt gæludýr inn á heimilið og horfa á Friends sem ég hafði ekki gert áður.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Facebook- og Messenger-öppin og var að byrja á Twitter. Ég stefni á að byrja á Instagram fyrir áramót og Snapchat fyrir dymbilviku 2018. Tek eitt app í einu.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Fyrir utan að skrifa um þjóðfélagsmálin og vera með fjölskyldu og vinum veit ég fátt skemmtilegra en að hjóla og ferðast innan lands sem utan. Ég reyni að komast á skíði eftir því sem tími og veður leyfir. Ég er trommuleikari og hefur tónlistin átt stóran þátt í lífi mínu og ég veit fátt betra en að telja í með góðum vinum og losna þannig við amstur dagsins. Hvernig heldur þú þér í formi? Á veturna spila ég fótbolta tvisvar í viku og hjóla heima á trainer. Á sumrin og haustin eyði ég mestum tíma á hjólinu. Ég set mér markmið fyrir hvert ár, í fyrra hjólaði ég 300 km í kringum Vättern í Svíþjóð en í ár verða hjólamarkmiðin innanlands eins og Bláalónsþrautin, Gullhringurinn og Vesturgatan.Hvernig tónlist hlustar þú á? Pink Floyd og Bítlarnir eru í uppáhaldi. Þessa dagana er ég að hlusta á Dire Straits plötuna Brothers in Arms sem kemur mér alltaf niður þegar álag er mikið. Depeche Mode líka en búið er að bóka miða á tónleika með góðum vinum í sumar. Tónlistarsmekkurinn spannar frá klassík og djassi yfir í þungarokk og allt þar á milli.Ertu í draumastarfi þínu? Ég lauk 25 ára starfsferli hjá Reiðhjólaversluninni Erninum fyrir skemmstu og starfaði þar með frábæru og hörkuduglegu sómafólki. Starfið sem ég er að taka við er einnig sannkallað draumastarf. Að fá að starfa við áhugamál sín og ástríðu eru algjör forréttindi sem ég hef borið gæfu til að njóta hingað til. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. Ragnar hefur setið í stjórn VR frá árinu 2009 og kom það sama ár að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna. Þá er hann stjórnarmaður í Lauf Forks, einn af stofnendum Reykjavík Bacon Festival og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Án efa það að vera kosinn formaður VR með eins afgerandi hætti og raunin varð og finna fyrir þessum ótrúlega stuðningi úti í samfélaginu. Einnig að hafa samþykkt gæludýr inn á heimilið og horfa á Friends sem ég hafði ekki gert áður.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Facebook- og Messenger-öppin og var að byrja á Twitter. Ég stefni á að byrja á Instagram fyrir áramót og Snapchat fyrir dymbilviku 2018. Tek eitt app í einu.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Fyrir utan að skrifa um þjóðfélagsmálin og vera með fjölskyldu og vinum veit ég fátt skemmtilegra en að hjóla og ferðast innan lands sem utan. Ég reyni að komast á skíði eftir því sem tími og veður leyfir. Ég er trommuleikari og hefur tónlistin átt stóran þátt í lífi mínu og ég veit fátt betra en að telja í með góðum vinum og losna þannig við amstur dagsins. Hvernig heldur þú þér í formi? Á veturna spila ég fótbolta tvisvar í viku og hjóla heima á trainer. Á sumrin og haustin eyði ég mestum tíma á hjólinu. Ég set mér markmið fyrir hvert ár, í fyrra hjólaði ég 300 km í kringum Vättern í Svíþjóð en í ár verða hjólamarkmiðin innanlands eins og Bláalónsþrautin, Gullhringurinn og Vesturgatan.Hvernig tónlist hlustar þú á? Pink Floyd og Bítlarnir eru í uppáhaldi. Þessa dagana er ég að hlusta á Dire Straits plötuna Brothers in Arms sem kemur mér alltaf niður þegar álag er mikið. Depeche Mode líka en búið er að bóka miða á tónleika með góðum vinum í sumar. Tónlistarsmekkurinn spannar frá klassík og djassi yfir í þungarokk og allt þar á milli.Ertu í draumastarfi þínu? Ég lauk 25 ára starfsferli hjá Reiðhjólaversluninni Erninum fyrir skemmstu og starfaði þar með frábæru og hörkuduglegu sómafólki. Starfið sem ég er að taka við er einnig sannkallað draumastarf. Að fá að starfa við áhugamál sín og ástríðu eru algjör forréttindi sem ég hef borið gæfu til að njóta hingað til.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira