Sjötíu stig Booker dugðu Phoenix ekki til í Boston | Úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2017 11:15 Booker átti stórleik í nótt. Vísir/Getty Þrátt fyrir að hafa fengið sjötíu stig frá ungstirninu Devin Booker þurfti Phoenix Suns að sætta sig við tíu stiga tap 130-120 gegn Boston Celtics í TD Garden í nótt. Booker sem er aðeins tuttugu ára gamall bætti með því félagsmet Phoenix Suns og varð um leið sjötti leikmaðurinn sem nær þessum áfanga. Er hann því í flokki með mönnum á borð við Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, Elgin Baylor, David Robinson og David Thompson. Lék hann 44 mínútur í gær og tók 40 skot í leiknum ásamt því að gefa sex stoðsendingar en þrátt fyrir það leiddi Boston frá upphafi til enda í leik sem áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn. Í liði Boston dreifðist stigaskorunin vel en bakvörðurinn knái Isaiah Thomas var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig. Fyrr um kvöldið var LeBron James aðeins einu frákasti frá elleftu þreföldu tvennu tímabilsins í sjö stiga sigri á New Orleans Pelicans en Cleveland-menn svöruðu heldur betur fyrir eina verstu varnarframmistöðu liðsins í langan tíma gegn Denver Nuggets í leiknum þar á undan. Cleveland náði forskotinu í upphafi annars leikhluta og með góðu framlagi frá meðreiðasveinum James náðu gestirnir frá Cleveland að innbyrða sigurinn og halda í toppsæti Austurdeildarinnar þegar skammt er eftir af tímabilinu. Þá vann Los Angeles Lakers sjaldséðan sigur er liðið tók á móti Minnesota Timberwolves í Staples Center en heimamenn í Lakers náðu að knýja fram framlengingu með góðum lokasprett og voru með töluverða yfirburði í framlengingunni.Úrslit gærkvöldsins: Washington Wizards 129-108 Brooklyn Nets Charlotte Hornets 105-112 Cleveland Cavaliers Orlando Magic 115-87 Detroit Pistons Indiana Pacers 117-125 Denver Nuggets Boston Celtics 130-120 Phoenix Suns Chicago Bulls 107-117 Philadelphia 76ers Milwaukee Bucks 100-97 Atlanta Hawks Houston Rockets 117-107 New Orleans Pelicans Los Angeles Lakers 130-119 Minnesota Timberwolves Golden State Warriors 114-100 Sacramento KingsHelstu tilþrif kvöldsins: Stórkostleg frammistaða Booker: Clarkson var flottur í sigri Lakers NBA Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa fengið sjötíu stig frá ungstirninu Devin Booker þurfti Phoenix Suns að sætta sig við tíu stiga tap 130-120 gegn Boston Celtics í TD Garden í nótt. Booker sem er aðeins tuttugu ára gamall bætti með því félagsmet Phoenix Suns og varð um leið sjötti leikmaðurinn sem nær þessum áfanga. Er hann því í flokki með mönnum á borð við Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, Elgin Baylor, David Robinson og David Thompson. Lék hann 44 mínútur í gær og tók 40 skot í leiknum ásamt því að gefa sex stoðsendingar en þrátt fyrir það leiddi Boston frá upphafi til enda í leik sem áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn. Í liði Boston dreifðist stigaskorunin vel en bakvörðurinn knái Isaiah Thomas var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig. Fyrr um kvöldið var LeBron James aðeins einu frákasti frá elleftu þreföldu tvennu tímabilsins í sjö stiga sigri á New Orleans Pelicans en Cleveland-menn svöruðu heldur betur fyrir eina verstu varnarframmistöðu liðsins í langan tíma gegn Denver Nuggets í leiknum þar á undan. Cleveland náði forskotinu í upphafi annars leikhluta og með góðu framlagi frá meðreiðasveinum James náðu gestirnir frá Cleveland að innbyrða sigurinn og halda í toppsæti Austurdeildarinnar þegar skammt er eftir af tímabilinu. Þá vann Los Angeles Lakers sjaldséðan sigur er liðið tók á móti Minnesota Timberwolves í Staples Center en heimamenn í Lakers náðu að knýja fram framlengingu með góðum lokasprett og voru með töluverða yfirburði í framlengingunni.Úrslit gærkvöldsins: Washington Wizards 129-108 Brooklyn Nets Charlotte Hornets 105-112 Cleveland Cavaliers Orlando Magic 115-87 Detroit Pistons Indiana Pacers 117-125 Denver Nuggets Boston Celtics 130-120 Phoenix Suns Chicago Bulls 107-117 Philadelphia 76ers Milwaukee Bucks 100-97 Atlanta Hawks Houston Rockets 117-107 New Orleans Pelicans Los Angeles Lakers 130-119 Minnesota Timberwolves Golden State Warriors 114-100 Sacramento KingsHelstu tilþrif kvöldsins: Stórkostleg frammistaða Booker: Clarkson var flottur í sigri Lakers
NBA Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira