Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Kristján Már Unnarsson skrifar 25. mars 2017 21:45 Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hjón frá Akranesi, sem eiga sumarhús á staðnum, ákváðu að hafa opið í vetur þegar þau sáu svanga ferðamennina streyma á svæðið. Frétt Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Já, „fish and chips" útiveitingastaður á Arnarstapa og það um vetur, þetta er eitt afsprengi ferðaþjónustunnar. Hjónin Herdís Þórðardóttir og Jóhannes Ólafsson byrjuðu með vagninn í júlí í fyrra og hugmyndin var að hafa opið rétt yfir sumarið en þau eiga bústað á Stapa. Þegar þau sáu ferðamannafjöldann í vetur segjast þau hafa ákveðið að opna þar sem hvergi hafi verið hægt að komast á veitingastað á svæðinu nema á Hellnum. Við sáum ekki betur en að það væri nóg að gera. „Það er reitingur,” segir Herdís. „Það er allt í lagi fyrir svona tvo gamlingja,” segir Jóhannes.Jóhannes Ólafsson og Herdís Þórðardóttir í Fish & Chips-vagninum á ArnarstapaStöð 2/Sigurjón Ólason.Við söluvagninn eru nokkrir útibekkir og borð. „Fólkið lætur sig hafa það að sitja hér úti þó að það sé kalt og þó að það sé snjór. En við leyfum þeim að fá teppi. Þeim finnst þetta bara spennandi og gaman að fá að borða úti,” segir Herdís. Og þorskurinn í þennan þjóðarrétt Breta gerist ekki ferskari, enda stutt niður á bryggjuna á Arnarstapa, og þau segja að Bretarnir sex sem voru nýfarnir hafi verið ánægðir. „Þeir sögðu bara: „Delicious". Svo við erum bara mjög ánægð með þetta og gaman að þessu,” segir Herdís. „Við höfum fengið rosalega góð viðbrögð, - mjög góð,” segir Jóhannes. Tengdar fréttir Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hjón frá Akranesi, sem eiga sumarhús á staðnum, ákváðu að hafa opið í vetur þegar þau sáu svanga ferðamennina streyma á svæðið. Frétt Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Já, „fish and chips" útiveitingastaður á Arnarstapa og það um vetur, þetta er eitt afsprengi ferðaþjónustunnar. Hjónin Herdís Þórðardóttir og Jóhannes Ólafsson byrjuðu með vagninn í júlí í fyrra og hugmyndin var að hafa opið rétt yfir sumarið en þau eiga bústað á Stapa. Þegar þau sáu ferðamannafjöldann í vetur segjast þau hafa ákveðið að opna þar sem hvergi hafi verið hægt að komast á veitingastað á svæðinu nema á Hellnum. Við sáum ekki betur en að það væri nóg að gera. „Það er reitingur,” segir Herdís. „Það er allt í lagi fyrir svona tvo gamlingja,” segir Jóhannes.Jóhannes Ólafsson og Herdís Þórðardóttir í Fish & Chips-vagninum á ArnarstapaStöð 2/Sigurjón Ólason.Við söluvagninn eru nokkrir útibekkir og borð. „Fólkið lætur sig hafa það að sitja hér úti þó að það sé kalt og þó að það sé snjór. En við leyfum þeim að fá teppi. Þeim finnst þetta bara spennandi og gaman að fá að borða úti,” segir Herdís. Og þorskurinn í þennan þjóðarrétt Breta gerist ekki ferskari, enda stutt niður á bryggjuna á Arnarstapa, og þau segja að Bretarnir sex sem voru nýfarnir hafi verið ánægðir. „Þeir sögðu bara: „Delicious". Svo við erum bara mjög ánægð með þetta og gaman að þessu,” segir Herdís. „Við höfum fengið rosalega góð viðbrögð, - mjög góð,” segir Jóhannes.
Tengdar fréttir Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30