Hönnunarverslunin Kraum gjaldþrota: „Nánast ógerlegt“ að reka fyrirtæki í miðborginni Daníel Freyr Birkisson skrifar 4. desember 2017 09:00 Mynd úr verslun Kraums í Aðalstræti 10 en hún flutti árið 2016. vísir/ernir Hönnunarverslunin Kraum var á dögunum tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögbirtingablaðið birti tilkynningu þess efnis. Fyrrverandi framkvæmdastjóri verslunarinnar segir það nánast ógerlegt að reka fyrirtæki í miðbænum. Nýir eigendur tala á svipuðum nótum. Fyrirtækið greindi nýlega frá fyrirhuguðum flutningum af Laugavegi yfir á Hljómalindarreitinn, Hverfisgötu 34 og þar sem opnuð verður ný verslun. Kraum tók til starfa árið 2007 í elsta húsi Reykjavíkur í Aðalstræti.Dapurlegt um að litast í miðbænumMikið hefur verið rætt um erfitt rekstrarumhverfi verslana, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum. Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums, segir reksturinn ekki auðveldan. „Í hreinskilni sagt er það nánast ógerlegt [að reka verslun í miðbænum]. Það er þess vegna sem mjög margar verslanir hafa flúið og er orðið afar dapurlegt um að litast í miðbænum.“ Fréttastofa spurði Önnu hvort að Kraum hafi fengið að finna fyrir hækkandi leiguverði. „Algjörlega, þegar við vorum að flytja [úr Aðalstræti] var leiguverð farið að hækka gríðarlega mikið.“Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirVísir greindi frá því þegar fyrirtækið þurfti að flytja sig um set úr Aðalstræti 10 vegna hækkandi leigu Minjaverndar, sem leigði þá út húsið.Nýir eigendur tala á svipuðum nótumFyrir um það bil ári fór fram sala á Kraum og tóku nýir eigendur við. Það er fyrirhuguð áætlun þeirra að flytja verslunina á Hljómalindarreitinn í umhverfi við tiltölulega nýbyggt Canopy-hótel. „Rekstur Kraum í þeirri mynd sem hann var gekk því miður ekki eftir. Það er þó engum blöðum um það að fletta að himinhátt leiguverð í miðbænum hafði sína sögu að segja hvað reksturinn varðar,“ kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem fréttastofu barst. Þeir viðra áhyggjur sínar yfir þróuninni. „Þetta er mikið áhyggjuefni því allir vilja að sjálfsögðu sjá blómlega borg með fjölbreyttri þjónustu. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist með nýjum verslunar- og þjónusturýmum sem verið er að byggja upp, meðal annars í Hafnarstræti, á Hörpureitnum og víðar í miðborginni. Vonandi verður það til þess að leiguverð lækki nokkuð svo fjölbreytt flóra verslunar og þjónustu fái að vaxa og dafna í miðborginni.“ Ekki hafa fengist skýr svör við því hvaða félag sér um rekstur nýrrar verslunar. Tengdar fréttir Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Minjavernd auglýsir eftir rekstraraðilum fyrir Aðalstræti 10 síðar í vikunni. Starfsfólk Kraums segist mjög leitt yfir því að þurfa að kveðja. 1. febrúar 2016 18:02 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Hönnunarverslunin Kraum var á dögunum tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögbirtingablaðið birti tilkynningu þess efnis. Fyrrverandi framkvæmdastjóri verslunarinnar segir það nánast ógerlegt að reka fyrirtæki í miðbænum. Nýir eigendur tala á svipuðum nótum. Fyrirtækið greindi nýlega frá fyrirhuguðum flutningum af Laugavegi yfir á Hljómalindarreitinn, Hverfisgötu 34 og þar sem opnuð verður ný verslun. Kraum tók til starfa árið 2007 í elsta húsi Reykjavíkur í Aðalstræti.Dapurlegt um að litast í miðbænumMikið hefur verið rætt um erfitt rekstrarumhverfi verslana, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum. Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums, segir reksturinn ekki auðveldan. „Í hreinskilni sagt er það nánast ógerlegt [að reka verslun í miðbænum]. Það er þess vegna sem mjög margar verslanir hafa flúið og er orðið afar dapurlegt um að litast í miðbænum.“ Fréttastofa spurði Önnu hvort að Kraum hafi fengið að finna fyrir hækkandi leiguverði. „Algjörlega, þegar við vorum að flytja [úr Aðalstræti] var leiguverð farið að hækka gríðarlega mikið.“Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirVísir greindi frá því þegar fyrirtækið þurfti að flytja sig um set úr Aðalstræti 10 vegna hækkandi leigu Minjaverndar, sem leigði þá út húsið.Nýir eigendur tala á svipuðum nótumFyrir um það bil ári fór fram sala á Kraum og tóku nýir eigendur við. Það er fyrirhuguð áætlun þeirra að flytja verslunina á Hljómalindarreitinn í umhverfi við tiltölulega nýbyggt Canopy-hótel. „Rekstur Kraum í þeirri mynd sem hann var gekk því miður ekki eftir. Það er þó engum blöðum um það að fletta að himinhátt leiguverð í miðbænum hafði sína sögu að segja hvað reksturinn varðar,“ kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem fréttastofu barst. Þeir viðra áhyggjur sínar yfir þróuninni. „Þetta er mikið áhyggjuefni því allir vilja að sjálfsögðu sjá blómlega borg með fjölbreyttri þjónustu. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist með nýjum verslunar- og þjónusturýmum sem verið er að byggja upp, meðal annars í Hafnarstræti, á Hörpureitnum og víðar í miðborginni. Vonandi verður það til þess að leiguverð lækki nokkuð svo fjölbreytt flóra verslunar og þjónustu fái að vaxa og dafna í miðborginni.“ Ekki hafa fengist skýr svör við því hvaða félag sér um rekstur nýrrar verslunar.
Tengdar fréttir Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Minjavernd auglýsir eftir rekstraraðilum fyrir Aðalstræti 10 síðar í vikunni. Starfsfólk Kraums segist mjög leitt yfir því að þurfa að kveðja. 1. febrúar 2016 18:02 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Minjavernd auglýsir eftir rekstraraðilum fyrir Aðalstræti 10 síðar í vikunni. Starfsfólk Kraums segist mjög leitt yfir því að þurfa að kveðja. 1. febrúar 2016 18:02