Aðgerðaleysi stjórnvalda vegna næstu niðursveiflu mikið áhyggjefni Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 19:00 Afgangur á fjárlögum er allt of lítill og það er áhyggjuefni hversu lítill viðbúnaður er vegna óvæntra atburða og hugsanlegs viðsnúnings í efnahagslífinu því núverandi uppsveifla mun taka enda. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín segir að 25 milljarða afgangur sem samþykktur var á fjárlögum sé of lítill afgangur miðað við ríkjandi efnahagsaðstæður enda svarar hann aðeins til einu prósenti af landsframleiðslu. „Við vildum sjá aðhaldssamari fjárlög og töldum fullt tilefni til þess í ljósi þenslunnar í hagkerfinu.“ Halldór segir í grein í Fréttablaðinu í dag það sé áhyggjuefni „hversu lítill viðbúnaður er vegna óvæntra atburða og hugsanlegs viðsnúnings í efnahagslífinu því núverandi uppsveifla mun taka enda.“ Halldór segir í samtali við fréttastofu að stjórnvöld verði að skapa umgjörð til að mæta áföllum, þegar þau eigi sér stað. „Efnahagslegar forsendur fjárlaga eru þær að gert er ráð fyrir áframhaldandi hagvexti til ársins 2021 eða 2022. Það er orðið veruleg langt hagvaxtarskeið sem vonandi mun raungerast en við vitum af reynslu að góðærið mun einhvern endi taka. Málflutningur okkar er einfaldlega þessi, er ekki sniðugt að búa í haginn meðan vel gengur fyrir möguleg áföll sem kunna að verða síðar á leiðinni?“Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins vill að stjórnvöld setji á laggirnar stöðugleikasjóð til að jafna hagsveiflurnar sem hafa leikið Íslendinga grátt í gegnum tíðina.vísir/stefánHagvaxtarskeiðið sem Íslendingar eru að ganga í gegnum núna er samfellt lengra en í góðærinu 2004-2007. Hins vegar er þessi hagvöxtur núna öðruvísi en þá því hann kemur í gegnum þjónustujöfnuð, ferðaþjónustu og er útflutningsdrifinn. Þá eru Íslendingar ekki að skuldsetja sig í útlöndum eins og í síðasta góðæri enda var hrein staða við útlönd jákvæð í lok september síðastliðnum í fyrsta sinn frá því mælingar hófust eftir síðari heimsstyrjöld. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins hefur talað um mikilvægi þess að setja á laggirnar stöðugleikasjóð. Þessi sjóður væri nokkurs konar öryggispúði fyrir Ísland og yrði notaður til að jafna hagsveiflurnar sem hafa leikið Íslendinga grátt í gegnum tíðina. Hugmyndin um stöðugleikasjóð er ekki ný af nálinni. Bjarni Benediktsson hefur talað um stofnun slíks sjóðs á tveimur síðustu ársfundum Landsvirkjunar. En Lilja vill að hann nái til fleiri þátta en argreiðslna Landsvirkjunar og vill ráðast í verkefnið strax. „Við erum stödd á mjög sérstökum stað í hagsveiflunni. Við höfum aldrei séð jafn mikið flæði af erlendum gjaldeyri inn í þjóðarbúið. Seðlabankinn hefur verið að kaupa gjaldeyri fyrir hundruð milljarða á síðustu misserum. Það er mikill vaxtamunur við útlönd þannig að ef við myndum setja hluta af forðanum eða stöðugleikaframlögunum inni í stöðugleikasjóð þá myndum við minnka hugsanlega þennan vaxtamun því við gætum þá verið að fjárfesta til lengri tíma litið. Þannig að þessi sjóður gæti verið tæki til mótvægisaðgerða í þeirri hagsveiflu sem við erum í núna,“ segir Lilja. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Afgangur á fjárlögum er allt of lítill og það er áhyggjuefni hversu lítill viðbúnaður er vegna óvæntra atburða og hugsanlegs viðsnúnings í efnahagslífinu því núverandi uppsveifla mun taka enda. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín segir að 25 milljarða afgangur sem samþykktur var á fjárlögum sé of lítill afgangur miðað við ríkjandi efnahagsaðstæður enda svarar hann aðeins til einu prósenti af landsframleiðslu. „Við vildum sjá aðhaldssamari fjárlög og töldum fullt tilefni til þess í ljósi þenslunnar í hagkerfinu.“ Halldór segir í grein í Fréttablaðinu í dag það sé áhyggjuefni „hversu lítill viðbúnaður er vegna óvæntra atburða og hugsanlegs viðsnúnings í efnahagslífinu því núverandi uppsveifla mun taka enda.“ Halldór segir í samtali við fréttastofu að stjórnvöld verði að skapa umgjörð til að mæta áföllum, þegar þau eigi sér stað. „Efnahagslegar forsendur fjárlaga eru þær að gert er ráð fyrir áframhaldandi hagvexti til ársins 2021 eða 2022. Það er orðið veruleg langt hagvaxtarskeið sem vonandi mun raungerast en við vitum af reynslu að góðærið mun einhvern endi taka. Málflutningur okkar er einfaldlega þessi, er ekki sniðugt að búa í haginn meðan vel gengur fyrir möguleg áföll sem kunna að verða síðar á leiðinni?“Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins vill að stjórnvöld setji á laggirnar stöðugleikasjóð til að jafna hagsveiflurnar sem hafa leikið Íslendinga grátt í gegnum tíðina.vísir/stefánHagvaxtarskeiðið sem Íslendingar eru að ganga í gegnum núna er samfellt lengra en í góðærinu 2004-2007. Hins vegar er þessi hagvöxtur núna öðruvísi en þá því hann kemur í gegnum þjónustujöfnuð, ferðaþjónustu og er útflutningsdrifinn. Þá eru Íslendingar ekki að skuldsetja sig í útlöndum eins og í síðasta góðæri enda var hrein staða við útlönd jákvæð í lok september síðastliðnum í fyrsta sinn frá því mælingar hófust eftir síðari heimsstyrjöld. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins hefur talað um mikilvægi þess að setja á laggirnar stöðugleikasjóð. Þessi sjóður væri nokkurs konar öryggispúði fyrir Ísland og yrði notaður til að jafna hagsveiflurnar sem hafa leikið Íslendinga grátt í gegnum tíðina. Hugmyndin um stöðugleikasjóð er ekki ný af nálinni. Bjarni Benediktsson hefur talað um stofnun slíks sjóðs á tveimur síðustu ársfundum Landsvirkjunar. En Lilja vill að hann nái til fleiri þátta en argreiðslna Landsvirkjunar og vill ráðast í verkefnið strax. „Við erum stödd á mjög sérstökum stað í hagsveiflunni. Við höfum aldrei séð jafn mikið flæði af erlendum gjaldeyri inn í þjóðarbúið. Seðlabankinn hefur verið að kaupa gjaldeyri fyrir hundruð milljarða á síðustu misserum. Það er mikill vaxtamunur við útlönd þannig að ef við myndum setja hluta af forðanum eða stöðugleikaframlögunum inni í stöðugleikasjóð þá myndum við minnka hugsanlega þennan vaxtamun því við gætum þá verið að fjárfesta til lengri tíma litið. Þannig að þessi sjóður gæti verið tæki til mótvægisaðgerða í þeirri hagsveiflu sem við erum í núna,“ segir Lilja.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira