Skotsilfur Markaðarins: Stokkað upp í Samtökum iðnaðarins Ritstjórn Markaðarins skrifar 29. september 2017 14:00 Sigurður Hannesson var ekki lengi að láta til sín taka hjá Samtökum iðnaðarins (SI). Tæplega tveimur mánuðum eftir að Sigurður tók við starfi framkvæmdastjóra hefur hann hrundið af stað verulegum skipulags- og áherslubreytingum í starfsemi samtakanna. Allir sem til þekkja vita að þær voru nauðsynlegar – og þó fyrr hefði verið. Breytingar hafa orðið á starfsliði SI vegna þessa og talsvert af nýju fólki mun bætast við á næstunni í stað þeirra sem eru á útleið. Með þessu þykir Sigurður hafa sýnt að hann muni láta verkin tala og ekki veigra sér við að taka erfiðar ákvarðanir í því skyni að styrkja samtökin.Minnka hlut sinn Litlar breytingar urðu á hluthafahópi Kviku eftir að hlutafé bankans var aukið um daginn. Eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu Guðnýjar, Eggerts, Halldórs og Gunnars Þórs Gíslabarna, minnkaði hlut sinn í bankanum úr 5 í 4,12 prósent, en fyrr í sumar seldi félagið 3,3 prósenta hlut til Hjörleifs Jakobssonar, fjárfestis og fyrrverandi stjórnarmanns í Kaupþingi. Þá bætti VÍS lítillega við hlut sinn í bankanum og á nú 25,11 prósenta hlut og er sem fyrr stærsti hluthafi Kviku. Eftirlitsstjórnvöld lögðu nýverið blessun sína yfir kaup Kviku á Virðingu.Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu.Ekki norður Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, þvertók fyrir það á fjármálaþingi Íslandsbanka í gær að heildsölurisinn hefði hug á því að opna verslun á Akureyri. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi síðustu vikur um að Costco sé að íhuga að opna verslun nyrðra og var Pappas sérstaklega spurður út í þennan orðróm. Hann tók fram að markaðurinn á Akureyri væri afar smár í sniðum og eins og sakir stæðu væru afar litlar líkur á því að Costco legði leið sína þangað. Fyrirtækið myndi frekar skoða aðrar leiðir til þess að koma vörum sínum til Akureyrar.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Sigurður Hannesson var ekki lengi að láta til sín taka hjá Samtökum iðnaðarins (SI). Tæplega tveimur mánuðum eftir að Sigurður tók við starfi framkvæmdastjóra hefur hann hrundið af stað verulegum skipulags- og áherslubreytingum í starfsemi samtakanna. Allir sem til þekkja vita að þær voru nauðsynlegar – og þó fyrr hefði verið. Breytingar hafa orðið á starfsliði SI vegna þessa og talsvert af nýju fólki mun bætast við á næstunni í stað þeirra sem eru á útleið. Með þessu þykir Sigurður hafa sýnt að hann muni láta verkin tala og ekki veigra sér við að taka erfiðar ákvarðanir í því skyni að styrkja samtökin.Minnka hlut sinn Litlar breytingar urðu á hluthafahópi Kviku eftir að hlutafé bankans var aukið um daginn. Eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu Guðnýjar, Eggerts, Halldórs og Gunnars Þórs Gíslabarna, minnkaði hlut sinn í bankanum úr 5 í 4,12 prósent, en fyrr í sumar seldi félagið 3,3 prósenta hlut til Hjörleifs Jakobssonar, fjárfestis og fyrrverandi stjórnarmanns í Kaupþingi. Þá bætti VÍS lítillega við hlut sinn í bankanum og á nú 25,11 prósenta hlut og er sem fyrr stærsti hluthafi Kviku. Eftirlitsstjórnvöld lögðu nýverið blessun sína yfir kaup Kviku á Virðingu.Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu.Ekki norður Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, þvertók fyrir það á fjármálaþingi Íslandsbanka í gær að heildsölurisinn hefði hug á því að opna verslun á Akureyri. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi síðustu vikur um að Costco sé að íhuga að opna verslun nyrðra og var Pappas sérstaklega spurður út í þennan orðróm. Hann tók fram að markaðurinn á Akureyri væri afar smár í sniðum og eins og sakir stæðu væru afar litlar líkur á því að Costco legði leið sína þangað. Fyrirtækið myndi frekar skoða aðrar leiðir til þess að koma vörum sínum til Akureyrar.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira