Skotsilfur Markaðarins: Stokkað upp í Samtökum iðnaðarins Ritstjórn Markaðarins skrifar 29. september 2017 14:00 Sigurður Hannesson var ekki lengi að láta til sín taka hjá Samtökum iðnaðarins (SI). Tæplega tveimur mánuðum eftir að Sigurður tók við starfi framkvæmdastjóra hefur hann hrundið af stað verulegum skipulags- og áherslubreytingum í starfsemi samtakanna. Allir sem til þekkja vita að þær voru nauðsynlegar – og þó fyrr hefði verið. Breytingar hafa orðið á starfsliði SI vegna þessa og talsvert af nýju fólki mun bætast við á næstunni í stað þeirra sem eru á útleið. Með þessu þykir Sigurður hafa sýnt að hann muni láta verkin tala og ekki veigra sér við að taka erfiðar ákvarðanir í því skyni að styrkja samtökin.Minnka hlut sinn Litlar breytingar urðu á hluthafahópi Kviku eftir að hlutafé bankans var aukið um daginn. Eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu Guðnýjar, Eggerts, Halldórs og Gunnars Þórs Gíslabarna, minnkaði hlut sinn í bankanum úr 5 í 4,12 prósent, en fyrr í sumar seldi félagið 3,3 prósenta hlut til Hjörleifs Jakobssonar, fjárfestis og fyrrverandi stjórnarmanns í Kaupþingi. Þá bætti VÍS lítillega við hlut sinn í bankanum og á nú 25,11 prósenta hlut og er sem fyrr stærsti hluthafi Kviku. Eftirlitsstjórnvöld lögðu nýverið blessun sína yfir kaup Kviku á Virðingu.Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu.Ekki norður Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, þvertók fyrir það á fjármálaþingi Íslandsbanka í gær að heildsölurisinn hefði hug á því að opna verslun á Akureyri. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi síðustu vikur um að Costco sé að íhuga að opna verslun nyrðra og var Pappas sérstaklega spurður út í þennan orðróm. Hann tók fram að markaðurinn á Akureyri væri afar smár í sniðum og eins og sakir stæðu væru afar litlar líkur á því að Costco legði leið sína þangað. Fyrirtækið myndi frekar skoða aðrar leiðir til þess að koma vörum sínum til Akureyrar.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Sigurður Hannesson var ekki lengi að láta til sín taka hjá Samtökum iðnaðarins (SI). Tæplega tveimur mánuðum eftir að Sigurður tók við starfi framkvæmdastjóra hefur hann hrundið af stað verulegum skipulags- og áherslubreytingum í starfsemi samtakanna. Allir sem til þekkja vita að þær voru nauðsynlegar – og þó fyrr hefði verið. Breytingar hafa orðið á starfsliði SI vegna þessa og talsvert af nýju fólki mun bætast við á næstunni í stað þeirra sem eru á útleið. Með þessu þykir Sigurður hafa sýnt að hann muni láta verkin tala og ekki veigra sér við að taka erfiðar ákvarðanir í því skyni að styrkja samtökin.Minnka hlut sinn Litlar breytingar urðu á hluthafahópi Kviku eftir að hlutafé bankans var aukið um daginn. Eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu Guðnýjar, Eggerts, Halldórs og Gunnars Þórs Gíslabarna, minnkaði hlut sinn í bankanum úr 5 í 4,12 prósent, en fyrr í sumar seldi félagið 3,3 prósenta hlut til Hjörleifs Jakobssonar, fjárfestis og fyrrverandi stjórnarmanns í Kaupþingi. Þá bætti VÍS lítillega við hlut sinn í bankanum og á nú 25,11 prósenta hlut og er sem fyrr stærsti hluthafi Kviku. Eftirlitsstjórnvöld lögðu nýverið blessun sína yfir kaup Kviku á Virðingu.Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu.Ekki norður Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, þvertók fyrir það á fjármálaþingi Íslandsbanka í gær að heildsölurisinn hefði hug á því að opna verslun á Akureyri. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi síðustu vikur um að Costco sé að íhuga að opna verslun nyrðra og var Pappas sérstaklega spurður út í þennan orðróm. Hann tók fram að markaðurinn á Akureyri væri afar smár í sniðum og eins og sakir stæðu væru afar litlar líkur á því að Costco legði leið sína þangað. Fyrirtækið myndi frekar skoða aðrar leiðir til þess að koma vörum sínum til Akureyrar.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira