Með hamarinn á lofti Jakob Eiríksson Schram skrifar 30. janúar 2017 10:13 Í Vöku látum við verkin tala. Eftir margra ára baráttu náðist í gegn að hafa endurtökupróf í janúar. Það var nauðsynlegt skref í réttindabaráttu nemenda. Á verkfræði- og nátturúvísindasviði eru flest próf þung lokapróf sem vega 70 – 100% af lokaeinkunn, því gat verið dýrkeypt að falla í desember og taka prófið í maí, þegar heil önn af öðru námsefni hefur liðið á milli prófanna. Efnið er ennþá ferskt í minni í janúar, og því þarf ekki að læra það upp á nýtt. Það er einungis nauðsynlegt að betrumbæta þá þekkingu sem brast í desemberprófinu. Pússa þekkinguna til og sparsla í holurnar. Einning losnar nemandinn við stressið sem fylgir því að hafa auka lokapróf hangandi yfir sér yfir alla önnina, þar sem það er nóg af nýju námsefni á önninni án þess að gamla efnið hangi yfir þér. Þó jólin verði skemmri, þá er það verðugur fórnarkostnaður þegar litið er heildrænt á málið. Ég fór kannski minna á jólaböllin, og fékk mér minna hangikjöt en í staðinn þá er stressið minna og vigtin ber léttari byrði. Enginn verður smiður við fyrsta högg, og í þessari fyrstu atrennu mátti sumt fara betur. Það hefðu t.d. mátt vera fleiri dagar á milli prófa, meira tillit tekið til erfiðari áfanga og nemendur látnir vita fyrr hvenær endurtökuprófin færu fram. Yfir heildina voru nemendur ánægðir með þessa skipan mála. Það er betra að hafa endurtökuprófin í janúar, það er ekki spurning. Næsta skref er að negla niður endurtökuprófin og sjá til þess að þau verði varanlega í janúar. Það eru vankantar en þá má saga af. Í Vöku munum við berjast fyrir því að svo verði. Við mundum hamarinn, látum verkin tala og linnum ekki látum fyrr en naglinn hefur verið rekinn á kaf. Verkfræði og náttúruvísindasvið er bara upphafið, við viljum að þessi skipan standi til boða í öllum faggreinum háskólans. Þá fyrst leggjum við hamarinn niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir En ég vil ekki verða fræðimaður Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. 28. janúar 2017 14:58 Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00 Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00 Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í Vöku látum við verkin tala. Eftir margra ára baráttu náðist í gegn að hafa endurtökupróf í janúar. Það var nauðsynlegt skref í réttindabaráttu nemenda. Á verkfræði- og nátturúvísindasviði eru flest próf þung lokapróf sem vega 70 – 100% af lokaeinkunn, því gat verið dýrkeypt að falla í desember og taka prófið í maí, þegar heil önn af öðru námsefni hefur liðið á milli prófanna. Efnið er ennþá ferskt í minni í janúar, og því þarf ekki að læra það upp á nýtt. Það er einungis nauðsynlegt að betrumbæta þá þekkingu sem brast í desemberprófinu. Pússa þekkinguna til og sparsla í holurnar. Einning losnar nemandinn við stressið sem fylgir því að hafa auka lokapróf hangandi yfir sér yfir alla önnina, þar sem það er nóg af nýju námsefni á önninni án þess að gamla efnið hangi yfir þér. Þó jólin verði skemmri, þá er það verðugur fórnarkostnaður þegar litið er heildrænt á málið. Ég fór kannski minna á jólaböllin, og fékk mér minna hangikjöt en í staðinn þá er stressið minna og vigtin ber léttari byrði. Enginn verður smiður við fyrsta högg, og í þessari fyrstu atrennu mátti sumt fara betur. Það hefðu t.d. mátt vera fleiri dagar á milli prófa, meira tillit tekið til erfiðari áfanga og nemendur látnir vita fyrr hvenær endurtökuprófin færu fram. Yfir heildina voru nemendur ánægðir með þessa skipan mála. Það er betra að hafa endurtökuprófin í janúar, það er ekki spurning. Næsta skref er að negla niður endurtökuprófin og sjá til þess að þau verði varanlega í janúar. Það eru vankantar en þá má saga af. Í Vöku munum við berjast fyrir því að svo verði. Við mundum hamarinn, látum verkin tala og linnum ekki látum fyrr en naglinn hefur verið rekinn á kaf. Verkfræði og náttúruvísindasvið er bara upphafið, við viljum að þessi skipan standi til boða í öllum faggreinum háskólans. Þá fyrst leggjum við hamarinn niður.
En ég vil ekki verða fræðimaður Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. 28. janúar 2017 14:58
Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00
Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar