Gamma má áfram nota nafnið Gamma Haraldur Guðmundsson skrifar 28. júní 2017 09:00 Valdimar Ármann er forstjóri Gamma Capital Management á Íslandi. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði síðasta föstudag frá kröfu fasteignafélagsins Gamma ehf. um að fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management yrði bannað að nota heitið Gamma í fasteignaviðskiptum. Einkaleyfisskráning Gamma ehf. á sviðum viðskiptaráðgjafar, rekstrarstjórnunar og skipulagsráðgjafar var þá ógilt. Héraðsdómur féllst aftur á móti ekki á kröfu Gamma Capital Management um að ógilt yrði vörumerkjaskráning Gamma ehf. á sviði fasteignaþjónustu. Fjármálafyrirtækinu er því óheimilt að nota nafnið eða tákn sem eru lík vörumerki fasteignafélagsins í slíkri atvinnustarfsemi. Gamma Capital Management stefndi Gamma ehf. og krafðist þess að vörumerkjaskráningin yrði ógilt. Fasteignafélagið gagnstefndi fjármálafyrirtækinu og krafðist þess að því yrði bannað að nota heitið Gamma í atvinnustarfsemi sinni þegar kæmi að umsjón með íbúðarhúsnæði, leigu þess og öðrum fasteignaviðskiptum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Gamma Capital Management hefði notað vörumerkið til slíkra viðskipta. Gamma Capital Management á og rekur Almenna leigufélagið, annað stærsta leigufélag landsins á almennum markaði, en Gamma ehf. á og leigir út fasteignir í miðbæ Reykjavíkur. Markaðurinn fjallaði um deiluna um miðjan janúar síðastliðinn og sagði Magnús Stephensen, stjórnarmaður og einn eigenda Gamma ehf., þá að nafnið Gamma væri búið að vera í fjölskyldu hans síðan 1969 þegar faðir hans rak samnefnt fyrirtæki. Samkvæmt dómi héraðsdóms fór félag hans fyrst fram á að nafni Gamma Capital Management, sem hét áður GAM Management, yrði breytt í ágúst 2009. Gamma ehf. er í eigu Magnúsar og Hannesar Hilmarssonar, forstjóra flugfélagsins Atlanta. Firmaheiti félagsins var skráð árið 2005. Gamma Capital Management er öllu umsvifameira fjármálafyrirtæki, með yfir 115 milljarða króna í stýringu, og stofnað árið 2008. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði síðasta föstudag frá kröfu fasteignafélagsins Gamma ehf. um að fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management yrði bannað að nota heitið Gamma í fasteignaviðskiptum. Einkaleyfisskráning Gamma ehf. á sviðum viðskiptaráðgjafar, rekstrarstjórnunar og skipulagsráðgjafar var þá ógilt. Héraðsdómur féllst aftur á móti ekki á kröfu Gamma Capital Management um að ógilt yrði vörumerkjaskráning Gamma ehf. á sviði fasteignaþjónustu. Fjármálafyrirtækinu er því óheimilt að nota nafnið eða tákn sem eru lík vörumerki fasteignafélagsins í slíkri atvinnustarfsemi. Gamma Capital Management stefndi Gamma ehf. og krafðist þess að vörumerkjaskráningin yrði ógilt. Fasteignafélagið gagnstefndi fjármálafyrirtækinu og krafðist þess að því yrði bannað að nota heitið Gamma í atvinnustarfsemi sinni þegar kæmi að umsjón með íbúðarhúsnæði, leigu þess og öðrum fasteignaviðskiptum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Gamma Capital Management hefði notað vörumerkið til slíkra viðskipta. Gamma Capital Management á og rekur Almenna leigufélagið, annað stærsta leigufélag landsins á almennum markaði, en Gamma ehf. á og leigir út fasteignir í miðbæ Reykjavíkur. Markaðurinn fjallaði um deiluna um miðjan janúar síðastliðinn og sagði Magnús Stephensen, stjórnarmaður og einn eigenda Gamma ehf., þá að nafnið Gamma væri búið að vera í fjölskyldu hans síðan 1969 þegar faðir hans rak samnefnt fyrirtæki. Samkvæmt dómi héraðsdóms fór félag hans fyrst fram á að nafni Gamma Capital Management, sem hét áður GAM Management, yrði breytt í ágúst 2009. Gamma ehf. er í eigu Magnúsar og Hannesar Hilmarssonar, forstjóra flugfélagsins Atlanta. Firmaheiti félagsins var skráð árið 2005. Gamma Capital Management er öllu umsvifameira fjármálafyrirtæki, með yfir 115 milljarða króna í stýringu, og stofnað árið 2008. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira