Steingrímur og Fáfnir Offshore gripu í tómt Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. desember 2017 16:40 Steingrími Erlingssyni var vikið úr starfi sem framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore árið 2015. Biokraft Fyrirtækið Fáfnir Offshore hefur verið sýknað af kröfum fyrrverandi forstjóra þess, Steingríms Erlingssonar, en hann krafði félagið um ógreidd laun og orlof eftir að honum var vikið úr starfi árið 2015. Fáfnir Offshore stefndi Steingrími og félagi hans Fáfni Holding með gagnkröfu fyrir trúnaðarbrot og aðrar sakir í starfi sínu. Voru Steingrímur og félag hans einnig sýknuð og fellur allur málskostnaður niður. Málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir rakti málið ítarlega um daginn þegar aðalmeðferð þess fór fram, þann 1. desember.Sjá einnig: Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“Fréttablaðið greindi frá því í júní á þessu ári að Steingrímur hefði stefnt Fáfni Offshore og krefðist þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof en honum var sagt upp í desember árið 2015. Samningi hans var síðan rift í lok febrúar og hlaut hann því einungis launagreiðslur fyrir desember- og janúarmánuð. Gagnstefna forsvarsmanna Fáfnis Offshore byggði á því að Steingrímur hafi í kjölfar uppsagnar tekið með sér lausa muni sem skráðir voru í eigu félagsins. Um er að ræða Hewlett Packard borðtölvu, farsíma og sófa.Horfin tölva, óafhentir póstar og Kastljósviðtal Honum var einnig gefið að sök að hafa ógnað hagsmunum fyrirtækisins með því að afhenda ekki tölvupósta og gögn á vegum félagsins þegar samningaviðræður stóðu yfir við sýslumanninn á Svalbarða um framlengingu á útleigu olíuleitarskipsins Polarsyssel úr 6 í 9 mánuði á ári. Að sama skapi hafi hann ógnað hagsmunum félagsins með því að fara í viðtal í Kastljósinu þar sem hann greindi frá stöðu þess. Steingrímur sagði viðtalið ekki hafa haft áhrif, hann hafi ákveðið að mæta í það sem hluthafi félagsins en ekki forstjóri þess, en á þeim tíma vann hann af sér uppsagnarfrest. Steingrímur kannaðist ekki við að hafa tekið tölvu í leyfisleysi frá félaginu en forsvarsmenn Fáfnis Offshore fengu vitni fyrir dóminn sem segja Steingrím hafa nálgast sig að fyrra bragði og beðið þá að taka afrit af hörðum diski tölvunnar og farga henni að því loknu eða setja í geymslu. Steingrímur sagði mikla sorg ríkja í hjarta sínu yfir málinu þegar aðalmeðferðin fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif – það vita allir sem mig þekkja.“ Í dómsorði héraðsdóms segir:„Gagnstefnandi, Fáfnir Offshore ehf., er sýkn af kröfu aðalstefnanda, Steingríms Bjarna Erlingssonar. Aðalstefnandi og gagnstefndi, Fáfnir Holding ehf., eru sýknir af kröfu gagnstefnanda. Málskostnaður fellur niður.“ Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15 Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00 Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00 Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Fyrirtækið Fáfnir Offshore hefur verið sýknað af kröfum fyrrverandi forstjóra þess, Steingríms Erlingssonar, en hann krafði félagið um ógreidd laun og orlof eftir að honum var vikið úr starfi árið 2015. Fáfnir Offshore stefndi Steingrími og félagi hans Fáfni Holding með gagnkröfu fyrir trúnaðarbrot og aðrar sakir í starfi sínu. Voru Steingrímur og félag hans einnig sýknuð og fellur allur málskostnaður niður. Málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir rakti málið ítarlega um daginn þegar aðalmeðferð þess fór fram, þann 1. desember.Sjá einnig: Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“Fréttablaðið greindi frá því í júní á þessu ári að Steingrímur hefði stefnt Fáfni Offshore og krefðist þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof en honum var sagt upp í desember árið 2015. Samningi hans var síðan rift í lok febrúar og hlaut hann því einungis launagreiðslur fyrir desember- og janúarmánuð. Gagnstefna forsvarsmanna Fáfnis Offshore byggði á því að Steingrímur hafi í kjölfar uppsagnar tekið með sér lausa muni sem skráðir voru í eigu félagsins. Um er að ræða Hewlett Packard borðtölvu, farsíma og sófa.Horfin tölva, óafhentir póstar og Kastljósviðtal Honum var einnig gefið að sök að hafa ógnað hagsmunum fyrirtækisins með því að afhenda ekki tölvupósta og gögn á vegum félagsins þegar samningaviðræður stóðu yfir við sýslumanninn á Svalbarða um framlengingu á útleigu olíuleitarskipsins Polarsyssel úr 6 í 9 mánuði á ári. Að sama skapi hafi hann ógnað hagsmunum félagsins með því að fara í viðtal í Kastljósinu þar sem hann greindi frá stöðu þess. Steingrímur sagði viðtalið ekki hafa haft áhrif, hann hafi ákveðið að mæta í það sem hluthafi félagsins en ekki forstjóri þess, en á þeim tíma vann hann af sér uppsagnarfrest. Steingrímur kannaðist ekki við að hafa tekið tölvu í leyfisleysi frá félaginu en forsvarsmenn Fáfnis Offshore fengu vitni fyrir dóminn sem segja Steingrím hafa nálgast sig að fyrra bragði og beðið þá að taka afrit af hörðum diski tölvunnar og farga henni að því loknu eða setja í geymslu. Steingrímur sagði mikla sorg ríkja í hjarta sínu yfir málinu þegar aðalmeðferðin fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif – það vita allir sem mig þekkja.“ Í dómsorði héraðsdóms segir:„Gagnstefnandi, Fáfnir Offshore ehf., er sýkn af kröfu aðalstefnanda, Steingríms Bjarna Erlingssonar. Aðalstefnandi og gagnstefndi, Fáfnir Holding ehf., eru sýknir af kröfu gagnstefnanda. Málskostnaður fellur niður.“
Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15 Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00 Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00 Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15
Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00
Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent