Svæfingalæknir í jarðarför svo Karen var vakandi í aðgerðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2017 16:30 Karen Knútsdóttir með eldhressum vinnufélögum sínum í dag. Vísir/Vilhelm Landsliðskona Karen Knútsdóttir, sem varð fyrir því óláni að slíta hásin í sigurleik Fram gegn Stjörnunni, mætti til vinnu í bílaumboðið Öskju í morgun. „Ég nenni ekki að vera heima, þótt ég megi vera heima. Það er skemmtilegra að vera á meðal fólks,“ segir Karen í samtali við Vísi. Karen birti myndband af aðgerðinni á hásin sinni á Instagram. Eflaust finnst einhverjum óþægilegt að horfa á það enda hefur Instagram sett varnagla á birtingu myndbandsins sem sjá má hér að neðan. Karen segir hlutina hafa gerst hratt eftir að hún sleit hásin á miðvikudagskvöldið í síðustu viku.Íslenska landsliðið og Fram mun sakna krafta leikstjórnandans næstu fimm mánuðina.Vísir/Vilhelm„Ég hitti sérfræðing á föstudagsmorgun og hann sagði að ég gæti komið í aðgerð samdægurs,“ segir Karen. Það eina var að hún yrði að vera vakandi í aðgerðinni þar sem svæfingalæknir væri ekki laus. „Svæfingalæknirinn var í jarðarför,“ segir Karen sem var staðdeyfð. Þannig segist hún ekki hafa fundið fyrir sársauka en þó fundið fyrir því að krukkað væri í fótinn og hásinin toguð til. Hjúkrunarfræðingurinn tók upp myndband fyrir Karen, sem hún svo birti vinum og vandamönnum á Instagram. „Mig langaði ekki að sjá þetta á meðan ég var í aðgerð,“ segir Karen. Hún skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hana hvort hún sé grjóthörð, hafi jafnvel ekki fellt tár síðan í leikskóla. „Nei nei, ég fer oft að gráta. Þetta var bara einhvern veginn ekki vont. Það er meira „creepy“ að vera svæfð,“ segir Karen sem hefur verið heppin með meiðsli hingað til á ferlinum. Þetta er í fyrsta skipti sem hún gengst undir aðgerð vegna meiðsla. Karen segir aðgerðina hafa gengið vel og sömuleiðis að sauma. Hún verður í gifsi út næstu viku en þá verður það fjarlægt. Hún reiknar með því að vera á hliðarlínunni í um fimm mánuði en ætlar svo að mæta til leiks í síðari hluta Olísdeildarinnar en Fram er einmitt spáð Íslandsmeistaratitlinum. Ballið byrjar á morgun þegar Fram tekur á móti Gróttu. Karen ætlar að sjálfsögðu að styðja við bakið á sínum stelpum, á hækjunum.Rétt er að minna á að Seinni bylgjan verður með upphitunarþátt sinn fyrir Olísdeild kvenna á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21. Þátturinn er í opinni dagskrá og verður sömuleiðis sýndur hér á Vísi. Hásinin komin í lag og allir ferskir A post shared by Karen Knútsdóttir (@karenknuts) on Sep 8, 2017 at 1:51pm PDT Olís-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Landsliðskona Karen Knútsdóttir, sem varð fyrir því óláni að slíta hásin í sigurleik Fram gegn Stjörnunni, mætti til vinnu í bílaumboðið Öskju í morgun. „Ég nenni ekki að vera heima, þótt ég megi vera heima. Það er skemmtilegra að vera á meðal fólks,“ segir Karen í samtali við Vísi. Karen birti myndband af aðgerðinni á hásin sinni á Instagram. Eflaust finnst einhverjum óþægilegt að horfa á það enda hefur Instagram sett varnagla á birtingu myndbandsins sem sjá má hér að neðan. Karen segir hlutina hafa gerst hratt eftir að hún sleit hásin á miðvikudagskvöldið í síðustu viku.Íslenska landsliðið og Fram mun sakna krafta leikstjórnandans næstu fimm mánuðina.Vísir/Vilhelm„Ég hitti sérfræðing á föstudagsmorgun og hann sagði að ég gæti komið í aðgerð samdægurs,“ segir Karen. Það eina var að hún yrði að vera vakandi í aðgerðinni þar sem svæfingalæknir væri ekki laus. „Svæfingalæknirinn var í jarðarför,“ segir Karen sem var staðdeyfð. Þannig segist hún ekki hafa fundið fyrir sársauka en þó fundið fyrir því að krukkað væri í fótinn og hásinin toguð til. Hjúkrunarfræðingurinn tók upp myndband fyrir Karen, sem hún svo birti vinum og vandamönnum á Instagram. „Mig langaði ekki að sjá þetta á meðan ég var í aðgerð,“ segir Karen. Hún skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hana hvort hún sé grjóthörð, hafi jafnvel ekki fellt tár síðan í leikskóla. „Nei nei, ég fer oft að gráta. Þetta var bara einhvern veginn ekki vont. Það er meira „creepy“ að vera svæfð,“ segir Karen sem hefur verið heppin með meiðsli hingað til á ferlinum. Þetta er í fyrsta skipti sem hún gengst undir aðgerð vegna meiðsla. Karen segir aðgerðina hafa gengið vel og sömuleiðis að sauma. Hún verður í gifsi út næstu viku en þá verður það fjarlægt. Hún reiknar með því að vera á hliðarlínunni í um fimm mánuði en ætlar svo að mæta til leiks í síðari hluta Olísdeildarinnar en Fram er einmitt spáð Íslandsmeistaratitlinum. Ballið byrjar á morgun þegar Fram tekur á móti Gróttu. Karen ætlar að sjálfsögðu að styðja við bakið á sínum stelpum, á hækjunum.Rétt er að minna á að Seinni bylgjan verður með upphitunarþátt sinn fyrir Olísdeild kvenna á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21. Þátturinn er í opinni dagskrá og verður sömuleiðis sýndur hér á Vísi. Hásinin komin í lag og allir ferskir A post shared by Karen Knútsdóttir (@karenknuts) on Sep 8, 2017 at 1:51pm PDT
Olís-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira