Króna fyrir hvern? Stjórnarmaðurinn skrifar 16. júlí 2017 13:44 Krónan hefur gefið eftir um tæp tíu prósent gagnvart helstu viðskiptamyntum á rúmum mánuði. Athygli vekur að það gerist á háannatíma ferðaþjónustunnar, en samkvæmt öllum hefðbundnum stikum ætti blásumarið að vera sá tími þegar innflæði gjaldeyris er mest til landsins. Sagan segir okkur að krónan styrkist alla jafna á þessum árstíma. Nú er annað uppi á teningnum og margir anda vafalaust eilítið léttar. Útflutningsgreinarnar hafa einfaldlega verið komnar að þolmörkum. Athyglisvert hefur líka verið að heyra í fólki sem starfar í ferðaþjónustu. Margir hafa talað opinberlega um að ferðamenn kvarti undan okri – þó það nú væri – og aðrir hafa ekki farið leynt með að farið sé að bera á afbókunum fyrir næsta vetur. Greinilegt er því að krónan ofursterka er farin að bíta á nýju grundvallaratvinnugreinina okkar. Vonandi er skaðinn ekki óafturkræfur, en ljóst er þó að ferðaþjónustan, rétt eins og aðrar atvinnugreinar í landinu sem á einhvern hátt byggjast á samskiptum við útlönd, má illa við því að notast við gjaldmiðil sem reglulega tekur snarpar dýfur eða stökk í hæstu hæðir eins og hendi sé veifað. Það býður ekki bara þeirri hættu heim, að ferðamönnum ofbjóði verðlagið þegar sá gállinn er á krónunni, heldur er nánast ómögulegt að gera skynsamlegar rekstraráætlanir til lengri tíma. Ófarir bílaleiga hérlendis í sumar eru til marks um það. Nú hefur ferðaþjónustan fengið að finna fyrir því hversu óhentugur gjaldmiðill krónan er. Sjávarútvegurinn hefur sömuleiðis fengið að finna fyrir henni. Sú tíð er sem betur fer liðin að forsvarsmenn þeirrar ágætu atvinnugreinar geti pantað gengisfellingu eftir hentugleikum. Raunar er það svo að sú atvinnugrein hefur í auknum mæli sagt skilið við krónuhagkerfið. Ekki er því gott að segja hverjir hafa hag af að halda krónunni. Kannski helst pólitíkusarnir sem hafa þá fleiri þræði á sinni hendi, fleiri bitlinga og störf til að útdeila. Gjarnan er vitnað til þess að krónan veiti sveigjanleika þegar illa árar. Vissulega er sannleikskorn í því. Hin hliðin á peningnum er sú að þótt gengissveiflurnar kunni að draga úr sjúkdómseinkennum með því að varpa kvölinni yfir á aðra, þá er krónan króníski sjúkdómurinn sem sífellt er verið að glíma við.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Krónan hefur gefið eftir um tæp tíu prósent gagnvart helstu viðskiptamyntum á rúmum mánuði. Athygli vekur að það gerist á háannatíma ferðaþjónustunnar, en samkvæmt öllum hefðbundnum stikum ætti blásumarið að vera sá tími þegar innflæði gjaldeyris er mest til landsins. Sagan segir okkur að krónan styrkist alla jafna á þessum árstíma. Nú er annað uppi á teningnum og margir anda vafalaust eilítið léttar. Útflutningsgreinarnar hafa einfaldlega verið komnar að þolmörkum. Athyglisvert hefur líka verið að heyra í fólki sem starfar í ferðaþjónustu. Margir hafa talað opinberlega um að ferðamenn kvarti undan okri – þó það nú væri – og aðrir hafa ekki farið leynt með að farið sé að bera á afbókunum fyrir næsta vetur. Greinilegt er því að krónan ofursterka er farin að bíta á nýju grundvallaratvinnugreinina okkar. Vonandi er skaðinn ekki óafturkræfur, en ljóst er þó að ferðaþjónustan, rétt eins og aðrar atvinnugreinar í landinu sem á einhvern hátt byggjast á samskiptum við útlönd, má illa við því að notast við gjaldmiðil sem reglulega tekur snarpar dýfur eða stökk í hæstu hæðir eins og hendi sé veifað. Það býður ekki bara þeirri hættu heim, að ferðamönnum ofbjóði verðlagið þegar sá gállinn er á krónunni, heldur er nánast ómögulegt að gera skynsamlegar rekstraráætlanir til lengri tíma. Ófarir bílaleiga hérlendis í sumar eru til marks um það. Nú hefur ferðaþjónustan fengið að finna fyrir því hversu óhentugur gjaldmiðill krónan er. Sjávarútvegurinn hefur sömuleiðis fengið að finna fyrir henni. Sú tíð er sem betur fer liðin að forsvarsmenn þeirrar ágætu atvinnugreinar geti pantað gengisfellingu eftir hentugleikum. Raunar er það svo að sú atvinnugrein hefur í auknum mæli sagt skilið við krónuhagkerfið. Ekki er því gott að segja hverjir hafa hag af að halda krónunni. Kannski helst pólitíkusarnir sem hafa þá fleiri þræði á sinni hendi, fleiri bitlinga og störf til að útdeila. Gjarnan er vitnað til þess að krónan veiti sveigjanleika þegar illa árar. Vissulega er sannleikskorn í því. Hin hliðin á peningnum er sú að þótt gengissveiflurnar kunni að draga úr sjúkdómseinkennum með því að varpa kvölinni yfir á aðra, þá er krónan króníski sjúkdómurinn sem sífellt er verið að glíma við.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur