Reykjavík orðin dýrari en New York Sæunn Gísladóttir skrifar 6. júlí 2017 11:26 Reykjavík var 4 prósent ódýrari en New York árið 2016 en er 31 prósent dýrari í dag. Reykjavík er ein dýrasta borg í heimi ef marka má lista fyrirtækisins Numbeo. En borgin skipar 8. sæti lista Numbeo af 6.500 borgum sé litið til framfærslukostnaðar. Samkvæmt listanum er Zurich í Sviss dýrasta borg í heimi og er framfærslukostnaður þar 50 prósent hærri en í New York, á Íslandi er hins vegar framfærslukostnaðurinn 31 prósenti hærri. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að aðferðarfræði Numbeo sé að setja kostnað í New York sem 100 á hverjum tíma og miða aðrar borgir við þá tölu. EFTA-löndin Sviss, Ísland og Noregur skipa hæstu sæti listans auk Hamilton á Bermúda. Sé litið á höfuðborgir Norðurlandanna sést að Reykjavík er langdýrasta borgin og hafa hún og Osló nokkra sérstöðu. Í hinum þremur borgunum er framfærslukostnaður lægri en í New York.Ísland hoppað upp um 53 sætiÁ árinu 2011 var Reykjavík í 61. sæti á lista þessara borga hvað varðar framfærslukostnað. Síðan hefur borgin klifrað upp listann og var í 28. sæti 2016 og er í 8. sæti miðað við síðustu tölur. Samanburðurinn við New York breyttist mikið milli 2016 og 2017, Reykjavík var 4 prósent ódýrari 2016 en er 31 prósent dýrari í dag. Þarna skiptir sambandið á milli krónunnar og dollars miklu máli.Matvaran dýr á ÍslandiReykjavík var í 8. sæti á listanum hvað verð á matvöru varðar, dýrust borga á Norðurlöndunum. Skammt á eftir kom Osló í 13. sæti og Stokkhólmur kom langt þar á eftir í 68. sæti. Ísland og Noregur hafa því mikla sérstöðu meðal Norðurlandanna í þessum samanburði.Veitingahúsin líka dýrSé verðlag á veitingahúsum skoðað sést að Hamilton á Bermúda er dýrasta borgin og síðan Zug í Sviss. Þar á eftir koma Stavanger og Reykjavík. Kaupmannahöfn er í 14. sæti. Af 13 efstu sætunum eru allar borgirnar ýmist á Íslandi, í Noregi og Sviss fyrir utan Hamilton sem er í fyrsta sæti. Fram kemur í Hagsjánni að tölur af þessu tagi séu auðvitað ekki mjög nákvæm vísindi, en gefi engu að síður vísbendingu um hvernig staða Reykjavík birtist þeim sem skoða heimasíður fyrirtækja á borð við Numbeo. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Reykjavík er ein dýrasta borg í heimi ef marka má lista fyrirtækisins Numbeo. En borgin skipar 8. sæti lista Numbeo af 6.500 borgum sé litið til framfærslukostnaðar. Samkvæmt listanum er Zurich í Sviss dýrasta borg í heimi og er framfærslukostnaður þar 50 prósent hærri en í New York, á Íslandi er hins vegar framfærslukostnaðurinn 31 prósenti hærri. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að aðferðarfræði Numbeo sé að setja kostnað í New York sem 100 á hverjum tíma og miða aðrar borgir við þá tölu. EFTA-löndin Sviss, Ísland og Noregur skipa hæstu sæti listans auk Hamilton á Bermúda. Sé litið á höfuðborgir Norðurlandanna sést að Reykjavík er langdýrasta borgin og hafa hún og Osló nokkra sérstöðu. Í hinum þremur borgunum er framfærslukostnaður lægri en í New York.Ísland hoppað upp um 53 sætiÁ árinu 2011 var Reykjavík í 61. sæti á lista þessara borga hvað varðar framfærslukostnað. Síðan hefur borgin klifrað upp listann og var í 28. sæti 2016 og er í 8. sæti miðað við síðustu tölur. Samanburðurinn við New York breyttist mikið milli 2016 og 2017, Reykjavík var 4 prósent ódýrari 2016 en er 31 prósent dýrari í dag. Þarna skiptir sambandið á milli krónunnar og dollars miklu máli.Matvaran dýr á ÍslandiReykjavík var í 8. sæti á listanum hvað verð á matvöru varðar, dýrust borga á Norðurlöndunum. Skammt á eftir kom Osló í 13. sæti og Stokkhólmur kom langt þar á eftir í 68. sæti. Ísland og Noregur hafa því mikla sérstöðu meðal Norðurlandanna í þessum samanburði.Veitingahúsin líka dýrSé verðlag á veitingahúsum skoðað sést að Hamilton á Bermúda er dýrasta borgin og síðan Zug í Sviss. Þar á eftir koma Stavanger og Reykjavík. Kaupmannahöfn er í 14. sæti. Af 13 efstu sætunum eru allar borgirnar ýmist á Íslandi, í Noregi og Sviss fyrir utan Hamilton sem er í fyrsta sæti. Fram kemur í Hagsjánni að tölur af þessu tagi séu auðvitað ekki mjög nákvæm vísindi, en gefi engu að síður vísbendingu um hvernig staða Reykjavík birtist þeim sem skoða heimasíður fyrirtækja á borð við Numbeo.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira