Heimsþekktir fjárfestar fjárfesta í íslenskum sprota Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. nóvember 2017 07:17 Liðsmenn Authenteq eru kátir þessa dagana. Authenteq Íslenska sprotafyrirtækið Authenteq, sem hefur unnið í þróun á rafrænum skilríkjum sem hægt er að nota hvar sem er á internetinu, fékk á dögunum fjárfestingu frá þremur mikilsmetnum fjárfestum á sviði tæknisprota. Hlutafjáraukningin var 135 milljónir króna í þessari fjármögnunarumferð en áður hafði fyrirtækið fengið myndarlega styrki frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fjárfestarnir þrír komu úr Sílíkondalnum, Lundúnum og Berlín en um er að ræða líklega þrjár af stærstu tæknisprotaborgum heims. Í tilkynningu frá Authenteq eru fjárfestarnir kynntir til sögunnar. „Þekktastur af þeim er sjálfsagt fjárfestirinn Tim Draper sem á fjárfestingafélagið Draper Associates, en Tim hefur fjárfest í mörgum af þekktustu tæknifyrirtækjum heims og var fyrsti fjárfestir í Tesla, Skype, Box, Hotmail og Twitch, ásamt kínverska tæknirisanum Baidu.“ Einnig fjárfesti Initial Capital frá London í Authenteq en eigendur þess stofnuðu Playfish. „Þeir hafa verið umsvifamiklir á tölvuleikjamarkaði og meðal annars frumfjárfestar í Supercell frá Finlandi,“ segir í tilkynningunni. Einnig tóku þátt í fjármögnunni þýski fjárfestingahópurinn Cavalry Ventures sem er í eigu stofnanda m.a. Delivery Hero og eru staðsettir í Berlín. Haft er eftir Kára Þór Rúnarssyni, framkvæmdastjóra og stofnanda Authenteq, í tilkynningunni að mikil ánægja ríki í herbúðum fyrirtækisins með fjárfestana þrjá. Kári Þór Rúnarsson„Við lögðum einnig mikla áherslu á að fá fjárfesta sem sjálfir hafa reynslu af því að stofna og reka sprotafyrirtæki og því að stækka hratt á alþjóðlegum markaði,“ segir Kári. Hann telur að margt megi gagnrýna í sprotaumhverfinu á Íslandi - „svo sem aðgang að reyndum fjárfestum sem koma með meira verðmæti en bara pening, og svo blessuðu krónuna, en við værum ekki komnir þetta langt ef ekki væri gríðarlega öflugur stuðningur við sprotafyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref hér. Þar má helst nefna ómetanlegan stuðning frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands,” segir Kári um frumkvöðlaumhverfið á Íslandi. Fjármagnið verður nýtt til að stækka teymið og undirbúa útgáfu á lausninni fyrir alþjóðlegan markað en fjölmörg fyrirtæki hafa sýnt lausninni áhuga. „Við höfum verið svo heppin að hingað til höfum við ekki þurft að sækja út á við til að selja þar sem fyrirtæki hafa haft samband við okkur af fyrra bragði ólm í að nýta sér lausnina. Við munum þó nýta fjármagnið í að bæta við markaðs- og sölufólki enda er núna lögð áhersla á að stækka og gera Authenteq að auðkenningarstaðli fyrir internet viðskipti og samskipti,” segir Kári að lokum. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Authenteq, sem hefur unnið í þróun á rafrænum skilríkjum sem hægt er að nota hvar sem er á internetinu, fékk á dögunum fjárfestingu frá þremur mikilsmetnum fjárfestum á sviði tæknisprota. Hlutafjáraukningin var 135 milljónir króna í þessari fjármögnunarumferð en áður hafði fyrirtækið fengið myndarlega styrki frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fjárfestarnir þrír komu úr Sílíkondalnum, Lundúnum og Berlín en um er að ræða líklega þrjár af stærstu tæknisprotaborgum heims. Í tilkynningu frá Authenteq eru fjárfestarnir kynntir til sögunnar. „Þekktastur af þeim er sjálfsagt fjárfestirinn Tim Draper sem á fjárfestingafélagið Draper Associates, en Tim hefur fjárfest í mörgum af þekktustu tæknifyrirtækjum heims og var fyrsti fjárfestir í Tesla, Skype, Box, Hotmail og Twitch, ásamt kínverska tæknirisanum Baidu.“ Einnig fjárfesti Initial Capital frá London í Authenteq en eigendur þess stofnuðu Playfish. „Þeir hafa verið umsvifamiklir á tölvuleikjamarkaði og meðal annars frumfjárfestar í Supercell frá Finlandi,“ segir í tilkynningunni. Einnig tóku þátt í fjármögnunni þýski fjárfestingahópurinn Cavalry Ventures sem er í eigu stofnanda m.a. Delivery Hero og eru staðsettir í Berlín. Haft er eftir Kára Þór Rúnarssyni, framkvæmdastjóra og stofnanda Authenteq, í tilkynningunni að mikil ánægja ríki í herbúðum fyrirtækisins með fjárfestana þrjá. Kári Þór Rúnarsson„Við lögðum einnig mikla áherslu á að fá fjárfesta sem sjálfir hafa reynslu af því að stofna og reka sprotafyrirtæki og því að stækka hratt á alþjóðlegum markaði,“ segir Kári. Hann telur að margt megi gagnrýna í sprotaumhverfinu á Íslandi - „svo sem aðgang að reyndum fjárfestum sem koma með meira verðmæti en bara pening, og svo blessuðu krónuna, en við værum ekki komnir þetta langt ef ekki væri gríðarlega öflugur stuðningur við sprotafyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref hér. Þar má helst nefna ómetanlegan stuðning frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands,” segir Kári um frumkvöðlaumhverfið á Íslandi. Fjármagnið verður nýtt til að stækka teymið og undirbúa útgáfu á lausninni fyrir alþjóðlegan markað en fjölmörg fyrirtæki hafa sýnt lausninni áhuga. „Við höfum verið svo heppin að hingað til höfum við ekki þurft að sækja út á við til að selja þar sem fyrirtæki hafa haft samband við okkur af fyrra bragði ólm í að nýta sér lausnina. Við munum þó nýta fjármagnið í að bæta við markaðs- og sölufólki enda er núna lögð áhersla á að stækka og gera Authenteq að auðkenningarstaðli fyrir internet viðskipti og samskipti,” segir Kári að lokum.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira