Heimsþekktir fjárfestar fjárfesta í íslenskum sprota Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. nóvember 2017 07:17 Liðsmenn Authenteq eru kátir þessa dagana. Authenteq Íslenska sprotafyrirtækið Authenteq, sem hefur unnið í þróun á rafrænum skilríkjum sem hægt er að nota hvar sem er á internetinu, fékk á dögunum fjárfestingu frá þremur mikilsmetnum fjárfestum á sviði tæknisprota. Hlutafjáraukningin var 135 milljónir króna í þessari fjármögnunarumferð en áður hafði fyrirtækið fengið myndarlega styrki frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fjárfestarnir þrír komu úr Sílíkondalnum, Lundúnum og Berlín en um er að ræða líklega þrjár af stærstu tæknisprotaborgum heims. Í tilkynningu frá Authenteq eru fjárfestarnir kynntir til sögunnar. „Þekktastur af þeim er sjálfsagt fjárfestirinn Tim Draper sem á fjárfestingafélagið Draper Associates, en Tim hefur fjárfest í mörgum af þekktustu tæknifyrirtækjum heims og var fyrsti fjárfestir í Tesla, Skype, Box, Hotmail og Twitch, ásamt kínverska tæknirisanum Baidu.“ Einnig fjárfesti Initial Capital frá London í Authenteq en eigendur þess stofnuðu Playfish. „Þeir hafa verið umsvifamiklir á tölvuleikjamarkaði og meðal annars frumfjárfestar í Supercell frá Finlandi,“ segir í tilkynningunni. Einnig tóku þátt í fjármögnunni þýski fjárfestingahópurinn Cavalry Ventures sem er í eigu stofnanda m.a. Delivery Hero og eru staðsettir í Berlín. Haft er eftir Kára Þór Rúnarssyni, framkvæmdastjóra og stofnanda Authenteq, í tilkynningunni að mikil ánægja ríki í herbúðum fyrirtækisins með fjárfestana þrjá. Kári Þór Rúnarsson„Við lögðum einnig mikla áherslu á að fá fjárfesta sem sjálfir hafa reynslu af því að stofna og reka sprotafyrirtæki og því að stækka hratt á alþjóðlegum markaði,“ segir Kári. Hann telur að margt megi gagnrýna í sprotaumhverfinu á Íslandi - „svo sem aðgang að reyndum fjárfestum sem koma með meira verðmæti en bara pening, og svo blessuðu krónuna, en við værum ekki komnir þetta langt ef ekki væri gríðarlega öflugur stuðningur við sprotafyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref hér. Þar má helst nefna ómetanlegan stuðning frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands,” segir Kári um frumkvöðlaumhverfið á Íslandi. Fjármagnið verður nýtt til að stækka teymið og undirbúa útgáfu á lausninni fyrir alþjóðlegan markað en fjölmörg fyrirtæki hafa sýnt lausninni áhuga. „Við höfum verið svo heppin að hingað til höfum við ekki þurft að sækja út á við til að selja þar sem fyrirtæki hafa haft samband við okkur af fyrra bragði ólm í að nýta sér lausnina. Við munum þó nýta fjármagnið í að bæta við markaðs- og sölufólki enda er núna lögð áhersla á að stækka og gera Authenteq að auðkenningarstaðli fyrir internet viðskipti og samskipti,” segir Kári að lokum. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Authenteq, sem hefur unnið í þróun á rafrænum skilríkjum sem hægt er að nota hvar sem er á internetinu, fékk á dögunum fjárfestingu frá þremur mikilsmetnum fjárfestum á sviði tæknisprota. Hlutafjáraukningin var 135 milljónir króna í þessari fjármögnunarumferð en áður hafði fyrirtækið fengið myndarlega styrki frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fjárfestarnir þrír komu úr Sílíkondalnum, Lundúnum og Berlín en um er að ræða líklega þrjár af stærstu tæknisprotaborgum heims. Í tilkynningu frá Authenteq eru fjárfestarnir kynntir til sögunnar. „Þekktastur af þeim er sjálfsagt fjárfestirinn Tim Draper sem á fjárfestingafélagið Draper Associates, en Tim hefur fjárfest í mörgum af þekktustu tæknifyrirtækjum heims og var fyrsti fjárfestir í Tesla, Skype, Box, Hotmail og Twitch, ásamt kínverska tæknirisanum Baidu.“ Einnig fjárfesti Initial Capital frá London í Authenteq en eigendur þess stofnuðu Playfish. „Þeir hafa verið umsvifamiklir á tölvuleikjamarkaði og meðal annars frumfjárfestar í Supercell frá Finlandi,“ segir í tilkynningunni. Einnig tóku þátt í fjármögnunni þýski fjárfestingahópurinn Cavalry Ventures sem er í eigu stofnanda m.a. Delivery Hero og eru staðsettir í Berlín. Haft er eftir Kára Þór Rúnarssyni, framkvæmdastjóra og stofnanda Authenteq, í tilkynningunni að mikil ánægja ríki í herbúðum fyrirtækisins með fjárfestana þrjá. Kári Þór Rúnarsson„Við lögðum einnig mikla áherslu á að fá fjárfesta sem sjálfir hafa reynslu af því að stofna og reka sprotafyrirtæki og því að stækka hratt á alþjóðlegum markaði,“ segir Kári. Hann telur að margt megi gagnrýna í sprotaumhverfinu á Íslandi - „svo sem aðgang að reyndum fjárfestum sem koma með meira verðmæti en bara pening, og svo blessuðu krónuna, en við værum ekki komnir þetta langt ef ekki væri gríðarlega öflugur stuðningur við sprotafyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref hér. Þar má helst nefna ómetanlegan stuðning frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands,” segir Kári um frumkvöðlaumhverfið á Íslandi. Fjármagnið verður nýtt til að stækka teymið og undirbúa útgáfu á lausninni fyrir alþjóðlegan markað en fjölmörg fyrirtæki hafa sýnt lausninni áhuga. „Við höfum verið svo heppin að hingað til höfum við ekki þurft að sækja út á við til að selja þar sem fyrirtæki hafa haft samband við okkur af fyrra bragði ólm í að nýta sér lausnina. Við munum þó nýta fjármagnið í að bæta við markaðs- og sölufólki enda er núna lögð áhersla á að stækka og gera Authenteq að auðkenningarstaðli fyrir internet viðskipti og samskipti,” segir Kári að lokum.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira