Stolið fyrir milljarð á hverju ári Benedikt Bóas skrifar 30. október 2017 13:30 Hér má sjá fjöldatölur yfir virka deilendur á nokkrum íslenskum þáttum af skráarskiptisíðunni Deildu.net frá því fyrr í dag. FRÍSK hefur látið reikna út að tap iðnaðarins af sjónvarps- og kvikmyndastuldi eingöngu er 1,1 milljarður á ári sem er mikið í okkar litla samfélagi,“ segir Jóhanna Margrét Gísladóttir, dagskrárstjóri Stöðvar. Fjölmargir þættir stöðvarinnar eru gríðarlega vinsælir á niðurhalssíðum og er niðurhalað án endurgjalds. Þáttaraðirnar Leitin að upprunanum og Fósturbörn eru þar í efstu sætum.„Íslenskt efni verður ekki sett á hakann en það heftir vöxt á framleiðslu að stór hluti áhorfenda horfir með ólögmætum hætti sem skilar sér ekki til þeirra sem framleiddu efnið,“ segir Jóhanna.Raunheimar og internetheimar lúta sömu lagareglum en lögreglan hefur ekki mannafla til að rannsaka og taka til meðferðar kærur sem berast henni um ólöglegt niðurhal. Samkvæmt höfundarlögum varðar það sektum eða fangelsi í tvö ár að brjóta þau. Jóhanna segir að einstaklingar verði áfram kærðir fyrir að setja höfundarréttarvarið efni inn á ólöglegar síður. „Lögreglan þarf að taka til rannsóknar kærur sem hefur verið beint gegn þeim sem talið er að reki síðurnar og þá stærstu sem eru í því að setja þar inn íslenskt efni. Kærur þess efnis hafa verið sendar til lögreglu bæði af FRÍSK og okkur hjá 365 miðlum og haldið verður áfram að kæra helstu aðila sem setja inn íslenskt efni. Rétthafar hafa fengið lögbann sett á fjarskiptasíðurnar til að lágmarka aðgang að þeim sem hefur haft töluverð áhrif en betur má ef duga skal og þar þurfum við lögregluna með okkur í lið,“ segir hún.Í nýrri þáttaröð Leitarinnar að upprunanum var meðal annars fylgst með máli Lindu Rutar, sem hefur leitað að föður sínum í yfir áratug.Í könnun frá 2016, sem Capacent gerði, kom í ljós að 37 prósent þátttakenda stunda ólöglegt niðurhal á efni. „Það er mjög alvarlegt mál hversu léttvægt Íslendingum finnst að stela efni á netinu. Í nágrannalöndum okkar eru mun harðari viðurlög og fylgst grannt með því af netveitum og lögreglu. Því er fólk meira meðvitað um að það er glæpur að ná í efni án greiðslu. Mér finnst mjög sorglegt að sjá fólk deila slóðum á efni eins og ekkert sé eðlilegra á netinu, sérstaklega á íslenskt efni, þegar hægt er að nálgast það á löglegan máta á auðveldan hátt. Löglegum leiðum til að nálgast efni hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár með tilkomu fjölda streymisveita eins og okkar þjónustu, Stöð 2 Maraþon NOW, þar sem er hægt fyrir undir 2.990 kr. á mánuði að styðja við íslenska framleiðslu og fá mikið af bæði íslensku og erlendu gæðaefni á löglegan máta,“ segir Jóhanna. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
FRÍSK hefur látið reikna út að tap iðnaðarins af sjónvarps- og kvikmyndastuldi eingöngu er 1,1 milljarður á ári sem er mikið í okkar litla samfélagi,“ segir Jóhanna Margrét Gísladóttir, dagskrárstjóri Stöðvar. Fjölmargir þættir stöðvarinnar eru gríðarlega vinsælir á niðurhalssíðum og er niðurhalað án endurgjalds. Þáttaraðirnar Leitin að upprunanum og Fósturbörn eru þar í efstu sætum.„Íslenskt efni verður ekki sett á hakann en það heftir vöxt á framleiðslu að stór hluti áhorfenda horfir með ólögmætum hætti sem skilar sér ekki til þeirra sem framleiddu efnið,“ segir Jóhanna.Raunheimar og internetheimar lúta sömu lagareglum en lögreglan hefur ekki mannafla til að rannsaka og taka til meðferðar kærur sem berast henni um ólöglegt niðurhal. Samkvæmt höfundarlögum varðar það sektum eða fangelsi í tvö ár að brjóta þau. Jóhanna segir að einstaklingar verði áfram kærðir fyrir að setja höfundarréttarvarið efni inn á ólöglegar síður. „Lögreglan þarf að taka til rannsóknar kærur sem hefur verið beint gegn þeim sem talið er að reki síðurnar og þá stærstu sem eru í því að setja þar inn íslenskt efni. Kærur þess efnis hafa verið sendar til lögreglu bæði af FRÍSK og okkur hjá 365 miðlum og haldið verður áfram að kæra helstu aðila sem setja inn íslenskt efni. Rétthafar hafa fengið lögbann sett á fjarskiptasíðurnar til að lágmarka aðgang að þeim sem hefur haft töluverð áhrif en betur má ef duga skal og þar þurfum við lögregluna með okkur í lið,“ segir hún.Í nýrri þáttaröð Leitarinnar að upprunanum var meðal annars fylgst með máli Lindu Rutar, sem hefur leitað að föður sínum í yfir áratug.Í könnun frá 2016, sem Capacent gerði, kom í ljós að 37 prósent þátttakenda stunda ólöglegt niðurhal á efni. „Það er mjög alvarlegt mál hversu léttvægt Íslendingum finnst að stela efni á netinu. Í nágrannalöndum okkar eru mun harðari viðurlög og fylgst grannt með því af netveitum og lögreglu. Því er fólk meira meðvitað um að það er glæpur að ná í efni án greiðslu. Mér finnst mjög sorglegt að sjá fólk deila slóðum á efni eins og ekkert sé eðlilegra á netinu, sérstaklega á íslenskt efni, þegar hægt er að nálgast það á löglegan máta á auðveldan hátt. Löglegum leiðum til að nálgast efni hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár með tilkomu fjölda streymisveita eins og okkar þjónustu, Stöð 2 Maraþon NOW, þar sem er hægt fyrir undir 2.990 kr. á mánuði að styðja við íslenska framleiðslu og fá mikið af bæði íslensku og erlendu gæðaefni á löglegan máta,“ segir Jóhanna.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira