Vistkerfið er líkami Guðs Bjarni Karlsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Einn þáttur jólasögunnar er sá að þegar í ljós kom að María var ófrísk var Jósef miður sín, því hann vissi að hann gat ekki verið faðir barnsins. En vegna þess að hann var alvöru karlmaður þá vildi hann ekki beita kærustuna valdi með því að drusluvæða hana en hugðist slíta sambandinu í kyrrþey. Þá vitraðist honum engill Guðs sem talaði beint inn í taugakerfið á honum í draumi og sagði honum að óttast ekki. Og Jósef gerðist einn af öllum þeim sterku körlum sem gengið hafa börnum í föðurstað sem þeir áttu ekkert í. Við lifum á áhugaverðum tímum í vestrænni menningu þar sem áhrif stigveldissamskipta eru orðin á almanna vitorði þannig að nú er t.d. viðurkennt að kynbundinn yfirgangur snýst ekki um kynþörf heldur vald. Sömuleiðis er okkur orðið ljóst að fátækt snýst ekki um græðgi sumra á kostnað annarra heldur um vald. Við lifum í heimi þar sem gamlir karlar, sem hafa það meginmarkmið að verða rík lík, hafa hin æðstu völd. Ágústínus keisari er í jólaguðspjallinu, Trump og Pútín í okkar nútíma. Svo kemur alltaf einhver Heródes konungur eða Kim Jong-un og allt verður brjálað hjá körlunum svo þeir fara að drepa börn eða glingra með kjarnorkusprengjur. Aðalpæling kristinna jóla er sú að höfundur lífsins hafi tekið á sig genamengi vistkerfisins með því að fæðast sem barn. Með því er verið að meina það, sem náttúruvísindin líka sjá, að veruleikinn er allur samtengdur sem einn líkami. Sem kristinn maður get ég orðað það svo: Allt vistkerfið er líkami Guðs. Barnið í jötunni minnir mig á að lífið er undursamlegt og viðkvæmt og það fylgir því ábyrgð að vera manneskja. Í stað stigveldissamskipta er snjallara að iðka jafningjasamskipti eins og Jósef og María. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun
Einn þáttur jólasögunnar er sá að þegar í ljós kom að María var ófrísk var Jósef miður sín, því hann vissi að hann gat ekki verið faðir barnsins. En vegna þess að hann var alvöru karlmaður þá vildi hann ekki beita kærustuna valdi með því að drusluvæða hana en hugðist slíta sambandinu í kyrrþey. Þá vitraðist honum engill Guðs sem talaði beint inn í taugakerfið á honum í draumi og sagði honum að óttast ekki. Og Jósef gerðist einn af öllum þeim sterku körlum sem gengið hafa börnum í föðurstað sem þeir áttu ekkert í. Við lifum á áhugaverðum tímum í vestrænni menningu þar sem áhrif stigveldissamskipta eru orðin á almanna vitorði þannig að nú er t.d. viðurkennt að kynbundinn yfirgangur snýst ekki um kynþörf heldur vald. Sömuleiðis er okkur orðið ljóst að fátækt snýst ekki um græðgi sumra á kostnað annarra heldur um vald. Við lifum í heimi þar sem gamlir karlar, sem hafa það meginmarkmið að verða rík lík, hafa hin æðstu völd. Ágústínus keisari er í jólaguðspjallinu, Trump og Pútín í okkar nútíma. Svo kemur alltaf einhver Heródes konungur eða Kim Jong-un og allt verður brjálað hjá körlunum svo þeir fara að drepa börn eða glingra með kjarnorkusprengjur. Aðalpæling kristinna jóla er sú að höfundur lífsins hafi tekið á sig genamengi vistkerfisins með því að fæðast sem barn. Með því er verið að meina það, sem náttúruvísindin líka sjá, að veruleikinn er allur samtengdur sem einn líkami. Sem kristinn maður get ég orðað það svo: Allt vistkerfið er líkami Guðs. Barnið í jötunni minnir mig á að lífið er undursamlegt og viðkvæmt og það fylgir því ábyrgð að vera manneskja. Í stað stigveldissamskipta er snjallara að iðka jafningjasamskipti eins og Jósef og María.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun