Tafir á opnun Mathallar á Hlemmi: Smá pirringur en enginn hætt við Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 25. júlí 2017 16:00 Vafalaust bíða margir spenntir eftir því að geta gætt sér á því góðgæti sem mun finnast á Hlemmi Mathöll. vísir/eyþór Þó nokkur töf hefur orðið á opnun Mathallarinnar á Hlemmi sökum þess að upphaflegar framkvæmdir voru vanmetnar að sögn Ragnars Egillssonar, framkvæmdastjóra Mathallarinnar. Stefnt er að því að opna Mathöllina í ágúst. „Við höfum verið að miða við aðra helgina í ágúst, eina sem er eitthvað óráðið þar er að fá loka úttekt frá Heilbrigðiseftirlitinu,“ segir Ragnar.Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri ásamt Bryndísi Sveinsdóttur, sem sér um grænmetisverslun Mathallarinnar. Vísir/EyþórEnginn hætt við Ragnar segir að tíu rekstraraðilar muni vera með pláss í matarhöllinni. Enginn hafi hætt við vegna tafanna, að undanskildum einum pop up veitingastað sem átti að brúa bilið þar til einn rekstraraðilanna væri laus til að taka við sínum bás. Sá staður fann sér varanlegt heimili annarsstaðar að sögn Ragnars en þeir hafi svo sem búist við því. „Það hafa allir staðið fastir á sínu og staðið saman í þessu,“ segir Ragnar um rekstraraðilana. Aðspurður hvort pirringur hafi látið á sér kræla varðandi töfina segir Ragnar að það sé vissulega svo. „Jú sjálfsagt er fólk orðið pirrað og við náttúrulega líka. Þetta er náttúrulega búið að ílengjast miklu meira en áætlað var. Þetta hefur alveg komið niður á öllum, hvort sem það eru einstakir rekstraraðilar eða við sem erum að sjá um heildar batteríið,“ segir Ragnar. Hann segist ekki vita hvers vegna framkvæmdirnar hafi verið vanmetnar svo mjög.Nokkuð fram úr kostnaðaráætlun Vísir greindi frá því í lok maí að kostnaður væri kominn 45 milljónir umfram áætlun. Þá hefðu viðgerðir á þaki verið 35 milljónir af þessum 45 milljónum. Aðspurður hversu mikið þeir séu komnir fram úr kostnaðaráætlun segir Ragnar að hann sé ekki með þær tölur á reiðum höndum. Líklega sé þó eitthvað búið að bætast við en að það sé ekki útséð um heildarkostnað fyrr en Mathöllin opnar. Tengdar fréttir Mathöll verður opnuð á Hlemmi í haust Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. 1. mars 2016 13:36 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Mathöllin við Hlemm fer langt fram úr áætlun Breytingar á húsnæði Hlemms hafa nú þegar kostað Reykjavíkurborg 45 milljónum meira en áætlað var. Opna átti Mathöllina síðasta haust en iðnaðarmenn eru þar enn að störfum. Hefur tafist úr hófi fram, segir framkvæmdastjóri matarma 27. maí 2017 07:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Þó nokkur töf hefur orðið á opnun Mathallarinnar á Hlemmi sökum þess að upphaflegar framkvæmdir voru vanmetnar að sögn Ragnars Egillssonar, framkvæmdastjóra Mathallarinnar. Stefnt er að því að opna Mathöllina í ágúst. „Við höfum verið að miða við aðra helgina í ágúst, eina sem er eitthvað óráðið þar er að fá loka úttekt frá Heilbrigðiseftirlitinu,“ segir Ragnar.Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri ásamt Bryndísi Sveinsdóttur, sem sér um grænmetisverslun Mathallarinnar. Vísir/EyþórEnginn hætt við Ragnar segir að tíu rekstraraðilar muni vera með pláss í matarhöllinni. Enginn hafi hætt við vegna tafanna, að undanskildum einum pop up veitingastað sem átti að brúa bilið þar til einn rekstraraðilanna væri laus til að taka við sínum bás. Sá staður fann sér varanlegt heimili annarsstaðar að sögn Ragnars en þeir hafi svo sem búist við því. „Það hafa allir staðið fastir á sínu og staðið saman í þessu,“ segir Ragnar um rekstraraðilana. Aðspurður hvort pirringur hafi látið á sér kræla varðandi töfina segir Ragnar að það sé vissulega svo. „Jú sjálfsagt er fólk orðið pirrað og við náttúrulega líka. Þetta er náttúrulega búið að ílengjast miklu meira en áætlað var. Þetta hefur alveg komið niður á öllum, hvort sem það eru einstakir rekstraraðilar eða við sem erum að sjá um heildar batteríið,“ segir Ragnar. Hann segist ekki vita hvers vegna framkvæmdirnar hafi verið vanmetnar svo mjög.Nokkuð fram úr kostnaðaráætlun Vísir greindi frá því í lok maí að kostnaður væri kominn 45 milljónir umfram áætlun. Þá hefðu viðgerðir á þaki verið 35 milljónir af þessum 45 milljónum. Aðspurður hversu mikið þeir séu komnir fram úr kostnaðaráætlun segir Ragnar að hann sé ekki með þær tölur á reiðum höndum. Líklega sé þó eitthvað búið að bætast við en að það sé ekki útséð um heildarkostnað fyrr en Mathöllin opnar.
Tengdar fréttir Mathöll verður opnuð á Hlemmi í haust Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. 1. mars 2016 13:36 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Mathöllin við Hlemm fer langt fram úr áætlun Breytingar á húsnæði Hlemms hafa nú þegar kostað Reykjavíkurborg 45 milljónum meira en áætlað var. Opna átti Mathöllina síðasta haust en iðnaðarmenn eru þar enn að störfum. Hefur tafist úr hófi fram, segir framkvæmdastjóri matarma 27. maí 2017 07:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Mathöll verður opnuð á Hlemmi í haust Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. 1. mars 2016 13:36
Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00
Mathöllin við Hlemm fer langt fram úr áætlun Breytingar á húsnæði Hlemms hafa nú þegar kostað Reykjavíkurborg 45 milljónum meira en áætlað var. Opna átti Mathöllina síðasta haust en iðnaðarmenn eru þar enn að störfum. Hefur tafist úr hófi fram, segir framkvæmdastjóri matarma 27. maí 2017 07:00