Meðlimakortin flækja skilaréttinn í Costco Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Fyrirkomulag varðandi skil á vörum er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafir. vísir/anton Þeir sem kaupa jólagjafir í Costco geta ekki fengið skiptimiða á gjafirnar, eins og tíðkast í flestum öðrum stórmörkuðum á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá versluninni verða þeir sem fá jólagjafir sem keyptar eru í Costco að vera með upplýsingar um kennitölu þess sem keypti gjafirnar og helst vera með meðlimanúmer hans hjá versluninni og kassakvittunina. Gjöfum er skilað gegn endurgreiðslu og ef gjöfin hefur verið greidd með kreditkorti er greitt aftur inn á kortið. Í slíkum tilfellum getur þiggjandinn ekki skilað gjöfinni. Þetta fyrirkomulag er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafirnar.Brynhildur Pétursdóttir.vísir/stefánSamkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er ekki lögbundinn skilaréttur á ógallaðri vöru sem keypt er í verslun. „Verslanir og seljendur setja sér sínar viðmiðunarreglur,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, sérfræðingur á neytendaréttarsviði Neytendastofu. Öðru máli gegnir ef vara er keypt á netinu. Samkvæmt lögum um neytendasamninga er gert ráð fyrir að í slíkum tilvikum hafi neytandi 14 daga skilafrest frá því að hann fær vöruna afhenta. „Upphaflega eru þessar reglur settar til að styrkja netverslun og þegar þú pantar vöruna á netinu er ekki hægt að halda á vörunni og ekki hægt að sjá hana. Þá eru meiri líkur á að varan sé ekki í samræmi við það sem þú ætlaðir þér að kaupa,“ segir Matthildur. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir samtökin fá reglulega erindi til sín er varða skilarétt á jólagjöfum. Bæði frá verslunum sem vantar upplýsingar um það hvaða lög og reglur gilda, en líka frá neytendum sem finnst skilafresturinn of stuttur. „Svo framarlega sem seljendur byrja ekki útsölur fyrsta virka dag eftir jól og gefa ágætis frest til að skila vörum þá er þetta í góðu lagi. En útsölur sem byrja strax eftir jól flækja málið. Þá er stundum deilt um það hvaða rétt neytandi hefur á að fá upphaflegt verð vörunnar eða hvort hann þurfi að sætta sig við að fá útsöluverðið,“ segir Brynhildur. Neytendasamtökin gáfu út reglur um síðustu aldamót í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Brynhildur segir inntak þeirra reglna hafa haldið sér. „Við segjum að neytandi eigi rétt á að fá fullt verð vörunnar á inneignarnótuna þó að útsala sé byrjuð,“ segir Brynhildur. Seljandi getur á móti sett það skilyrði að neytandinn nýti ekki inneignarnótuna á útsölunni heldur einungis eftir hana. Costco Neytendur Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira
Þeir sem kaupa jólagjafir í Costco geta ekki fengið skiptimiða á gjafirnar, eins og tíðkast í flestum öðrum stórmörkuðum á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá versluninni verða þeir sem fá jólagjafir sem keyptar eru í Costco að vera með upplýsingar um kennitölu þess sem keypti gjafirnar og helst vera með meðlimanúmer hans hjá versluninni og kassakvittunina. Gjöfum er skilað gegn endurgreiðslu og ef gjöfin hefur verið greidd með kreditkorti er greitt aftur inn á kortið. Í slíkum tilfellum getur þiggjandinn ekki skilað gjöfinni. Þetta fyrirkomulag er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafirnar.Brynhildur Pétursdóttir.vísir/stefánSamkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er ekki lögbundinn skilaréttur á ógallaðri vöru sem keypt er í verslun. „Verslanir og seljendur setja sér sínar viðmiðunarreglur,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, sérfræðingur á neytendaréttarsviði Neytendastofu. Öðru máli gegnir ef vara er keypt á netinu. Samkvæmt lögum um neytendasamninga er gert ráð fyrir að í slíkum tilvikum hafi neytandi 14 daga skilafrest frá því að hann fær vöruna afhenta. „Upphaflega eru þessar reglur settar til að styrkja netverslun og þegar þú pantar vöruna á netinu er ekki hægt að halda á vörunni og ekki hægt að sjá hana. Þá eru meiri líkur á að varan sé ekki í samræmi við það sem þú ætlaðir þér að kaupa,“ segir Matthildur. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir samtökin fá reglulega erindi til sín er varða skilarétt á jólagjöfum. Bæði frá verslunum sem vantar upplýsingar um það hvaða lög og reglur gilda, en líka frá neytendum sem finnst skilafresturinn of stuttur. „Svo framarlega sem seljendur byrja ekki útsölur fyrsta virka dag eftir jól og gefa ágætis frest til að skila vörum þá er þetta í góðu lagi. En útsölur sem byrja strax eftir jól flækja málið. Þá er stundum deilt um það hvaða rétt neytandi hefur á að fá upphaflegt verð vörunnar eða hvort hann þurfi að sætta sig við að fá útsöluverðið,“ segir Brynhildur. Neytendasamtökin gáfu út reglur um síðustu aldamót í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Brynhildur segir inntak þeirra reglna hafa haldið sér. „Við segjum að neytandi eigi rétt á að fá fullt verð vörunnar á inneignarnótuna þó að útsala sé byrjuð,“ segir Brynhildur. Seljandi getur á móti sett það skilyrði að neytandinn nýti ekki inneignarnótuna á útsölunni heldur einungis eftir hana.
Costco Neytendur Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira