Glamour

Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel

Ritstjórn skrifar
Pharrell er í miklu uppáhaldi hjá Chanel.
Pharrell er í miklu uppáhaldi hjá Chanel. Mynd/Skjáskot
Söngvarinn og lagahöfunfurinn Pharrell Williams hefur slegist í hóp með þeim Kristen Stewart, Cara Delevingne og Caroline de Maigret sem andlit nýjustu handtösku Chanel, sem heitir í höfuðið á stofnanda tískumerkisins sem flestir þekkja sem Coco en hét Gabrielle. Alls hafa þau öll fengið eina stuttmynd fyrir sig sem eru mjög ólíkar. 

Í auglýsingu Williams, sem leikstýrð er af Antoine Carlier, leikur hann sér eins og barn í tómri tónlistarhöll. Á meðan klæðist hann að sjálfsögðu töskunni. 

Þetta er í fyrsta skiptið sem að karlmaður er andlit handtösku í sögu Chanel. Hægt er að sjá allar auglýsingarnar hér fyrir neðan en við erum nokkuð vissar að þessi taska verði vinsæll fylgihlutur í ár.

@Pharrell featuring in #TheCHANELGABRIELLEbag movie. #GabrielleChanel #Pharrell

A post shared by CHANEL (@chanelofficial) on

Kristen Stewart stars in #TheCHANELGABRIELLEbag movie #GabrielleChanel #KristenStewart

A post shared by CHANEL (@chanelofficial) on


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.