Stór dagur fyrir neytendur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. júní 2017 10:22 Símafyrirtækjum er nú óheimilt að rukka svokallað reikigjald vegna farsímaþjónustu eftir að reglugerð frá Evrópusambandinu tók gildi í gær. Formaður Neytendasamtakanna hvetur fólk til að fylgjast með því að símafyrirtækin standi við þessar breytingar. Margir hafa upplifað það að fara til útlanda með farsímann með sér en áttað sig á því við heimkomu og haft áhyggjur af því að síminn hefur verið notaður óhóflega mikið bæði í símtöl og til þess að ferðast um veraldarvefinn. Nú er það hins vegar frá. Frá og með gærdeginum mega símafyrirtækin ekki má rukka sérstök reikigjöld þegar ferðast er til annars lands innan EES svæðisins. Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir þetta vera stór tíðindi fyrir neytendur. „Fram til dagsins í dag [gær] hafa þeir verið upp á von og óvon hvaða reikning þeir fengju frá símfélaginu eftir sumarfríið,“ segir Ólafur. Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri hjá 365, tekur í sama streng og segir þetta þetta töluverða byltingu. „Nú geta farsímanotendur farið á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins og borga samkvæmt heimagjaldskránni,“ segir Elmar. Frá þessu eru þó undanþágur en meðal annars má koma í veg fyrir það að farsímanotandi í einu landi geti verið með farsímaþjónustu í reikning í öðru landi. Nýju reglurnar gilda í öllum 28 löndum Evrópusambandsins auk Noregs, Liechtensteins og Íslands.VísirHér að ofan má sjá dæmi um notkun hjá farsímanotanda með íslenskt númer sem er staddur innan EES-svæðins. Hér var kostnaðurinn yfir daginn 607,8 krónur. Í dag er kostnaðurinn háður þeirri farsímaákrift sem notandinn er með - en miðað við farsímaáskriftina í dæminu hér að ofan væri kostnaðurinn enginn. Mikilvægt að farsímanotendur kynni sér hvernig nýju reglurnar eru útfærðar innan EES-svæðisins en samkvæmt reglugerðinni hafa fjarskiptafyrirtæki heimild til að setja hámark á hversu mikið gagnamagn er hægt að nota í hverju landi. „Ég hef séð símafyrirtæki auglýsa að það muni nýta sér þessa undanþágu, hin ætli ekki að gera það. Samtök evrópskra neytendasamtaka hafa verið að berjast fyrir þessu og þetta hefur skilað þessum árangri,“ segir Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Tengdar fréttir Fella einnig niður reikigjöld á frelsisnotendur Símanotendur með frelsisnúmer hjá Símanum og Vodafone munu finna fyrir afnámi reikigjalda á morgun eins og aðrir viðskiptavinir fyrirtækjanna. 14. júní 2017 14:24 Reikigjöld ættu að falla niður hjá íslensku símafyrirtækjunum á fimmtudag Reikigjöld á farsímaþjónustu verða felld niður í Evrópu á fimmtudag og tekur reglugerð þess efnis þá einnig gildi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkeli Viðari Gíslasyni forstjóra Póst-og fjarskiptastofnunar. 13. júní 2017 18:00 Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Símafyrirtækjum er nú óheimilt að rukka svokallað reikigjald vegna farsímaþjónustu eftir að reglugerð frá Evrópusambandinu tók gildi í gær. Formaður Neytendasamtakanna hvetur fólk til að fylgjast með því að símafyrirtækin standi við þessar breytingar. Margir hafa upplifað það að fara til útlanda með farsímann með sér en áttað sig á því við heimkomu og haft áhyggjur af því að síminn hefur verið notaður óhóflega mikið bæði í símtöl og til þess að ferðast um veraldarvefinn. Nú er það hins vegar frá. Frá og með gærdeginum mega símafyrirtækin ekki má rukka sérstök reikigjöld þegar ferðast er til annars lands innan EES svæðisins. Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir þetta vera stór tíðindi fyrir neytendur. „Fram til dagsins í dag [gær] hafa þeir verið upp á von og óvon hvaða reikning þeir fengju frá símfélaginu eftir sumarfríið,“ segir Ólafur. Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri hjá 365, tekur í sama streng og segir þetta þetta töluverða byltingu. „Nú geta farsímanotendur farið á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins og borga samkvæmt heimagjaldskránni,“ segir Elmar. Frá þessu eru þó undanþágur en meðal annars má koma í veg fyrir það að farsímanotandi í einu landi geti verið með farsímaþjónustu í reikning í öðru landi. Nýju reglurnar gilda í öllum 28 löndum Evrópusambandsins auk Noregs, Liechtensteins og Íslands.VísirHér að ofan má sjá dæmi um notkun hjá farsímanotanda með íslenskt númer sem er staddur innan EES-svæðins. Hér var kostnaðurinn yfir daginn 607,8 krónur. Í dag er kostnaðurinn háður þeirri farsímaákrift sem notandinn er með - en miðað við farsímaáskriftina í dæminu hér að ofan væri kostnaðurinn enginn. Mikilvægt að farsímanotendur kynni sér hvernig nýju reglurnar eru útfærðar innan EES-svæðisins en samkvæmt reglugerðinni hafa fjarskiptafyrirtæki heimild til að setja hámark á hversu mikið gagnamagn er hægt að nota í hverju landi. „Ég hef séð símafyrirtæki auglýsa að það muni nýta sér þessa undanþágu, hin ætli ekki að gera það. Samtök evrópskra neytendasamtaka hafa verið að berjast fyrir þessu og þetta hefur skilað þessum árangri,“ segir Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Tengdar fréttir Fella einnig niður reikigjöld á frelsisnotendur Símanotendur með frelsisnúmer hjá Símanum og Vodafone munu finna fyrir afnámi reikigjalda á morgun eins og aðrir viðskiptavinir fyrirtækjanna. 14. júní 2017 14:24 Reikigjöld ættu að falla niður hjá íslensku símafyrirtækjunum á fimmtudag Reikigjöld á farsímaþjónustu verða felld niður í Evrópu á fimmtudag og tekur reglugerð þess efnis þá einnig gildi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkeli Viðari Gíslasyni forstjóra Póst-og fjarskiptastofnunar. 13. júní 2017 18:00 Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Fella einnig niður reikigjöld á frelsisnotendur Símanotendur með frelsisnúmer hjá Símanum og Vodafone munu finna fyrir afnámi reikigjalda á morgun eins og aðrir viðskiptavinir fyrirtækjanna. 14. júní 2017 14:24
Reikigjöld ættu að falla niður hjá íslensku símafyrirtækjunum á fimmtudag Reikigjöld á farsímaþjónustu verða felld niður í Evrópu á fimmtudag og tekur reglugerð þess efnis þá einnig gildi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkeli Viðari Gíslasyni forstjóra Póst-og fjarskiptastofnunar. 13. júní 2017 18:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent