Sterkt gengi breyti ekki áætlunum Sæunn Gísladóttir skrifar 25. maí 2017 07:00 Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR. vísir/valli „Erlendar fjárfestingar hjá LSR eru að mestu í takt við þá áætlun sem við lögðum upp með í upphafi árs,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Gengi krónunnar hefur styrkst verulega gegn erlendum gjaldmiðlum á síðustu mánuðum, samtímis því að lífeyrissjóðir landsins hafa litið til þess að auka umsvif sín erlendis. „Styrking krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum getur haft þau áhrif að erlend verðbréfakaup verða hagstæðari en ella. Það fást fleiri evrur eða bandarískir dollarar fyrir krónuna þegar hún er sterk. Styrkingin hefur því ekki þau áhrif að við fjárfestum lægra hlutfalli í erlendum eignum en við áttum von á í upphafi árs,“ segir Haukur. Hjá Gildi lífeyrissjóði verður einnig fylgt fjárfestingaráætlun erlendis en jafnvel er í kortunum að auka fjárfestinguna erlendis umfram áætlun vegna gengis krónunnar. „Við höfum verið að leggja aukna áherslu á erlendar fjárfestingar eftir afnám hafta. Við sjáum fyrir okkur að auka enn frekar við erlendar fjárfestingar í framtíðinni,“ segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar og staðgengill framkvæmdastjóra. „Styrking krónunnar gerir það að verkum að erlendar eignir vega hlutfallslega minna af eignasafni sjóðsins. Eftir því sem krónan styrkist, þá má gera ráð fyrir því að við aukum við erlendar fjárfestingar. Það verður sífellt álitlegri kostur. Hversu hratt það gerist verður hins vegar tíminn að leiða í ljós. Þar skipta aðstæður hverju sinni höfuðmáli, bæði staða krónunnar og staðan á mörkuðum. Langtímamarkmiðið er til lengri tíma að ná fram aukinni áhættudreifingu með aukinni fjárfestingu erlendis,“ segir Davíð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
„Erlendar fjárfestingar hjá LSR eru að mestu í takt við þá áætlun sem við lögðum upp með í upphafi árs,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Gengi krónunnar hefur styrkst verulega gegn erlendum gjaldmiðlum á síðustu mánuðum, samtímis því að lífeyrissjóðir landsins hafa litið til þess að auka umsvif sín erlendis. „Styrking krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum getur haft þau áhrif að erlend verðbréfakaup verða hagstæðari en ella. Það fást fleiri evrur eða bandarískir dollarar fyrir krónuna þegar hún er sterk. Styrkingin hefur því ekki þau áhrif að við fjárfestum lægra hlutfalli í erlendum eignum en við áttum von á í upphafi árs,“ segir Haukur. Hjá Gildi lífeyrissjóði verður einnig fylgt fjárfestingaráætlun erlendis en jafnvel er í kortunum að auka fjárfestinguna erlendis umfram áætlun vegna gengis krónunnar. „Við höfum verið að leggja aukna áherslu á erlendar fjárfestingar eftir afnám hafta. Við sjáum fyrir okkur að auka enn frekar við erlendar fjárfestingar í framtíðinni,“ segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar og staðgengill framkvæmdastjóra. „Styrking krónunnar gerir það að verkum að erlendar eignir vega hlutfallslega minna af eignasafni sjóðsins. Eftir því sem krónan styrkist, þá má gera ráð fyrir því að við aukum við erlendar fjárfestingar. Það verður sífellt álitlegri kostur. Hversu hratt það gerist verður hins vegar tíminn að leiða í ljós. Þar skipta aðstæður hverju sinni höfuðmáli, bæði staða krónunnar og staðan á mörkuðum. Langtímamarkmiðið er til lengri tíma að ná fram aukinni áhættudreifingu með aukinni fjárfestingu erlendis,“ segir Davíð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira