Einkafjárfestar og sjóðir stærstir í VÍS Hörður Ægisson skrifar 25. maí 2017 07:00 Í hópi stærstu hluthafa VÍS eru einkafjárfestar og hlutabréfasjóðir umsvifameiri en lífeyrissjóðir. vísir/anton brink Samanlagður eignarhlutur einkafjárfesta og hlutabréfasjóða í VÍS, þegar aðeins er litið til þeirra hluthafa sem eiga eitt prósent eða meira í tryggingafélaginu, er um 38 prósent á meðan lífeyrissjóðir eiga samtals um 35 prósenta hlut. Á sama tíma og sumir lífeyrissjóðir hafa upp á síðkastið verið að minnka eignarhlut sinn í félaginu, fyrst og fremst Gildi, þá hafa einkafjárfestar og erlendir hlutabréfasjóðir gert sig meira gildandi innan hluthafahópsins. Á meðal einkafjárfesta sem hafa nýlega bæst í hluthafahóp VÍS er Sigurður Sigurgeirsson, fyrrverandi byggingaverktaki í Kópavogi, en hann á 1,2 prósenta hlut í VÍS í gegnum félagið NH fjárfestingu, samkvæmt lista yfir alla hluthafa tryggingafélagsins síðastliðinn mánudag, sem Fréttablaðið hefur séð. Það gerir hann að 21. stærsta hluthafa VÍS og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins er sá hlutur metinn á rúmlega 310 milljónir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eignaðist Sigurður hlutinn fyrr í þessum mánuði. Það er hins vegar innkoma erlendra hlutabréfasjóða sem hefur sett hvað mest mark sitt á hluthafahóp VÍS á undanförnum mánuðum. Samkvæmt nýjasta hluthafalista VÍS eiga sjö erlendir sjóðir, sem eru á vegum þriggja eignastýringarfyrirtækja, samanlagt um 6,2 prósenta hlut í tryggingafélaginu. Þar munar mestu um sjóði í stýringu Eaton Vance og Miton Group, sem hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í mörgum skráðum félögum í Kauphöllinni á síðustu mánuðum og misserum, en auk þess á sjóður á vegum Pacific Life Fund 0,65 prósenta hlut í VÍS. Enginn þessara sjóða var á hluthafalista VÍS í árslok 2016. Samanlagt markaðsvirði þess hlutar sem er í eigu erlendra hlutabréfasjóða er um 1.600 milljónir.Selja vegna stjórnarhátta Miklar deilur hafa staðið yfir innan stjórnar og hluthafahóps VÍS í kjölfar þess að Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir felldi Herdísi Fjeldsted úr stóli stjórnarformanns eftir aðalfund VÍS í mars síðastliðnum. Þau átök hafa öðrum þræði snúist um ólíkar áherslur annars vegar fulltrúa lífeyrissjóðanna og hins vegar helstu einkafjárfesta félagsins. Tveimur vikum eftir aðalfund sagði Herdís, sem var studd af Lífeyrissjóði verslunarmanna, sig úr stjórn félagsins. Í kjölfarið lét hún hafa það eftir sér að sú ákvörðun hefði verið vegna ágreinings um vinnubrögð og stjórnarhætti og sagði að nýr stjórnarformaður hefði viljað að stjórnin myndi hafa aukna aðkomu að einstökum fjárfestingum félagsins. Svanhildur hefur sagt þær ásakanir „rakalausar“. Brotthvarf Herdísar hefur haft eftirmála en Gildi lífeyrissjóður, sem var þangað til fyrir skemmstu einn af stærstu hluthöfum VÍS, hefur að undanförnu minnkað hlut sinn í félaginu úr 7,1 prósenti í 2,7 prósent og hefur framkvæmdastjóri sjóðsins sagt að það hafi verið gert vegna þess að honum „hugnaðist ekki stjórnarhættir sem höfðu viðgengist í VÍS“. Á meðal þeirra sem hafa keypt hluti af Gildi er Arion banki en þegar listi yfir 20 stærstu hluthafa VÍS var birtur í lok síðustu viku var bankinn þar skráður með 2,45 prósenta hlut. Á síðustu vikum hafa fjárfestar, sem samanstanda einkum af einkafjárfestum, falast eftir því að kaupa stóran hluta af bréfum Lífeyrissjóðs verslunarmanna í VÍS en sjóðurinn er stærsti einstaki hluthafi félagsins með 9,7 prósenta hlut. Þannig greindi Vísir frá því síðastliðinn fimmtudag að lífeyrissjóðurinn hefði fengið kauptilboð í 100 milljónir hluta í eigu sjóðsins, eða sem jafngildir 4,3 prósenta hlut í VÍS, en því var hins vegar hafnað. Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, lét hafa það eftir sér í ViðskiptaMogganum fyrr í þessum mánuði að það væri „engin launung á því að við höfum verið hugsi yfir stöðu mála í VÍS“ og vísaði þá til ummæla Herdísar Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarformanns, um óeðlilega stjórnarhætti innan félagsins.Hafa notið stuðnings StefnisStærstu einkafjárfestarnir í VÍS eru hjónin Svanhildur og Guðmundur Örn Þórðarson, Sigurður Bollason og fjárfestingatfélagið Óskabein. Þessi hópur, sem náði að tryggja sér meirihluta í stjórn eftir síðasta aðalfund, á um 22 prósenta hlut í VÍS en hann hefur einnig meðal annars notið stuðnings sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis en sjóðir þess eiga tæplega sex prósent í VÍS. Rétt er að geta þess að sumir einkafjárfestar í VÍS eiga talsverða hlutafjáreign í gegnum safnreikning Virðingar sem er skráð með 6,9 prósenta hlut í félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Samanlagður eignarhlutur einkafjárfesta og hlutabréfasjóða í VÍS, þegar aðeins er litið til þeirra hluthafa sem eiga eitt prósent eða meira í tryggingafélaginu, er um 38 prósent á meðan lífeyrissjóðir eiga samtals um 35 prósenta hlut. Á sama tíma og sumir lífeyrissjóðir hafa upp á síðkastið verið að minnka eignarhlut sinn í félaginu, fyrst og fremst Gildi, þá hafa einkafjárfestar og erlendir hlutabréfasjóðir gert sig meira gildandi innan hluthafahópsins. Á meðal einkafjárfesta sem hafa nýlega bæst í hluthafahóp VÍS er Sigurður Sigurgeirsson, fyrrverandi byggingaverktaki í Kópavogi, en hann á 1,2 prósenta hlut í VÍS í gegnum félagið NH fjárfestingu, samkvæmt lista yfir alla hluthafa tryggingafélagsins síðastliðinn mánudag, sem Fréttablaðið hefur séð. Það gerir hann að 21. stærsta hluthafa VÍS og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins er sá hlutur metinn á rúmlega 310 milljónir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eignaðist Sigurður hlutinn fyrr í þessum mánuði. Það er hins vegar innkoma erlendra hlutabréfasjóða sem hefur sett hvað mest mark sitt á hluthafahóp VÍS á undanförnum mánuðum. Samkvæmt nýjasta hluthafalista VÍS eiga sjö erlendir sjóðir, sem eru á vegum þriggja eignastýringarfyrirtækja, samanlagt um 6,2 prósenta hlut í tryggingafélaginu. Þar munar mestu um sjóði í stýringu Eaton Vance og Miton Group, sem hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í mörgum skráðum félögum í Kauphöllinni á síðustu mánuðum og misserum, en auk þess á sjóður á vegum Pacific Life Fund 0,65 prósenta hlut í VÍS. Enginn þessara sjóða var á hluthafalista VÍS í árslok 2016. Samanlagt markaðsvirði þess hlutar sem er í eigu erlendra hlutabréfasjóða er um 1.600 milljónir.Selja vegna stjórnarhátta Miklar deilur hafa staðið yfir innan stjórnar og hluthafahóps VÍS í kjölfar þess að Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir felldi Herdísi Fjeldsted úr stóli stjórnarformanns eftir aðalfund VÍS í mars síðastliðnum. Þau átök hafa öðrum þræði snúist um ólíkar áherslur annars vegar fulltrúa lífeyrissjóðanna og hins vegar helstu einkafjárfesta félagsins. Tveimur vikum eftir aðalfund sagði Herdís, sem var studd af Lífeyrissjóði verslunarmanna, sig úr stjórn félagsins. Í kjölfarið lét hún hafa það eftir sér að sú ákvörðun hefði verið vegna ágreinings um vinnubrögð og stjórnarhætti og sagði að nýr stjórnarformaður hefði viljað að stjórnin myndi hafa aukna aðkomu að einstökum fjárfestingum félagsins. Svanhildur hefur sagt þær ásakanir „rakalausar“. Brotthvarf Herdísar hefur haft eftirmála en Gildi lífeyrissjóður, sem var þangað til fyrir skemmstu einn af stærstu hluthöfum VÍS, hefur að undanförnu minnkað hlut sinn í félaginu úr 7,1 prósenti í 2,7 prósent og hefur framkvæmdastjóri sjóðsins sagt að það hafi verið gert vegna þess að honum „hugnaðist ekki stjórnarhættir sem höfðu viðgengist í VÍS“. Á meðal þeirra sem hafa keypt hluti af Gildi er Arion banki en þegar listi yfir 20 stærstu hluthafa VÍS var birtur í lok síðustu viku var bankinn þar skráður með 2,45 prósenta hlut. Á síðustu vikum hafa fjárfestar, sem samanstanda einkum af einkafjárfestum, falast eftir því að kaupa stóran hluta af bréfum Lífeyrissjóðs verslunarmanna í VÍS en sjóðurinn er stærsti einstaki hluthafi félagsins með 9,7 prósenta hlut. Þannig greindi Vísir frá því síðastliðinn fimmtudag að lífeyrissjóðurinn hefði fengið kauptilboð í 100 milljónir hluta í eigu sjóðsins, eða sem jafngildir 4,3 prósenta hlut í VÍS, en því var hins vegar hafnað. Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, lét hafa það eftir sér í ViðskiptaMogganum fyrr í þessum mánuði að það væri „engin launung á því að við höfum verið hugsi yfir stöðu mála í VÍS“ og vísaði þá til ummæla Herdísar Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarformanns, um óeðlilega stjórnarhætti innan félagsins.Hafa notið stuðnings StefnisStærstu einkafjárfestarnir í VÍS eru hjónin Svanhildur og Guðmundur Örn Þórðarson, Sigurður Bollason og fjárfestingatfélagið Óskabein. Þessi hópur, sem náði að tryggja sér meirihluta í stjórn eftir síðasta aðalfund, á um 22 prósenta hlut í VÍS en hann hefur einnig meðal annars notið stuðnings sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis en sjóðir þess eiga tæplega sex prósent í VÍS. Rétt er að geta þess að sumir einkafjárfestar í VÍS eiga talsverða hlutafjáreign í gegnum safnreikning Virðingar sem er skráð með 6,9 prósenta hlut í félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira