Lífeyrissjóðir hafi allt uppi á borðum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. ágúst 2017 07:00 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar Vísir/gva Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur að íslensku lífeyrissjóðirnir verði að ganga lengra í að auka gagnsæi um starfsemi sína. „Ég álít að það eigi að vera algjört gagnsæi um fjárfestingar lífeyrissjóðanna, til dæmis í hverju þeir fjárfesta, hvernig þeir beita sér, með hvaða stjórnarmanni þeir greiða atkvæði á hluthafafundum og hvaða tillögur þeir leggja fram,“ segir hann. Aukið gagnsæi í starfsemi sjóðanna er að mati Páls mikilvægt vegna þess hve umfangsmiklir þeir eru á hlutabréfamarkaði – en ríflega 40 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa er í höndum sjóðanna – og eins í ljósi þess að þeir fara með fé almennings. Páll segir lífeyrissjóðina enn eiga mikið verk fyrir höndum að bæta gagnsæi í fjárfestingarákvörðunum sínum. Margir þeirra þyrftu til að mynda að setja sér skýrari reglur um hvernig þeir beita sér sem fjárfestar í fleiri en einu félagi á sama samkeppnismarkaði. Páll segir þó að miðað við mikið umfang sjóðanna á innlendum hlutabréfamarkaði sé óraunhæft að ætla þeim að sitja á hliðarlínunni. Þeir eigi að beita sér af öllu afli, með sams konar hætti og aðrir fjárfestar, og vernda þar með hagsmuni sína og sjóðfélaga. „Það er mikilvægt að lífeyrissjóðirnir hafi svigrúm til að beita sér af afli þegar þess er þörf, því þeir fara með fé almennings.“ Misráðið væri að gera þá algjörlega valdalausa.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur að íslensku lífeyrissjóðirnir verði að ganga lengra í að auka gagnsæi um starfsemi sína. „Ég álít að það eigi að vera algjört gagnsæi um fjárfestingar lífeyrissjóðanna, til dæmis í hverju þeir fjárfesta, hvernig þeir beita sér, með hvaða stjórnarmanni þeir greiða atkvæði á hluthafafundum og hvaða tillögur þeir leggja fram,“ segir hann. Aukið gagnsæi í starfsemi sjóðanna er að mati Páls mikilvægt vegna þess hve umfangsmiklir þeir eru á hlutabréfamarkaði – en ríflega 40 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa er í höndum sjóðanna – og eins í ljósi þess að þeir fara með fé almennings. Páll segir lífeyrissjóðina enn eiga mikið verk fyrir höndum að bæta gagnsæi í fjárfestingarákvörðunum sínum. Margir þeirra þyrftu til að mynda að setja sér skýrari reglur um hvernig þeir beita sér sem fjárfestar í fleiri en einu félagi á sama samkeppnismarkaði. Páll segir þó að miðað við mikið umfang sjóðanna á innlendum hlutabréfamarkaði sé óraunhæft að ætla þeim að sitja á hliðarlínunni. Þeir eigi að beita sér af öllu afli, með sams konar hætti og aðrir fjárfestar, og vernda þar með hagsmuni sína og sjóðfélaga. „Það er mikilvægt að lífeyrissjóðirnir hafi svigrúm til að beita sér af afli þegar þess er þörf, því þeir fara með fé almennings.“ Misráðið væri að gera þá algjörlega valdalausa.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira