Einar Örn býður sig fram í stjórn TM Hörður Ægisson skrifar 1. mars 2017 08:30 Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hyggst bjóða sig fram í stjórn TM á aðalfundi félagsins þann 16. mars. Þetta staðfestir hann í samtali við Markaðinn. Fjárfestingarfélagið Einir ehf., í eigu Einars Arnar, er í hópi tíu stærstu hluthafa tryggingafélagsins. Á meðal annarra stórra hluthafa sem standa að baki framboði hans má nefna eignarhaldsfélagið Helgafell ehf., í eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns Sigurðssonar stjórnarmanns í N1, og fjölskyldu hennar. Einir og Helgafell eiga samanlagt um níu prósenta hlut í TM. Félögin voru ekki hluthafar í tryggingafélaginu þegar síðasti aðalfundur þess var haldinn 17. mars í fyrra. Einir á 2,76 prósenta hlut í fyrirtækinu og er því tíundi stærsti hluthafinn. Helgafell heldur á 6,34 prósentum, er sjötti stærsti eigandinn, en Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum félagsins. Einar Örn byrjaði að kaupa bréf í TM í byrjun síðasta haust. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti eigandi TM með 9,6 prósenta hlut. Gildi lífeyrissjóður og hlutabréfasjóður í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis koma þar á eftir með 8,7 og 8,1 prósent. Birta lífeyrissjóður á 7,6 prósent í fyrirtækinu sem er skráð á Aðallista Kauphallar Íslands. Einir og Helgafell eru því stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi TM. Stjórn tryggingafélagsins er í dag skipuð fimm aðalmönnum og er Örvar Kærnested, sjálfstætt starfandi fjárfestir, stjórnarformaður þess. TM skilaði 2,6 milljarða króna hagnaði í fyrra samanborið við 2,8 milljarða árið 2015.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hyggst bjóða sig fram í stjórn TM á aðalfundi félagsins þann 16. mars. Þetta staðfestir hann í samtali við Markaðinn. Fjárfestingarfélagið Einir ehf., í eigu Einars Arnar, er í hópi tíu stærstu hluthafa tryggingafélagsins. Á meðal annarra stórra hluthafa sem standa að baki framboði hans má nefna eignarhaldsfélagið Helgafell ehf., í eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns Sigurðssonar stjórnarmanns í N1, og fjölskyldu hennar. Einir og Helgafell eiga samanlagt um níu prósenta hlut í TM. Félögin voru ekki hluthafar í tryggingafélaginu þegar síðasti aðalfundur þess var haldinn 17. mars í fyrra. Einir á 2,76 prósenta hlut í fyrirtækinu og er því tíundi stærsti hluthafinn. Helgafell heldur á 6,34 prósentum, er sjötti stærsti eigandinn, en Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum félagsins. Einar Örn byrjaði að kaupa bréf í TM í byrjun síðasta haust. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti eigandi TM með 9,6 prósenta hlut. Gildi lífeyrissjóður og hlutabréfasjóður í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis koma þar á eftir með 8,7 og 8,1 prósent. Birta lífeyrissjóður á 7,6 prósent í fyrirtækinu sem er skráð á Aðallista Kauphallar Íslands. Einir og Helgafell eru því stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi TM. Stjórn tryggingafélagsins er í dag skipuð fimm aðalmönnum og er Örvar Kærnested, sjálfstætt starfandi fjárfestir, stjórnarformaður þess. TM skilaði 2,6 milljarða króna hagnaði í fyrra samanborið við 2,8 milljarða árið 2015.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira