Vilja kosta og byggja upp ferðamannastaði Svavar Hávarðsson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Arnór Þ. Sigfússon kynnti áform fyrirtækisins í gær. Nú þegar eru viðræður í gangi um uppbyggingu á ferðamannastöðum víða um land. Verkefnin eru margvísleg og af ólíkum toga. Verkefnin dreifast um allt land og eru ýmist á vegum sveitarfélaga, ríkis eða einkaaðila. vísir/ernir Verkfræðistofan Verkís og félagið Bergrisi hafa sett á fót félag sem býður landeigendum fjármögnun, hönnun og framkvæmd við uppbyggingu ferðamannastaða án kostnaðar eða útgjalda. Á það við um einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög eða ríkið. Félagið, sem ber nafnið Sannir landvættir, hefur Íslandsbanka að bakhjarli og er ætlað að höggva á þann hnút sem hefur myndast í uppbyggingu ferðamannastaða. Arnór Þ. Sigfússon, framkvæmdastjóri Sannra landvætta, kynnti félagið og áform þess í gær. Kom fram að nýtt félag mun annast alla þætti skipulagsvinnu, hönnunar, uppbyggingar, fjármögnunar og reksturs viðkomandi svæðis – allt eftir óskum hvers og eins. Rekstur einstakra svæða nær til reksturs bílastæða með hreinlætisaðstöðu og sorphirðu auk vetrarþjónustu þar sem þess er þörf. „Það hefur verið talað um uppbyggingu ferðamannastaða undanfarin ár. En það gerist ekki nógu mikið og við sjáum þarna tækifæri sem við ætlum að reyna að nýta í samstarfi við landeigendur og stuðla að uppbyggingu strax,“ sagði Arnór og bætti við að verkefnin sem til greina koma geti verið jafnt einföld sem mjög flókin og umfangsmikil. „Um stærri verkefni munum við stofna rekstrarfélag um svæðið. Félagið mun greiða sína skatta og skyldur til þess sveitarfélags sem það tilheyrir. Á þeim svæðum þar sem er mikil umferð þurfum við hugsanlega starfsmenn og þá munum við ráða landvætti, eða landverði, sem eru þar til staðar til að leiðbeina gestum og annast umhirðu á svæðinu,“ sagði Arnór. „Þetta mun allt fara eftir því hvað við teljum að hvert svæði beri. Gjaldtaka verður fyrir þjónustu og aðstöðuna, en ekki fyrir að fá að skoða svæðið,“ bætti Arnór við og Fréttablaðið fékk staðfest að aðstandendur félagsins ræddu það sérstaklega að þeir sem koma án þess að nýta til dæmis bílastæði eða salerni fara um svæðið að vild. Hverjum landeiganda er frjálst að koma að félaginu sem meðeigandi, og eignast það að ákveðnum tíma liðnum og var viðskiptamódel Hvalfjarðarganga nefnt í þessu samhengi. „Um leið og gjaldtaka hefst mun landeigandi fá rentu af því sem kemur í kassann en stærsti hlutinn fer fyrst í stað í að borga fyrir uppbygginguna,“ sagði Arnór. Spurður hvort einkaframtakið sé ekki í raun að skera ríkið niður úr snörunni, segir Magnús Þ. Karlsson, stjórnarformaður félagsins, að það sé alls ekki neikvætt að horfa á það með þeim hætti. „Okkur er jafnvel líkt við náttúrupassann sem er eldra dæmi, við erum bara ánægðir með þá samlíkingu,“ segir Magnús. Hann játar því að viðskiptahugmyndin er byggð að hluta á þeirri staðreynd að fjármagn sem er bundið í sjóðum, þar á meðal ríkisins, nýtist ekki af ýmsum ástæðum. Félagið höggvi á þann hnút. Þórólfur Gunnarsson, rekstrarstjóri félagsins, segir að Sannir landvættir hafi burði til að taka þrjátíu til fimmtíu staði til umfjöllunar strax í dag. Spurður hvað hægt sé að vinna við uppbyggingu á mörgum stöðum í einu þegar fram í sækir segir Þórólfur að 400 starfsmenn séu innan vébanda Verkís og tíu starfsstöðvar um landið allt og sex erlendis. Því sé allt til staðar til að vinna með öllum sem mögulega leita til félagsins um samstarf – ekki síst einstaklingum sem annars hrökklast frá aðkallandi verkefnum sökum kostnaðar og flækjustigs. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Verkfræðistofan Verkís og félagið Bergrisi hafa sett á fót félag sem býður landeigendum fjármögnun, hönnun og framkvæmd við uppbyggingu ferðamannastaða án kostnaðar eða útgjalda. Á það við um einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög eða ríkið. Félagið, sem ber nafnið Sannir landvættir, hefur Íslandsbanka að bakhjarli og er ætlað að höggva á þann hnút sem hefur myndast í uppbyggingu ferðamannastaða. Arnór Þ. Sigfússon, framkvæmdastjóri Sannra landvætta, kynnti félagið og áform þess í gær. Kom fram að nýtt félag mun annast alla þætti skipulagsvinnu, hönnunar, uppbyggingar, fjármögnunar og reksturs viðkomandi svæðis – allt eftir óskum hvers og eins. Rekstur einstakra svæða nær til reksturs bílastæða með hreinlætisaðstöðu og sorphirðu auk vetrarþjónustu þar sem þess er þörf. „Það hefur verið talað um uppbyggingu ferðamannastaða undanfarin ár. En það gerist ekki nógu mikið og við sjáum þarna tækifæri sem við ætlum að reyna að nýta í samstarfi við landeigendur og stuðla að uppbyggingu strax,“ sagði Arnór og bætti við að verkefnin sem til greina koma geti verið jafnt einföld sem mjög flókin og umfangsmikil. „Um stærri verkefni munum við stofna rekstrarfélag um svæðið. Félagið mun greiða sína skatta og skyldur til þess sveitarfélags sem það tilheyrir. Á þeim svæðum þar sem er mikil umferð þurfum við hugsanlega starfsmenn og þá munum við ráða landvætti, eða landverði, sem eru þar til staðar til að leiðbeina gestum og annast umhirðu á svæðinu,“ sagði Arnór. „Þetta mun allt fara eftir því hvað við teljum að hvert svæði beri. Gjaldtaka verður fyrir þjónustu og aðstöðuna, en ekki fyrir að fá að skoða svæðið,“ bætti Arnór við og Fréttablaðið fékk staðfest að aðstandendur félagsins ræddu það sérstaklega að þeir sem koma án þess að nýta til dæmis bílastæði eða salerni fara um svæðið að vild. Hverjum landeiganda er frjálst að koma að félaginu sem meðeigandi, og eignast það að ákveðnum tíma liðnum og var viðskiptamódel Hvalfjarðarganga nefnt í þessu samhengi. „Um leið og gjaldtaka hefst mun landeigandi fá rentu af því sem kemur í kassann en stærsti hlutinn fer fyrst í stað í að borga fyrir uppbygginguna,“ sagði Arnór. Spurður hvort einkaframtakið sé ekki í raun að skera ríkið niður úr snörunni, segir Magnús Þ. Karlsson, stjórnarformaður félagsins, að það sé alls ekki neikvætt að horfa á það með þeim hætti. „Okkur er jafnvel líkt við náttúrupassann sem er eldra dæmi, við erum bara ánægðir með þá samlíkingu,“ segir Magnús. Hann játar því að viðskiptahugmyndin er byggð að hluta á þeirri staðreynd að fjármagn sem er bundið í sjóðum, þar á meðal ríkisins, nýtist ekki af ýmsum ástæðum. Félagið höggvi á þann hnút. Þórólfur Gunnarsson, rekstrarstjóri félagsins, segir að Sannir landvættir hafi burði til að taka þrjátíu til fimmtíu staði til umfjöllunar strax í dag. Spurður hvað hægt sé að vinna við uppbyggingu á mörgum stöðum í einu þegar fram í sækir segir Þórólfur að 400 starfsmenn séu innan vébanda Verkís og tíu starfsstöðvar um landið allt og sex erlendis. Því sé allt til staðar til að vinna með öllum sem mögulega leita til félagsins um samstarf – ekki síst einstaklingum sem annars hrökklast frá aðkallandi verkefnum sökum kostnaðar og flækjustigs. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira