Fultz spilaði frábærlega á sínu fyrsta og eina ári í háskóla sem busi hjá Washington og var með álíka tölur og Kevin Durant var með á sínu busaári. Meira um Fultz og ævintýralegt Instagram-klúður hans í gærkvöldi má lesa hér.
Eins og búist var við valdi Los Angeles Lakers Lonzo Ball þrátt fyrir allan fjölmiðlasirkusinn sem hefur verið í kringum hann og aðallega vélbyssukjaftinn LaVar Ball, föður Lonzo. Meira um Lonzo má lesa hér.
Lauri Markkanen varð fyrsti Finninn sem er valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins þegar Minnesota Timberwolves tók hann númer sjö en Finninn fljúgandi endaði kvöldið í Chicago Bulls sem skipti á honum og Jimmy Butler. Meira um það hér.
Youtube-síða NBA-deildarinnar er búin að draga saman fyrstu umferð nýliðavalsins í skemmtilegt 18 mínútna myndband þar sem má sjá líf 30 ungra körfuboltastráka breytast á einni sekúndu.