Bankinn vill uppboð á tveimur skipum Haraldur Guðmundsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Skipin Neptune og Poseidon eru bæði gamlir íslenskir togarar og í eigu fyrirtækisins Neptune á Akureyri. Framkvæmdastjórinn segir skipin vera í verkefnum við Bretlandseyjar þessa dagana. Landsbankinn fer fram á að tvö rannsóknarskip Neptune ehf. á Akureyri verði seld á nauðungaruppboði, upp í kröfur sem nema um 95 milljónum króna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir verkefnaskort hafa einkennt reksturinn síðustu ár en á von á nýju hlutafé og aukinni vinnu. „Ytri aðstæður hafa verið ansi þungar síðustu þrjú árin eða svo vegna gengisbreytinga og lækkunar olíuverðs. Við erum búin að vera í mikilli endurskipulagningu síðustu tólf til sextán mánuði og lækkað kostnað. Við erum að fá inn nýtt hlutafé en það eru tafir á greiðslu þess en við vonum að það gangi upp á næstu dögum og þá verður þetta gert upp,“ segir Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Neptune. Um er að ræða skipin Neptune EA 41 og Poseidon EA 303 sem bæði eru gamlir togarar sem var breytt í rannsóknarskip á árunum 2008 til 2010. Þegar Neptune var breytt var það stærsta verkefni Slippsins á Akureyri frá árinu 1993. Áhafnir þeirra hafa síðustu ár sinnt verkefnum við botnrannsóknir fyrir rússnesk, bresk og önnur erlend fyrirtæki sem reisa vindmyllur eða leggja olíuleiðslur. Skipin eru nú bundin við bryggju á Englandi, annað þeirra í Hull og hitt í Norwich. „Skipin eru núna bæði í verkefnum við Bretlandseyjar í rannsóknarvinnu fyrir vindmyllugarða. Það eru erlendir aðilar sem eru að fjárfesta hjá okkur og það sýnir að það er bjart yfir rekstrinum. Við sjáum fram á góða verkefnastöðu á árinu 2018,“ segir Jón og vill ekki gefa upp hvaðan fjárfestarnir koma. Neptune var rekið með 3,3 milljóna evra tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi fyrirtækisins. Það er í dag í 85 prósenta eigu kýpverska félagsins Sea Investment Ltd. Að sögn Jóns mun félagið nánast alfarið verða í eigu erlendra fjárfesta þegar hlutafjáraukningunni lýkur. Magnús Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi hluthafi í eignarhaldsfélaginu Samson, var á árunum fyrir hrun skráður aðaleigandi fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Landsbankinn fer fram á að tvö rannsóknarskip Neptune ehf. á Akureyri verði seld á nauðungaruppboði, upp í kröfur sem nema um 95 milljónum króna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir verkefnaskort hafa einkennt reksturinn síðustu ár en á von á nýju hlutafé og aukinni vinnu. „Ytri aðstæður hafa verið ansi þungar síðustu þrjú árin eða svo vegna gengisbreytinga og lækkunar olíuverðs. Við erum búin að vera í mikilli endurskipulagningu síðustu tólf til sextán mánuði og lækkað kostnað. Við erum að fá inn nýtt hlutafé en það eru tafir á greiðslu þess en við vonum að það gangi upp á næstu dögum og þá verður þetta gert upp,“ segir Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Neptune. Um er að ræða skipin Neptune EA 41 og Poseidon EA 303 sem bæði eru gamlir togarar sem var breytt í rannsóknarskip á árunum 2008 til 2010. Þegar Neptune var breytt var það stærsta verkefni Slippsins á Akureyri frá árinu 1993. Áhafnir þeirra hafa síðustu ár sinnt verkefnum við botnrannsóknir fyrir rússnesk, bresk og önnur erlend fyrirtæki sem reisa vindmyllur eða leggja olíuleiðslur. Skipin eru nú bundin við bryggju á Englandi, annað þeirra í Hull og hitt í Norwich. „Skipin eru núna bæði í verkefnum við Bretlandseyjar í rannsóknarvinnu fyrir vindmyllugarða. Það eru erlendir aðilar sem eru að fjárfesta hjá okkur og það sýnir að það er bjart yfir rekstrinum. Við sjáum fram á góða verkefnastöðu á árinu 2018,“ segir Jón og vill ekki gefa upp hvaðan fjárfestarnir koma. Neptune var rekið með 3,3 milljóna evra tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi fyrirtækisins. Það er í dag í 85 prósenta eigu kýpverska félagsins Sea Investment Ltd. Að sögn Jóns mun félagið nánast alfarið verða í eigu erlendra fjárfesta þegar hlutafjáraukningunni lýkur. Magnús Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi hluthafi í eignarhaldsfélaginu Samson, var á árunum fyrir hrun skráður aðaleigandi fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira