Bankinn vill uppboð á tveimur skipum Haraldur Guðmundsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Skipin Neptune og Poseidon eru bæði gamlir íslenskir togarar og í eigu fyrirtækisins Neptune á Akureyri. Framkvæmdastjórinn segir skipin vera í verkefnum við Bretlandseyjar þessa dagana. Landsbankinn fer fram á að tvö rannsóknarskip Neptune ehf. á Akureyri verði seld á nauðungaruppboði, upp í kröfur sem nema um 95 milljónum króna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir verkefnaskort hafa einkennt reksturinn síðustu ár en á von á nýju hlutafé og aukinni vinnu. „Ytri aðstæður hafa verið ansi þungar síðustu þrjú árin eða svo vegna gengisbreytinga og lækkunar olíuverðs. Við erum búin að vera í mikilli endurskipulagningu síðustu tólf til sextán mánuði og lækkað kostnað. Við erum að fá inn nýtt hlutafé en það eru tafir á greiðslu þess en við vonum að það gangi upp á næstu dögum og þá verður þetta gert upp,“ segir Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Neptune. Um er að ræða skipin Neptune EA 41 og Poseidon EA 303 sem bæði eru gamlir togarar sem var breytt í rannsóknarskip á árunum 2008 til 2010. Þegar Neptune var breytt var það stærsta verkefni Slippsins á Akureyri frá árinu 1993. Áhafnir þeirra hafa síðustu ár sinnt verkefnum við botnrannsóknir fyrir rússnesk, bresk og önnur erlend fyrirtæki sem reisa vindmyllur eða leggja olíuleiðslur. Skipin eru nú bundin við bryggju á Englandi, annað þeirra í Hull og hitt í Norwich. „Skipin eru núna bæði í verkefnum við Bretlandseyjar í rannsóknarvinnu fyrir vindmyllugarða. Það eru erlendir aðilar sem eru að fjárfesta hjá okkur og það sýnir að það er bjart yfir rekstrinum. Við sjáum fram á góða verkefnastöðu á árinu 2018,“ segir Jón og vill ekki gefa upp hvaðan fjárfestarnir koma. Neptune var rekið með 3,3 milljóna evra tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi fyrirtækisins. Það er í dag í 85 prósenta eigu kýpverska félagsins Sea Investment Ltd. Að sögn Jóns mun félagið nánast alfarið verða í eigu erlendra fjárfesta þegar hlutafjáraukningunni lýkur. Magnús Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi hluthafi í eignarhaldsfélaginu Samson, var á árunum fyrir hrun skráður aðaleigandi fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Landsbankinn fer fram á að tvö rannsóknarskip Neptune ehf. á Akureyri verði seld á nauðungaruppboði, upp í kröfur sem nema um 95 milljónum króna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir verkefnaskort hafa einkennt reksturinn síðustu ár en á von á nýju hlutafé og aukinni vinnu. „Ytri aðstæður hafa verið ansi þungar síðustu þrjú árin eða svo vegna gengisbreytinga og lækkunar olíuverðs. Við erum búin að vera í mikilli endurskipulagningu síðustu tólf til sextán mánuði og lækkað kostnað. Við erum að fá inn nýtt hlutafé en það eru tafir á greiðslu þess en við vonum að það gangi upp á næstu dögum og þá verður þetta gert upp,“ segir Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Neptune. Um er að ræða skipin Neptune EA 41 og Poseidon EA 303 sem bæði eru gamlir togarar sem var breytt í rannsóknarskip á árunum 2008 til 2010. Þegar Neptune var breytt var það stærsta verkefni Slippsins á Akureyri frá árinu 1993. Áhafnir þeirra hafa síðustu ár sinnt verkefnum við botnrannsóknir fyrir rússnesk, bresk og önnur erlend fyrirtæki sem reisa vindmyllur eða leggja olíuleiðslur. Skipin eru nú bundin við bryggju á Englandi, annað þeirra í Hull og hitt í Norwich. „Skipin eru núna bæði í verkefnum við Bretlandseyjar í rannsóknarvinnu fyrir vindmyllugarða. Það eru erlendir aðilar sem eru að fjárfesta hjá okkur og það sýnir að það er bjart yfir rekstrinum. Við sjáum fram á góða verkefnastöðu á árinu 2018,“ segir Jón og vill ekki gefa upp hvaðan fjárfestarnir koma. Neptune var rekið með 3,3 milljóna evra tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi fyrirtækisins. Það er í dag í 85 prósenta eigu kýpverska félagsins Sea Investment Ltd. Að sögn Jóns mun félagið nánast alfarið verða í eigu erlendra fjárfesta þegar hlutafjáraukningunni lýkur. Magnús Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi hluthafi í eignarhaldsfélaginu Samson, var á árunum fyrir hrun skráður aðaleigandi fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur