Hlutabréfaeign almennings aldrei minni Hörður Ægisson skrifar 15. júní 2017 07:00 Markaðsvirði skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni er samtals um 1.200 milljarðar króna. Vísir/Stefán Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila í skráðum félögum nemur samtals um 49 milljörðum króna, eða aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, og hefur hlutfallið ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár. Þannig hefur hlutafjáreign heimila farið hlutfallslega lækkandi á undanförnum árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar en á árunum fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa, að því er fram kemur í gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það vera „ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði og því sé þessi þróun „áhyggjuefni“. Hann telur þetta til marks um að „við séum ennþá á þeim stað að þurfa að byggja upp traust gagnvart markaðnum“ auk þess sem almenningur hafi á síðustu árum hugsanlega fremur kosið að ráðstafa sparnaði sínum til fjárfestinga í fasteignum í stað hlutabréfa.Páll segir það vera "ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði.Vísir/StefánPáll segist hins vegar hafa væntingar um að með aukinni velmegun og minni verðhækkunum á fasteignamarkaði munum við sjá meiri áhuga almennings á því að fjárfesta í hlutabréfum, einkum og sér í lagi þegar stóru viðskiptabankarnir verði skráðir á markað. Hann telur engu að síður ólíklegt að eignarhald almennings á skráðum hlutabréfum verði í líkingu við það sem þekktist frá aldamótum og fram að hruni. Lífeyrissjóðir áttu í maí um 40 prósent allra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni. Hlutabréfaeign einkafjárfesta í gegnum eignarhaldsfélög nemur tæplega 20 prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja á meðan hlutdeild erlendra fjárfesta er um 18 prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Sjá meira
Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila í skráðum félögum nemur samtals um 49 milljörðum króna, eða aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, og hefur hlutfallið ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár. Þannig hefur hlutafjáreign heimila farið hlutfallslega lækkandi á undanförnum árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar en á árunum fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa, að því er fram kemur í gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það vera „ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði og því sé þessi þróun „áhyggjuefni“. Hann telur þetta til marks um að „við séum ennþá á þeim stað að þurfa að byggja upp traust gagnvart markaðnum“ auk þess sem almenningur hafi á síðustu árum hugsanlega fremur kosið að ráðstafa sparnaði sínum til fjárfestinga í fasteignum í stað hlutabréfa.Páll segir það vera "ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði.Vísir/StefánPáll segist hins vegar hafa væntingar um að með aukinni velmegun og minni verðhækkunum á fasteignamarkaði munum við sjá meiri áhuga almennings á því að fjárfesta í hlutabréfum, einkum og sér í lagi þegar stóru viðskiptabankarnir verði skráðir á markað. Hann telur engu að síður ólíklegt að eignarhald almennings á skráðum hlutabréfum verði í líkingu við það sem þekktist frá aldamótum og fram að hruni. Lífeyrissjóðir áttu í maí um 40 prósent allra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni. Hlutabréfaeign einkafjárfesta í gegnum eignarhaldsfélög nemur tæplega 20 prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja á meðan hlutdeild erlendra fjárfesta er um 18 prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Sjá meira