Hlutabréfaeign almennings aldrei minni Hörður Ægisson skrifar 15. júní 2017 07:00 Markaðsvirði skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni er samtals um 1.200 milljarðar króna. Vísir/Stefán Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila í skráðum félögum nemur samtals um 49 milljörðum króna, eða aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, og hefur hlutfallið ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár. Þannig hefur hlutafjáreign heimila farið hlutfallslega lækkandi á undanförnum árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar en á árunum fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa, að því er fram kemur í gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það vera „ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði og því sé þessi þróun „áhyggjuefni“. Hann telur þetta til marks um að „við séum ennþá á þeim stað að þurfa að byggja upp traust gagnvart markaðnum“ auk þess sem almenningur hafi á síðustu árum hugsanlega fremur kosið að ráðstafa sparnaði sínum til fjárfestinga í fasteignum í stað hlutabréfa.Páll segir það vera "ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði.Vísir/StefánPáll segist hins vegar hafa væntingar um að með aukinni velmegun og minni verðhækkunum á fasteignamarkaði munum við sjá meiri áhuga almennings á því að fjárfesta í hlutabréfum, einkum og sér í lagi þegar stóru viðskiptabankarnir verði skráðir á markað. Hann telur engu að síður ólíklegt að eignarhald almennings á skráðum hlutabréfum verði í líkingu við það sem þekktist frá aldamótum og fram að hruni. Lífeyrissjóðir áttu í maí um 40 prósent allra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni. Hlutabréfaeign einkafjárfesta í gegnum eignarhaldsfélög nemur tæplega 20 prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja á meðan hlutdeild erlendra fjárfesta er um 18 prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira
Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila í skráðum félögum nemur samtals um 49 milljörðum króna, eða aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, og hefur hlutfallið ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár. Þannig hefur hlutafjáreign heimila farið hlutfallslega lækkandi á undanförnum árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar en á árunum fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa, að því er fram kemur í gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það vera „ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði og því sé þessi þróun „áhyggjuefni“. Hann telur þetta til marks um að „við séum ennþá á þeim stað að þurfa að byggja upp traust gagnvart markaðnum“ auk þess sem almenningur hafi á síðustu árum hugsanlega fremur kosið að ráðstafa sparnaði sínum til fjárfestinga í fasteignum í stað hlutabréfa.Páll segir það vera "ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði.Vísir/StefánPáll segist hins vegar hafa væntingar um að með aukinni velmegun og minni verðhækkunum á fasteignamarkaði munum við sjá meiri áhuga almennings á því að fjárfesta í hlutabréfum, einkum og sér í lagi þegar stóru viðskiptabankarnir verði skráðir á markað. Hann telur engu að síður ólíklegt að eignarhald almennings á skráðum hlutabréfum verði í líkingu við það sem þekktist frá aldamótum og fram að hruni. Lífeyrissjóðir áttu í maí um 40 prósent allra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni. Hlutabréfaeign einkafjárfesta í gegnum eignarhaldsfélög nemur tæplega 20 prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja á meðan hlutdeild erlendra fjárfesta er um 18 prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira