Eignarnámið vegna Kröflulínu innan ramma laganna Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júní 2017 16:13 Eitt af möstrum Kröflulínu 4 rís á móts við Gæsafjöll. Landsneti hf. er heimilt að framkvæma eignarnám vegna lagningar tveggja 220 kV háspennulína, nefndar Kröflulínur 4 og 5, sem ráðgert er að muni liggja samsíða í óskiptu landi Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars síðastliðnum. Undirbúningur að framkvæmdum tengdum lagningu Kröflulína 4 og 5 hefur staðið í langan tíma, en með þeim hyggst Landsnet tengja iðnaðarsvæði á Bakka við Húsavík og Þeistareykjavirkjun við Kröfluvirkjun. Í því skyni að semja við landeigendur Reykjahlíðar um lagningu línanna um jörðina boðaði lögmaður Landsnets fyrirsvarsmanni einkahlutafélagsins Landeigendur Reykjahlíðar ehf., sem er að öllu leyti í eigu þinglýstra landeigenda Reykjahlíðar, til funda árið 2014. Þar var því lýst að tilgangur þeirraværi einkum sá að hefja samningaviðræður við landeigendur með því að kynna „fyrirhugaða framkvæmd, drög að samkomulagi ásamt tillögu að uppgjöri bóta.“Sjá einnig: Eignarnám heimilað vegna KröflulínuÁ fundi 6. október 2014 undirrituðu fulltrúar landeigendafélagsins undir tilboð Landsnets vegna óskipts lands Reykjahlíðar en síðar kom í ljós að félagið skorti umboð tíu landeigenda að jörðinni. Í kjölfarið tóku við tilraunir til að boða til nýrra sáttafunda en mæting landeigenda var stopul. Því leitaði Landsnet, að loknu löngu samningaferli, eftir heimild atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins til eignarnáms sem það veitti í október síðastliðnum. Þessa heimild kærðu tveir landeigandanna og var þeim dæmt í óhag í héraðsdómi. Héraðsdómur Reykjavíkur segir að Landsnet hafi reynt með fullnægjandi hætti að semja við landeigendurna bæði fyrir og eftir að beiðni um eignarnám var lögð fram. Þá hafi þeir fengið næg tækifæri til að koma að andmælum vegna eignarnámsins. Hæstiréttur hefur nú staðfest þann dóm sem fyrr segir. Er landeigendunum gert að greiða Landsneti og íslenska ríkinu hvoru um sig milljón krónur í málskostnað. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Landsneti hf. er heimilt að framkvæma eignarnám vegna lagningar tveggja 220 kV háspennulína, nefndar Kröflulínur 4 og 5, sem ráðgert er að muni liggja samsíða í óskiptu landi Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars síðastliðnum. Undirbúningur að framkvæmdum tengdum lagningu Kröflulína 4 og 5 hefur staðið í langan tíma, en með þeim hyggst Landsnet tengja iðnaðarsvæði á Bakka við Húsavík og Þeistareykjavirkjun við Kröfluvirkjun. Í því skyni að semja við landeigendur Reykjahlíðar um lagningu línanna um jörðina boðaði lögmaður Landsnets fyrirsvarsmanni einkahlutafélagsins Landeigendur Reykjahlíðar ehf., sem er að öllu leyti í eigu þinglýstra landeigenda Reykjahlíðar, til funda árið 2014. Þar var því lýst að tilgangur þeirraværi einkum sá að hefja samningaviðræður við landeigendur með því að kynna „fyrirhugaða framkvæmd, drög að samkomulagi ásamt tillögu að uppgjöri bóta.“Sjá einnig: Eignarnám heimilað vegna KröflulínuÁ fundi 6. október 2014 undirrituðu fulltrúar landeigendafélagsins undir tilboð Landsnets vegna óskipts lands Reykjahlíðar en síðar kom í ljós að félagið skorti umboð tíu landeigenda að jörðinni. Í kjölfarið tóku við tilraunir til að boða til nýrra sáttafunda en mæting landeigenda var stopul. Því leitaði Landsnet, að loknu löngu samningaferli, eftir heimild atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins til eignarnáms sem það veitti í október síðastliðnum. Þessa heimild kærðu tveir landeigandanna og var þeim dæmt í óhag í héraðsdómi. Héraðsdómur Reykjavíkur segir að Landsnet hafi reynt með fullnægjandi hætti að semja við landeigendurna bæði fyrir og eftir að beiðni um eignarnám var lögð fram. Þá hafi þeir fengið næg tækifæri til að koma að andmælum vegna eignarnámsins. Hæstiréttur hefur nú staðfest þann dóm sem fyrr segir. Er landeigendunum gert að greiða Landsneti og íslenska ríkinu hvoru um sig milljón krónur í málskostnað.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira