„Full ástæða til að sýna ítrustu varkárni gagnvart lækkun fasteignaverðs“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júlí 2017 19:00 Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur sem hámarka leyfilegt veðsetningarhlutfall nýrra fasteignalána. Samkvæmt reglunum skal hlutfallið vera að hámarki 85 prósent af markaðsverði fasteignar. Astoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að tilgangurinn sé að koma í veg fyrir það sem gerðist árið 2008 þegar staða lántakenda varð óviðráðanleg við verðfall á fasteignamarkaði. Raunverð íbúðahúsnæðis, þ.e. nafnverð að frádreginni verðbólgu, hefur hækkað umtalsvert á síðustu árum. Sé miðað við mitt þetta ár nam árshækkunin 21 prósenti. Vísbendingar eru um að áfram verði þrýstingur á fasteignaverð. Gögn Fjármálaeftirlitsins (FME) sýna að lánastofnanir hafa slakað á lánaskilyrðum að undanförnu samhliða aukinni samkeppni á fasteignalánamarkaði FME birti í dag nýjar reglur sem hámarka leyfilegt veðsetningarhlutfall nýrra fasteignalána. Samkvæmt reglunum skal veðsetningarhlutfall vera að hámarki 85 prósent af markaðsverði fasteignar. Þegar um er að ræða fjármögnun kaupa á fyrstu fasteign verður heimilt að lána allt að 90 prósent af markaðsverði. Flestir bankarnir voru almennt ekki að lána yfir þessum mörkum en það byggðist ekki á settum reglum heldur viðmiðum um æskileg lánahlutföll. Með þessum nýju reglum verður breyting þar á enda binda þær hendur bankanna. „Reglurnar hafa þann megintilgang að koma í veg fyrir að svipaðir hlutir gerðust og árið 2008 þegar það varð mikið verðfall á fasteignum. Þá versnaði veðstaða almennings svo um munaði og varð óviðráðanleg í mörgum tilvikum. Þótt við búumst ekki við jafn slæmu áfalli og þá þá er full ástæða til að sýna ítrustu varkárni gagnvart lækkun fasteignaverðs í framtíðinni. Reglurnar miða bæði að því að verja lántaka og lánveitendur gagnvart þessari áhættu,“ segir Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri FME. Verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,2 prósent í júní samkvæmt vísitölu íbúðaverðs Þjóðskrár Íslands. Þetta er fyrsta lækkun íbúðaverðs milli mánaða síðan í júní 2015. Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur sem hámarka leyfilegt veðsetningarhlutfall nýrra fasteignalána. Samkvæmt reglunum skal hlutfallið vera að hámarki 85 prósent af markaðsverði fasteignar. Astoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að tilgangurinn sé að koma í veg fyrir það sem gerðist árið 2008 þegar staða lántakenda varð óviðráðanleg við verðfall á fasteignamarkaði. Raunverð íbúðahúsnæðis, þ.e. nafnverð að frádreginni verðbólgu, hefur hækkað umtalsvert á síðustu árum. Sé miðað við mitt þetta ár nam árshækkunin 21 prósenti. Vísbendingar eru um að áfram verði þrýstingur á fasteignaverð. Gögn Fjármálaeftirlitsins (FME) sýna að lánastofnanir hafa slakað á lánaskilyrðum að undanförnu samhliða aukinni samkeppni á fasteignalánamarkaði FME birti í dag nýjar reglur sem hámarka leyfilegt veðsetningarhlutfall nýrra fasteignalána. Samkvæmt reglunum skal veðsetningarhlutfall vera að hámarki 85 prósent af markaðsverði fasteignar. Þegar um er að ræða fjármögnun kaupa á fyrstu fasteign verður heimilt að lána allt að 90 prósent af markaðsverði. Flestir bankarnir voru almennt ekki að lána yfir þessum mörkum en það byggðist ekki á settum reglum heldur viðmiðum um æskileg lánahlutföll. Með þessum nýju reglum verður breyting þar á enda binda þær hendur bankanna. „Reglurnar hafa þann megintilgang að koma í veg fyrir að svipaðir hlutir gerðust og árið 2008 þegar það varð mikið verðfall á fasteignum. Þá versnaði veðstaða almennings svo um munaði og varð óviðráðanleg í mörgum tilvikum. Þótt við búumst ekki við jafn slæmu áfalli og þá þá er full ástæða til að sýna ítrustu varkárni gagnvart lækkun fasteignaverðs í framtíðinni. Reglurnar miða bæði að því að verja lántaka og lánveitendur gagnvart þessari áhættu,“ segir Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri FME. Verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,2 prósent í júní samkvæmt vísitölu íbúðaverðs Þjóðskrár Íslands. Þetta er fyrsta lækkun íbúðaverðs milli mánaða síðan í júní 2015.
Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira