Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Daníel Freyr Birkisson skrifar 13. desember 2017 10:34 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka. vísir „Mér er svo gjörsamlega misboðið að ég á varla til eitt einasta aukatekið orð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Facebook-færslu þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með fyrirhugaðan bónuspott stjórnenda eignarhaldsfélagsins Klakka upp á 550 milljónir króna. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greindi frá bónuslaunum stjórnenda félagsins í morgun. Ragnar spyr á Facebook-síðu sinni hvort fólk hafi áhuga á því að mótmæla fyrir utan Klakka í Ármúla 1, föstudaginn næstkomandi kl. 13 með því að þeyta úr bílflautum. „Fólk gæti keyrt framhjá þegar það á lausan tíma um hádegisbil eða þess vegna allan föstudaginn og látið óánægju sína í ljós með því að flauta fyrir utan eða þegar það keyrir framhjá. Er einhver stemning fyrir þessu?“ Hann segir þetta sorglegt ástand og er greinilega heitt í hamsi. „Að stjórnendur skuli voga sér að þiggja slíka bónusa er ekki bara grátlegt heldur algjörlega siðlaust. Þeim væri nær að skila þessum peningum til þeirra sem enn eiga um sárt að binda vegna þess skaða sem fyrirtækin ollu íslensku samfélagi. Að ofurlaunaðir stjórnendur skuli hugsanlega taka til sín allt að 60 milljónir hver í bónusgreiðslur er ekkert annað en viðbjóðslegt.“Sjá einnig: Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur KlakkaStjórnendur og stjórnarmenn eignarhaldsfélagsins Klakka samþykktu á hluthafafundi á mánudag tillögu að kaupaukakerfi sem nær til þriggja starfsmanna, meðal annars forstjórans Magnúsar Scheving Thorsteinssonar, og sex manna stjórnar Klakka. Bónusarnir eru fyrirhugaðir vegna sölu á eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, sem og vegna annarra eigna félagsins sem hafa þegar verið seldar á síðustu árum. Gætu stjórnendur því fengið allt að 60 milljónir króna á mann. Lífeyrissjóðir í hluthafahópi Klakka sendu ekki fulltrúa á fundinn til að greiða atkvæði um kaupaukakerfið, samkvæmt heimildum Markaðarins, en mætt var á fundinn fyrir hönd hluthafa sem eiga samtals 89,2 prósent hlut í Klakka.Hér má sjá Facebook-færslu Ragnars Þórs í heild. Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
„Mér er svo gjörsamlega misboðið að ég á varla til eitt einasta aukatekið orð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Facebook-færslu þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með fyrirhugaðan bónuspott stjórnenda eignarhaldsfélagsins Klakka upp á 550 milljónir króna. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greindi frá bónuslaunum stjórnenda félagsins í morgun. Ragnar spyr á Facebook-síðu sinni hvort fólk hafi áhuga á því að mótmæla fyrir utan Klakka í Ármúla 1, föstudaginn næstkomandi kl. 13 með því að þeyta úr bílflautum. „Fólk gæti keyrt framhjá þegar það á lausan tíma um hádegisbil eða þess vegna allan föstudaginn og látið óánægju sína í ljós með því að flauta fyrir utan eða þegar það keyrir framhjá. Er einhver stemning fyrir þessu?“ Hann segir þetta sorglegt ástand og er greinilega heitt í hamsi. „Að stjórnendur skuli voga sér að þiggja slíka bónusa er ekki bara grátlegt heldur algjörlega siðlaust. Þeim væri nær að skila þessum peningum til þeirra sem enn eiga um sárt að binda vegna þess skaða sem fyrirtækin ollu íslensku samfélagi. Að ofurlaunaðir stjórnendur skuli hugsanlega taka til sín allt að 60 milljónir hver í bónusgreiðslur er ekkert annað en viðbjóðslegt.“Sjá einnig: Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur KlakkaStjórnendur og stjórnarmenn eignarhaldsfélagsins Klakka samþykktu á hluthafafundi á mánudag tillögu að kaupaukakerfi sem nær til þriggja starfsmanna, meðal annars forstjórans Magnúsar Scheving Thorsteinssonar, og sex manna stjórnar Klakka. Bónusarnir eru fyrirhugaðir vegna sölu á eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, sem og vegna annarra eigna félagsins sem hafa þegar verið seldar á síðustu árum. Gætu stjórnendur því fengið allt að 60 milljónir króna á mann. Lífeyrissjóðir í hluthafahópi Klakka sendu ekki fulltrúa á fundinn til að greiða atkvæði um kaupaukakerfið, samkvæmt heimildum Markaðarins, en mætt var á fundinn fyrir hönd hluthafa sem eiga samtals 89,2 prósent hlut í Klakka.Hér má sjá Facebook-færslu Ragnars Þórs í heild.
Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15
Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16