Papco segir upp fólki vegna komu Costco Haraldur Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Papco segja heljarinnar salernispappírssölu í Costco. vísir/ernir Sala Papco á salernispappír og öðrum hreinlætisvörum hefur dregist saman um allt að 30 prósent frá opnun Costco í Garðabæ í maí. Fyrirtækið, sem er eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír, hefur síðan þá sagt sex starfsmönnum upp störfum eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu. „Staðan er sú að það er alveg heljarinnar sala búin að fara í gegnum Costco og það hefur mikil áhrif á okkur sem íslenskan framleiðanda. Þetta hefur áhrif á okkar framleiðslu og starfsemi og við höfum þurft að aðlagast þessu,“ segir Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco, í samtali við Fréttablaðið.Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco.vísir/ernirPapco selur vörur í heildsölu til verslana, fyrirtækja og stofnana. Um 35 manns vinna nú hjá fyrirtækinu. Costco hefur að sögn Alexanders ekki keypt vörur af Papco til smásölu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur sala á hreinlætisvörum í öðrum verslunum hér á landi dregist töluvert saman frá opnuninni í Kauptúni. „Það versta er að í Costco eru vörur seldar undir kostnaðarverði út úr búð. Það er eitthvað sem er ekki hægt að nálgast því pappírinn er náttúrulega á heimsmarkaðsverði eins og olía og stál. Samkeppni er fín og við höfum átt í mikilli samkeppni við innfluttan pappír síðustu ár og áratugi. Erlendi pappírinn hefur þannig stýrt verðlagningunni. Það sem er óskiljandi fyrir okkur er að pappírinn er töluvert ódýrari hjá Costco hér á landi heldur en hjá verslunum fyrirtækisins í Bretlandi,“ segir Alexander. Richard Kristinsson, framkvæmdastjóri Mjallar Friggjar, sem framleiðir uppþvottalög, þvottaefni og aðrar hreinlætisvörur, óttast ekki að koma Costco hafi langvarandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Við erum lítið á neytendamarkaði og að því leytinu til hefur þetta engin áhrif á okkur. Þetta hefur smávægileg áhrif þegar kemur að minni fyrirtækjum sem hafa verið að versla við okkur en fara og kaupa sambærilega vöru í Costco. Hins vegar hefur komið upp að pakkningastærðir og annað hjá Costco hentar ekki og þá hafa margir komið aftur til okkar. Langvarandi og stórvægileg áhrif gagnvart okkur verða því mjög lítil,“ segir Richard. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Sala Papco á salernispappír og öðrum hreinlætisvörum hefur dregist saman um allt að 30 prósent frá opnun Costco í Garðabæ í maí. Fyrirtækið, sem er eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír, hefur síðan þá sagt sex starfsmönnum upp störfum eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu. „Staðan er sú að það er alveg heljarinnar sala búin að fara í gegnum Costco og það hefur mikil áhrif á okkur sem íslenskan framleiðanda. Þetta hefur áhrif á okkar framleiðslu og starfsemi og við höfum þurft að aðlagast þessu,“ segir Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco, í samtali við Fréttablaðið.Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco.vísir/ernirPapco selur vörur í heildsölu til verslana, fyrirtækja og stofnana. Um 35 manns vinna nú hjá fyrirtækinu. Costco hefur að sögn Alexanders ekki keypt vörur af Papco til smásölu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur sala á hreinlætisvörum í öðrum verslunum hér á landi dregist töluvert saman frá opnuninni í Kauptúni. „Það versta er að í Costco eru vörur seldar undir kostnaðarverði út úr búð. Það er eitthvað sem er ekki hægt að nálgast því pappírinn er náttúrulega á heimsmarkaðsverði eins og olía og stál. Samkeppni er fín og við höfum átt í mikilli samkeppni við innfluttan pappír síðustu ár og áratugi. Erlendi pappírinn hefur þannig stýrt verðlagningunni. Það sem er óskiljandi fyrir okkur er að pappírinn er töluvert ódýrari hjá Costco hér á landi heldur en hjá verslunum fyrirtækisins í Bretlandi,“ segir Alexander. Richard Kristinsson, framkvæmdastjóri Mjallar Friggjar, sem framleiðir uppþvottalög, þvottaefni og aðrar hreinlætisvörur, óttast ekki að koma Costco hafi langvarandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Við erum lítið á neytendamarkaði og að því leytinu til hefur þetta engin áhrif á okkur. Þetta hefur smávægileg áhrif þegar kemur að minni fyrirtækjum sem hafa verið að versla við okkur en fara og kaupa sambærilega vöru í Costco. Hins vegar hefur komið upp að pakkningastærðir og annað hjá Costco hentar ekki og þá hafa margir komið aftur til okkar. Langvarandi og stórvægileg áhrif gagnvart okkur verða því mjög lítil,“ segir Richard.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira