Áætla má að auglýsendur hafi keypt auglýsingar fyrir um 11 milljarða króna í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Fjölmiðlanefndar sem hefur tekið saman upplýsingar um skiptingu birtingafjár milli fjölmiðla árið 2016. Þetta er í þriðja skipti sem nefndin birtir slíka samantekt. Upplýsingarnar byggja á svörum frá fimm stærstu
Niðurstöðurnar sýna að íslenskir auglýsendur og birtingahús auglýstu fyrst og fremst í innlendum fjölmiðlum árið 2016. Prentmiðlar eru sem fyrr stærstir á auglýsingamarkaði og sjónvarpsmiðlar fá næststærstan hlut. Innlendir vefmiðlar skutust upp fyrir útvarp í fyrsta skipti og voru þriðji vinsælasti auglýsingavettvangurinn hér á landi árið 2016.
„Niðurstaða samantektar fjölmiðlanefndar var sú að árið 2016 keyptu fimm stærstu birtingahúsin á Íslandi auglýsingar fyrir rúma fimm milljarða króna eða alls 5.512.108.040 kr. sem var 6,3% aukning frá fyrra ári á föstu verðlagi. Talið er að birtingahús kaupi um helming auglýsinga á markaði,“ segir á vef Fjölmiðlanefndar.
Skipting birtingarfjár árið 2016:
Prentmiðlar 30,4%
Sjónvarp 28,5%
Útvarp 16,6%
Innlendir vefmiðlar 16,7%
Erlendir vefmiiðlar 3,6%
Annað (útiskilti, bíó o.fl.) 4,2%.
