Alþjóðleg markaðsyfirráð Stjórnarmaðurinn skrifar 1. október 2017 10:30 Sú ákvörðun samgönguyfirvalda í London að draga starfsleyfi Uber til baka hefur vakið mikla athygli. Flestir eru á því að yfirvöld hafi gengið fram af miklu offorsi, og þegar þetta er ritað hafa safnast hátt í milljón undirskriftir Uber til stuðnings. Hrifning fólks á Uber er skiljanleg. Þjónustan er langtum betri en hefðbundnir leigubílar geta veitt og notendaviðmótið með miklum ágætum. Ekki spillir heldur fyrir að Uber er starfrækt í flestum stórborgum í heiminum og ekki amalegt að geta gengið að þjónustunni vísri á ferðum sínum. Uber er af þeim sökum, ásamt félögum á borð við Netflix, Facebook og Google, eitt af þessum fyrirtækjum sem eru að taka heiminn yfir með nýja tækni að vopni. Því má hins vegar ekki gleyma að þessum hnattrænu risum fylgja ýmsir fylgikvillar. Uber hefur til að mynda ekki gætt sín á því að virða lágmarksréttindi starfsfólks síns og virðist hafa látið öryggismál reka á reiðanum. Að því leyti hefur falist afturför í innkomu Uber á breska markaðinn. Ef slíku er leyft að viðgangast getum við hætt að velta fyrir okkur markaðsyfirráðum á einstökum mörkuðum og farið að hugsa um slík yfirráð á hnattrænum grunni. Nú er viðbúið að Uber undirgangist þær breytingar sem þarf til að endurnýja starfsleyfið í London. Hvað sem því líður er inngrip samgönguyfirvalda ef til vill þörf áminning fyrir Uber um að gera hlutina almennilega. Málið er sömuleiðis umhugsunarvert fyrir hérlend yfirvöld. Fyrir stuttu komust samkeppnisyfirvöld að þeirri óskiljanlegu niðurstöðu að Costco væri ekki hluti af íslenskum lyfjamarkaði. Sama yfirvald skilgreinir Netflix ekki sem aðila að íslenskum fjölmiðlamarkaði þrátt fyrir að 50 þúsund heimili séu með áskrift. Netflix þarf ekki að undirgangast sömu kvaðir og innlendir aðilar, t.d. varðandi íslenskan texta og annað. Þá er ekki minnst á hið langtum hagstæðara skattaumhverfi sem alþjóðlegum fyrirtækjum býðst. Alþjóðlegu tæknifyrirtækin hafa umbylt lífi okkar á margan hátt og eru að langmestu leyti jákvæð fyrirbæri. Eftirlitsaðilar í einstökum ríkjum hafa hins vegar ekki brugðist við þessum nýja veruleika, og starfa ennþá í heimi sem löngu er horfinn. Bæði þarf að gæta þess að alþjóðleg stórfyrirtæki starfi eftir landslögum á hverjum stað, en ekki síður þarf að gæta þess að innlendir aðilar mæti ekki samkeppninni með báðar hendur fyrir aftan bak. Fákeppni og markaðsyfirráð geta nefnilega verið alþjóðleg, og gæta þarf þess að slík staða sé ekki beinlínis í boði opinberra aðila.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Sú ákvörðun samgönguyfirvalda í London að draga starfsleyfi Uber til baka hefur vakið mikla athygli. Flestir eru á því að yfirvöld hafi gengið fram af miklu offorsi, og þegar þetta er ritað hafa safnast hátt í milljón undirskriftir Uber til stuðnings. Hrifning fólks á Uber er skiljanleg. Þjónustan er langtum betri en hefðbundnir leigubílar geta veitt og notendaviðmótið með miklum ágætum. Ekki spillir heldur fyrir að Uber er starfrækt í flestum stórborgum í heiminum og ekki amalegt að geta gengið að þjónustunni vísri á ferðum sínum. Uber er af þeim sökum, ásamt félögum á borð við Netflix, Facebook og Google, eitt af þessum fyrirtækjum sem eru að taka heiminn yfir með nýja tækni að vopni. Því má hins vegar ekki gleyma að þessum hnattrænu risum fylgja ýmsir fylgikvillar. Uber hefur til að mynda ekki gætt sín á því að virða lágmarksréttindi starfsfólks síns og virðist hafa látið öryggismál reka á reiðanum. Að því leyti hefur falist afturför í innkomu Uber á breska markaðinn. Ef slíku er leyft að viðgangast getum við hætt að velta fyrir okkur markaðsyfirráðum á einstökum mörkuðum og farið að hugsa um slík yfirráð á hnattrænum grunni. Nú er viðbúið að Uber undirgangist þær breytingar sem þarf til að endurnýja starfsleyfið í London. Hvað sem því líður er inngrip samgönguyfirvalda ef til vill þörf áminning fyrir Uber um að gera hlutina almennilega. Málið er sömuleiðis umhugsunarvert fyrir hérlend yfirvöld. Fyrir stuttu komust samkeppnisyfirvöld að þeirri óskiljanlegu niðurstöðu að Costco væri ekki hluti af íslenskum lyfjamarkaði. Sama yfirvald skilgreinir Netflix ekki sem aðila að íslenskum fjölmiðlamarkaði þrátt fyrir að 50 þúsund heimili séu með áskrift. Netflix þarf ekki að undirgangast sömu kvaðir og innlendir aðilar, t.d. varðandi íslenskan texta og annað. Þá er ekki minnst á hið langtum hagstæðara skattaumhverfi sem alþjóðlegum fyrirtækjum býðst. Alþjóðlegu tæknifyrirtækin hafa umbylt lífi okkar á margan hátt og eru að langmestu leyti jákvæð fyrirbæri. Eftirlitsaðilar í einstökum ríkjum hafa hins vegar ekki brugðist við þessum nýja veruleika, og starfa ennþá í heimi sem löngu er horfinn. Bæði þarf að gæta þess að alþjóðleg stórfyrirtæki starfi eftir landslögum á hverjum stað, en ekki síður þarf að gæta þess að innlendir aðilar mæti ekki samkeppninni með báðar hendur fyrir aftan bak. Fákeppni og markaðsyfirráð geta nefnilega verið alþjóðleg, og gæta þarf þess að slík staða sé ekki beinlínis í boði opinberra aðila.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira