Alþjóðleg markaðsyfirráð Stjórnarmaðurinn skrifar 1. október 2017 10:30 Sú ákvörðun samgönguyfirvalda í London að draga starfsleyfi Uber til baka hefur vakið mikla athygli. Flestir eru á því að yfirvöld hafi gengið fram af miklu offorsi, og þegar þetta er ritað hafa safnast hátt í milljón undirskriftir Uber til stuðnings. Hrifning fólks á Uber er skiljanleg. Þjónustan er langtum betri en hefðbundnir leigubílar geta veitt og notendaviðmótið með miklum ágætum. Ekki spillir heldur fyrir að Uber er starfrækt í flestum stórborgum í heiminum og ekki amalegt að geta gengið að þjónustunni vísri á ferðum sínum. Uber er af þeim sökum, ásamt félögum á borð við Netflix, Facebook og Google, eitt af þessum fyrirtækjum sem eru að taka heiminn yfir með nýja tækni að vopni. Því má hins vegar ekki gleyma að þessum hnattrænu risum fylgja ýmsir fylgikvillar. Uber hefur til að mynda ekki gætt sín á því að virða lágmarksréttindi starfsfólks síns og virðist hafa látið öryggismál reka á reiðanum. Að því leyti hefur falist afturför í innkomu Uber á breska markaðinn. Ef slíku er leyft að viðgangast getum við hætt að velta fyrir okkur markaðsyfirráðum á einstökum mörkuðum og farið að hugsa um slík yfirráð á hnattrænum grunni. Nú er viðbúið að Uber undirgangist þær breytingar sem þarf til að endurnýja starfsleyfið í London. Hvað sem því líður er inngrip samgönguyfirvalda ef til vill þörf áminning fyrir Uber um að gera hlutina almennilega. Málið er sömuleiðis umhugsunarvert fyrir hérlend yfirvöld. Fyrir stuttu komust samkeppnisyfirvöld að þeirri óskiljanlegu niðurstöðu að Costco væri ekki hluti af íslenskum lyfjamarkaði. Sama yfirvald skilgreinir Netflix ekki sem aðila að íslenskum fjölmiðlamarkaði þrátt fyrir að 50 þúsund heimili séu með áskrift. Netflix þarf ekki að undirgangast sömu kvaðir og innlendir aðilar, t.d. varðandi íslenskan texta og annað. Þá er ekki minnst á hið langtum hagstæðara skattaumhverfi sem alþjóðlegum fyrirtækjum býðst. Alþjóðlegu tæknifyrirtækin hafa umbylt lífi okkar á margan hátt og eru að langmestu leyti jákvæð fyrirbæri. Eftirlitsaðilar í einstökum ríkjum hafa hins vegar ekki brugðist við þessum nýja veruleika, og starfa ennþá í heimi sem löngu er horfinn. Bæði þarf að gæta þess að alþjóðleg stórfyrirtæki starfi eftir landslögum á hverjum stað, en ekki síður þarf að gæta þess að innlendir aðilar mæti ekki samkeppninni með báðar hendur fyrir aftan bak. Fákeppni og markaðsyfirráð geta nefnilega verið alþjóðleg, og gæta þarf þess að slík staða sé ekki beinlínis í boði opinberra aðila.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Sú ákvörðun samgönguyfirvalda í London að draga starfsleyfi Uber til baka hefur vakið mikla athygli. Flestir eru á því að yfirvöld hafi gengið fram af miklu offorsi, og þegar þetta er ritað hafa safnast hátt í milljón undirskriftir Uber til stuðnings. Hrifning fólks á Uber er skiljanleg. Þjónustan er langtum betri en hefðbundnir leigubílar geta veitt og notendaviðmótið með miklum ágætum. Ekki spillir heldur fyrir að Uber er starfrækt í flestum stórborgum í heiminum og ekki amalegt að geta gengið að þjónustunni vísri á ferðum sínum. Uber er af þeim sökum, ásamt félögum á borð við Netflix, Facebook og Google, eitt af þessum fyrirtækjum sem eru að taka heiminn yfir með nýja tækni að vopni. Því má hins vegar ekki gleyma að þessum hnattrænu risum fylgja ýmsir fylgikvillar. Uber hefur til að mynda ekki gætt sín á því að virða lágmarksréttindi starfsfólks síns og virðist hafa látið öryggismál reka á reiðanum. Að því leyti hefur falist afturför í innkomu Uber á breska markaðinn. Ef slíku er leyft að viðgangast getum við hætt að velta fyrir okkur markaðsyfirráðum á einstökum mörkuðum og farið að hugsa um slík yfirráð á hnattrænum grunni. Nú er viðbúið að Uber undirgangist þær breytingar sem þarf til að endurnýja starfsleyfið í London. Hvað sem því líður er inngrip samgönguyfirvalda ef til vill þörf áminning fyrir Uber um að gera hlutina almennilega. Málið er sömuleiðis umhugsunarvert fyrir hérlend yfirvöld. Fyrir stuttu komust samkeppnisyfirvöld að þeirri óskiljanlegu niðurstöðu að Costco væri ekki hluti af íslenskum lyfjamarkaði. Sama yfirvald skilgreinir Netflix ekki sem aðila að íslenskum fjölmiðlamarkaði þrátt fyrir að 50 þúsund heimili séu með áskrift. Netflix þarf ekki að undirgangast sömu kvaðir og innlendir aðilar, t.d. varðandi íslenskan texta og annað. Þá er ekki minnst á hið langtum hagstæðara skattaumhverfi sem alþjóðlegum fyrirtækjum býðst. Alþjóðlegu tæknifyrirtækin hafa umbylt lífi okkar á margan hátt og eru að langmestu leyti jákvæð fyrirbæri. Eftirlitsaðilar í einstökum ríkjum hafa hins vegar ekki brugðist við þessum nýja veruleika, og starfa ennþá í heimi sem löngu er horfinn. Bæði þarf að gæta þess að alþjóðleg stórfyrirtæki starfi eftir landslögum á hverjum stað, en ekki síður þarf að gæta þess að innlendir aðilar mæti ekki samkeppninni með báðar hendur fyrir aftan bak. Fákeppni og markaðsyfirráð geta nefnilega verið alþjóðleg, og gæta þarf þess að slík staða sé ekki beinlínis í boði opinberra aðila.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira