Þreföld kortavelta í flugi Sæunn Gísladóttir skrifar 18. febrúar 2016 13:19 Ein skýring mikillar hækkunar er að í janúar opnaði WOW fyrir bókanir til og frá San Francisco og Los Angeles. Vísir/Vilhelm Í janúar nam erlend kortavelta hér á landi 11,6 milljörðum króna sem er 61,5 prósent hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Erlendir aðilar greiddu hæstar upphæðir með kortum sínum fyrir farþegaflutninga með flugi. Kortavelta í þeim flokki nam samtals tæpum 3,2 milljörðum króna í janúar sem er þreföldun frá sama mánuði í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar að ein skýring mikillar hækkunar sé að í janúar opnaði WOW fyrir bókanir til og frá San Francisco og Los Angeles en sú velta kemur fram hjá innlendum færsluhirðum. Við túlkun talnanna ber einnig að hafa í huga að greiðslur vegna flugbókana, líkt og greiðslur fyrir bókanir hótelherbergja og aðra ferðaþjónustu, er jafnan gerðar nokkru áður en ferðin er farin. Aukin velta í þessum flokki gæti því verið merki um fjölgun ferðamanna síðar á árinu, hvort sem er til landsins eða hjá innlendum flugfélögum. Fyrir utan farþegaflutninga með flugi var mesta aukningin á heildarveltu í flokknum ýmis ferðaþjónusta, alls 764 milljónir króna eða 61 prósent aukning frá janúar í fyrra. Sá flokkur nær yfir ýmsar tegundir ferðaskipuleggjenda og sérsniðnar ferðir. Næst mest var aukningin í gistiþjónustu, 537 milljónir króna eða 41 prósent og þar næst í veitingaþjónustu, 249 milljónir eða 36 prósent frá fyrra ári. Ekki var samdráttur á heildarveltu neins flokks á milli ára nema úttektum á reiðufé úr hraðbönkum en lækkuðu þær um 21 milljón króna frá janúar 2015. Fréttir af flugi Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Í janúar nam erlend kortavelta hér á landi 11,6 milljörðum króna sem er 61,5 prósent hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Erlendir aðilar greiddu hæstar upphæðir með kortum sínum fyrir farþegaflutninga með flugi. Kortavelta í þeim flokki nam samtals tæpum 3,2 milljörðum króna í janúar sem er þreföldun frá sama mánuði í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar að ein skýring mikillar hækkunar sé að í janúar opnaði WOW fyrir bókanir til og frá San Francisco og Los Angeles en sú velta kemur fram hjá innlendum færsluhirðum. Við túlkun talnanna ber einnig að hafa í huga að greiðslur vegna flugbókana, líkt og greiðslur fyrir bókanir hótelherbergja og aðra ferðaþjónustu, er jafnan gerðar nokkru áður en ferðin er farin. Aukin velta í þessum flokki gæti því verið merki um fjölgun ferðamanna síðar á árinu, hvort sem er til landsins eða hjá innlendum flugfélögum. Fyrir utan farþegaflutninga með flugi var mesta aukningin á heildarveltu í flokknum ýmis ferðaþjónusta, alls 764 milljónir króna eða 61 prósent aukning frá janúar í fyrra. Sá flokkur nær yfir ýmsar tegundir ferðaskipuleggjenda og sérsniðnar ferðir. Næst mest var aukningin í gistiþjónustu, 537 milljónir króna eða 41 prósent og þar næst í veitingaþjónustu, 249 milljónir eða 36 prósent frá fyrra ári. Ekki var samdráttur á heildarveltu neins flokks á milli ára nema úttektum á reiðufé úr hraðbönkum en lækkuðu þær um 21 milljón króna frá janúar 2015.
Fréttir af flugi Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira