Kaupþingsmenn dæmdir til að greiða tæpan milljarð vegna skuldar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2016 18:05 Fimmmenningarnir sem um ræðir Mynd/Vísir Fimm fyrrum stjórnendur Kaupþings þurfa að greiða tæpan milljarð króna vegna skuldar sem er tilkomin vegna jarðakaupa þeirra við laxveiðiána Langá í Borgarfirði. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag.Fimmmenningarnir sem um ræðir eru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson, stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, sem var forstjóri bankans á Íslandi, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Steingrímur P. Kárason, sem var yfirmaður áhættustýringar bankans fyrir hrun. Þarf hver og einn þeirra að greiða Hildu ehf. 184.731.875 krónur í skuld samkvæmt dómi Hæstaréttar.Skuldin var tilkomin vegna kúluláns sem félagið Hvítsstaðir tók hjá SPRON árið 2005 til að kaupa félagið Langárfoss ehf. Fimmmenningarnir í Kaupþingi áttu hver um sig fimmtung í Hvítsstöðum og gengust í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu.Sjá einnig: Kaupþingsmenn dæmdir til að greiða milljarð vegna kúlulánsHvítsstaðir greiddu vexti af láninu í október 2006, 2007 og 2008 en í kjölfar bankahrunsins gerði félagið nýjan samning við SPRON. Gamla lánið var þá greitt upp að fullu með nýja láninu og var höfuðstóll lánsins rúmlega 729 milljónir króna. Í lánasamningnum var tekið fram að lánið skyldi greiðast til baka á fjórum gjalddögum en þar af voru þrír vaxtagjalddagar. Í dómi Héraðsdóms kom fram að Hvítsstaðir hafi ekki greitt vaxtaafborgun á fyrsta gjalddaga og því hafi lánið verið gjaldfellt, samkvæmt lánasamningi. Félaginu og eigendum þess var svo stefnt fyrir dóm til að fá skuldina greidda.Sjá einnig: Drómi vill fá milljarð frá KaupþingstoppunumÍ dómi Hæstaréttar kemur fram að ekki sé hægt að sjá af samningnum eða öðrum gögnum málsins að við gerð hans hefðu Hvítsstaðir gert fyrirvara við fjárhæð lánsins og ekki hafi verið sýnt frá að lækka beri kröfur Hildu á hendur þeim vegna efnis samningsins, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina eða atvika sem síðar hefðu komið til. Einnig var talið að ekki væri hægt að beita ákvæðum laga um ábyrgðamenn um ábyrgð fimmmenningana, enda hefðu þeir tekist á hendr sjálfskuldarábyrgð á efndum samningsins í þágu fjárhagslegs ávinnings þeirra sjálfra. Hvítsstaðir ehf. þarf því að greiða stefnanda 923.659.377 kr. ásamt dráttarvöxtum og þurfa Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Sigurður Einarsson, Steingrímur P. Kárason og Magnús Guðmundsson að greiða Hildu ehf., hver um sig óskipt með stefnda, Hvítsstöðum ehf, 184.731.875 kr. ásamt dráttarvöxtum.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Fimm fyrrum stjórnendur Kaupþings þurfa að greiða tæpan milljarð króna vegna skuldar sem er tilkomin vegna jarðakaupa þeirra við laxveiðiána Langá í Borgarfirði. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag.Fimmmenningarnir sem um ræðir eru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson, stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, sem var forstjóri bankans á Íslandi, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Steingrímur P. Kárason, sem var yfirmaður áhættustýringar bankans fyrir hrun. Þarf hver og einn þeirra að greiða Hildu ehf. 184.731.875 krónur í skuld samkvæmt dómi Hæstaréttar.Skuldin var tilkomin vegna kúluláns sem félagið Hvítsstaðir tók hjá SPRON árið 2005 til að kaupa félagið Langárfoss ehf. Fimmmenningarnir í Kaupþingi áttu hver um sig fimmtung í Hvítsstöðum og gengust í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu.Sjá einnig: Kaupþingsmenn dæmdir til að greiða milljarð vegna kúlulánsHvítsstaðir greiddu vexti af láninu í október 2006, 2007 og 2008 en í kjölfar bankahrunsins gerði félagið nýjan samning við SPRON. Gamla lánið var þá greitt upp að fullu með nýja láninu og var höfuðstóll lánsins rúmlega 729 milljónir króna. Í lánasamningnum var tekið fram að lánið skyldi greiðast til baka á fjórum gjalddögum en þar af voru þrír vaxtagjalddagar. Í dómi Héraðsdóms kom fram að Hvítsstaðir hafi ekki greitt vaxtaafborgun á fyrsta gjalddaga og því hafi lánið verið gjaldfellt, samkvæmt lánasamningi. Félaginu og eigendum þess var svo stefnt fyrir dóm til að fá skuldina greidda.Sjá einnig: Drómi vill fá milljarð frá KaupþingstoppunumÍ dómi Hæstaréttar kemur fram að ekki sé hægt að sjá af samningnum eða öðrum gögnum málsins að við gerð hans hefðu Hvítsstaðir gert fyrirvara við fjárhæð lánsins og ekki hafi verið sýnt frá að lækka beri kröfur Hildu á hendur þeim vegna efnis samningsins, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina eða atvika sem síðar hefðu komið til. Einnig var talið að ekki væri hægt að beita ákvæðum laga um ábyrgðamenn um ábyrgð fimmmenningana, enda hefðu þeir tekist á hendr sjálfskuldarábyrgð á efndum samningsins í þágu fjárhagslegs ávinnings þeirra sjálfra. Hvítsstaðir ehf. þarf því að greiða stefnanda 923.659.377 kr. ásamt dráttarvöxtum og þurfa Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Sigurður Einarsson, Steingrímur P. Kárason og Magnús Guðmundsson að greiða Hildu ehf., hver um sig óskipt með stefnda, Hvítsstöðum ehf, 184.731.875 kr. ásamt dráttarvöxtum.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira