Kaupþingsmenn dæmdir til að greiða tæpan milljarð vegna skuldar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2016 18:05 Fimmmenningarnir sem um ræðir Mynd/Vísir Fimm fyrrum stjórnendur Kaupþings þurfa að greiða tæpan milljarð króna vegna skuldar sem er tilkomin vegna jarðakaupa þeirra við laxveiðiána Langá í Borgarfirði. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag.Fimmmenningarnir sem um ræðir eru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson, stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, sem var forstjóri bankans á Íslandi, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Steingrímur P. Kárason, sem var yfirmaður áhættustýringar bankans fyrir hrun. Þarf hver og einn þeirra að greiða Hildu ehf. 184.731.875 krónur í skuld samkvæmt dómi Hæstaréttar.Skuldin var tilkomin vegna kúluláns sem félagið Hvítsstaðir tók hjá SPRON árið 2005 til að kaupa félagið Langárfoss ehf. Fimmmenningarnir í Kaupþingi áttu hver um sig fimmtung í Hvítsstöðum og gengust í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu.Sjá einnig: Kaupþingsmenn dæmdir til að greiða milljarð vegna kúlulánsHvítsstaðir greiddu vexti af láninu í október 2006, 2007 og 2008 en í kjölfar bankahrunsins gerði félagið nýjan samning við SPRON. Gamla lánið var þá greitt upp að fullu með nýja láninu og var höfuðstóll lánsins rúmlega 729 milljónir króna. Í lánasamningnum var tekið fram að lánið skyldi greiðast til baka á fjórum gjalddögum en þar af voru þrír vaxtagjalddagar. Í dómi Héraðsdóms kom fram að Hvítsstaðir hafi ekki greitt vaxtaafborgun á fyrsta gjalddaga og því hafi lánið verið gjaldfellt, samkvæmt lánasamningi. Félaginu og eigendum þess var svo stefnt fyrir dóm til að fá skuldina greidda.Sjá einnig: Drómi vill fá milljarð frá KaupþingstoppunumÍ dómi Hæstaréttar kemur fram að ekki sé hægt að sjá af samningnum eða öðrum gögnum málsins að við gerð hans hefðu Hvítsstaðir gert fyrirvara við fjárhæð lánsins og ekki hafi verið sýnt frá að lækka beri kröfur Hildu á hendur þeim vegna efnis samningsins, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina eða atvika sem síðar hefðu komið til. Einnig var talið að ekki væri hægt að beita ákvæðum laga um ábyrgðamenn um ábyrgð fimmmenningana, enda hefðu þeir tekist á hendr sjálfskuldarábyrgð á efndum samningsins í þágu fjárhagslegs ávinnings þeirra sjálfra. Hvítsstaðir ehf. þarf því að greiða stefnanda 923.659.377 kr. ásamt dráttarvöxtum og þurfa Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Sigurður Einarsson, Steingrímur P. Kárason og Magnús Guðmundsson að greiða Hildu ehf., hver um sig óskipt með stefnda, Hvítsstöðum ehf, 184.731.875 kr. ásamt dráttarvöxtum.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Fimm fyrrum stjórnendur Kaupþings þurfa að greiða tæpan milljarð króna vegna skuldar sem er tilkomin vegna jarðakaupa þeirra við laxveiðiána Langá í Borgarfirði. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag.Fimmmenningarnir sem um ræðir eru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson, stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, sem var forstjóri bankans á Íslandi, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Steingrímur P. Kárason, sem var yfirmaður áhættustýringar bankans fyrir hrun. Þarf hver og einn þeirra að greiða Hildu ehf. 184.731.875 krónur í skuld samkvæmt dómi Hæstaréttar.Skuldin var tilkomin vegna kúluláns sem félagið Hvítsstaðir tók hjá SPRON árið 2005 til að kaupa félagið Langárfoss ehf. Fimmmenningarnir í Kaupþingi áttu hver um sig fimmtung í Hvítsstöðum og gengust í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu.Sjá einnig: Kaupþingsmenn dæmdir til að greiða milljarð vegna kúlulánsHvítsstaðir greiddu vexti af láninu í október 2006, 2007 og 2008 en í kjölfar bankahrunsins gerði félagið nýjan samning við SPRON. Gamla lánið var þá greitt upp að fullu með nýja láninu og var höfuðstóll lánsins rúmlega 729 milljónir króna. Í lánasamningnum var tekið fram að lánið skyldi greiðast til baka á fjórum gjalddögum en þar af voru þrír vaxtagjalddagar. Í dómi Héraðsdóms kom fram að Hvítsstaðir hafi ekki greitt vaxtaafborgun á fyrsta gjalddaga og því hafi lánið verið gjaldfellt, samkvæmt lánasamningi. Félaginu og eigendum þess var svo stefnt fyrir dóm til að fá skuldina greidda.Sjá einnig: Drómi vill fá milljarð frá KaupþingstoppunumÍ dómi Hæstaréttar kemur fram að ekki sé hægt að sjá af samningnum eða öðrum gögnum málsins að við gerð hans hefðu Hvítsstaðir gert fyrirvara við fjárhæð lánsins og ekki hafi verið sýnt frá að lækka beri kröfur Hildu á hendur þeim vegna efnis samningsins, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina eða atvika sem síðar hefðu komið til. Einnig var talið að ekki væri hægt að beita ákvæðum laga um ábyrgðamenn um ábyrgð fimmmenningana, enda hefðu þeir tekist á hendr sjálfskuldarábyrgð á efndum samningsins í þágu fjárhagslegs ávinnings þeirra sjálfra. Hvítsstaðir ehf. þarf því að greiða stefnanda 923.659.377 kr. ásamt dráttarvöxtum og þurfa Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Sigurður Einarsson, Steingrímur P. Kárason og Magnús Guðmundsson að greiða Hildu ehf., hver um sig óskipt með stefnda, Hvítsstöðum ehf, 184.731.875 kr. ásamt dráttarvöxtum.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira